Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Síða 11
athöfn er fram fór í kirkju hinna 12
postula. Föstudagsmessan var því lesin
þar.
Laugardagurinn var helgaður þökk
fyrir gæzku Guðs, og góðum framtið-
aráformum. Prestarnir, sem létu vígja
sig Guði, hétu opinberlega dyggri þjón-
ustu. Og þar sem olívuuppskeran var i
december urðu laugardagar imbruviku
decembermánaðar helztu prestvígslu-
dagarnir, en hendur prestanna eru
smurðar með olíu. Þessi athöfn fór
fram í aðalkirkju kristninnar, Basilicu
heilags Péturs postula.
Laugardagshátíðin varð vaka, sem
hófst snemma kvölds og lauk að
morgni sunnudags með messu. Vöku
þessari svipaði til vöku laugardagsins
helga,* nema að hún var undanfari
skírnar, en Imbruvikan undanfari
prestvígslu. Vaka laugardagsins helga
leið við lestur úr heilagri ritningu og
sálmasöng og voru lesnir 12 alllangir
kaflar. Á sama hátt leið vaka Imbru-
laugardagsins. Næst síðasti kaflinn er
ávallt úr Daníel, um ungmennin þrjú,
er syngja Guði dýrð í glóandi eldsofni.
Prestarnir sem vígja á í lok vökunnar,
eiga einnig að syngja Guði lof í starfi
sinu í messunni.
Við höfum nú fengið heildarmynd af
Imbrudögunum, en skulum líta aðeins
nánar á Imbrudaga septembermánaðar
og heigihald þeirra.
September þýðir sjöundi mánuður.
Nú er hann að vísu níundi mánuður
ársins, en áður fyr var marz sá fyrsti.
í þessum mánuði voru þrjár stórhátíð-
ir hjá Gyðingum: Nýársdagur þeirra,
en þá hugleiddu þeir gjafir þær, sem
þeim höfðu hlotnazt frá Guði á liðnu
ári, Dagur Friðþægingarinnar, þegar
þeir gerðu yfirbót fyrir syndir sínar
og færðu fórnir, og Hátíð Tjaldbúð-
anna, en á henni fórnfærðu þeir frum-
gróða víngarðanna. Á Hátíð Tjaldbúð-
anna dvöldu þeir í tjöldum til að minna
sig á dvölina í eyðimörkinni, þegar
þeir enga víngarða áttu. Það eru þessi
þrenns konar tilefni, sem tekin eru upp
af kristninni, að vísu í nýu kristnu
formi, á Imbrudögum septembermán-
aðar.
Á miðvikudeginum skulum við ferð-
ast í anda til Marie Maggiore kirkj-
unnar og hugleiða með þeim, sem þar
eru allt hið góða, sem Guð hefur gert
fyrir oss. Ef við lesum messutextann,
finnum við víða áminningar um að
* Laugardagsins fyrir páska.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
199
JIJI J1
MANNKYNIÐ er að komast af
gelgjuskeiðinu á þroskaár.
Ný viðhorf og reynsla er fyrir
höndum. Og nú verður mannkyn-
ið að fara að hugsa sjálfstætt,
eins og unglingurinn sem kemst
ó þroskaár. Afstaða þess er önn-
ur en nokkuru sinni fyr. Alþýðan
er ekki lengur barn, sem verður
að láta hina reyndari og ráðsett-
ari leiða sig. Hún verður nú að
skilja hvaða leið henni er ætlað
að fara, og hvers vegna hún verð-
ur að velja þá leið. Framvindan
hefur nú náð því marki, að al~
menningur verður nú sjálfur að
leita sannleikans, án leiðsögu
annarra. Hann verður að læra að
trevsta á eigin dómgreind til þess
að haldið sé i óttina að mark-
miði mannkynsins.
Ef einstökum mönnum á að
líðast að hneppa lífið í fjötra og
segja öðrum fyrir hvernig þeir
eiga að hugsa og breyta, þá endar
það með því að alþýðan missir
hæfileikann til að hugsa og taka
sínar ókvarðanir. Þá er allri
framvindu lokið, því að alþýðan
getur ekki þroskast, ef henni er
bannað að hugsa sjálfstætt og
draga ályktanir af hugsun sinni.
Framvindan er ómótstæðilegt
afl, hún knýr lífið til þess að
sækja fram og leita hærra og
hærra. Mannkvnið verður því að
ganga fram úr þeim snorum, sem
það hefur áður staðið í og af-
neita því, sem var. Það verður
að losa sig við ófrelsi aldanna.
Og til þess þarf hver maður að
leita hið innra með sjálfum sér
þess styrks sem hann þarfnast.
Það er fvrsta sporið til þess að
finna guðdóminn í sjálfum sér,
en það er lokatakmark mann-
lífsins á þessari jörð.
(Paul Brunton).
QE>5>*>‘S>S>S>í>«>«>«>«>«>«><5>*><S>ff-5>e><S>S><®>«>«>«><5>ff*S>«><5>«><S>«><5>S><B>S>«S
minnast gæzku Guðs. Inngangsversið
segir oss „að minnast eins og Jósef er
hann fór frá Egyptalandi". f Graduale
segir: „Hver er sem Drottinn, Guð vor,
er situr hátt og lítur lógt, á himni og
á jörðu, sem reisir hinn lítilmótlega úr
duftinu og lyftir hinum snauða upp úr
aurnum.“ Næsti kafli, sem lesinn er.
talar um að ísraelslýð sé byggt landið
fyrirheitna, og Esrea prestur les fyrir
hann úr lögmálsbókinni um gjafir þær,
er Guð hefur veitt þeim. Og guðspjallið
er sagan um drenginn, sem er losaður
við illan anda. Hún minnir oss á hvern -
ig Jesú hefur frelsað mannkynið undan
hinu illa með þjáningum sínum og
dauða.
Á föstudaginn höldum við svo döpur
í huga og iðrumst synda vorra, til
kirkju hinna tólf postula. í fyrsta kafl-
anum, sem lesinn er úr riti Hósea spá-
manns segir: „Snú þú aftur, fsrael, til
Drottins, Guðs þins, því að þú steyptist
fyrir misgjörð þína“. Og í Graduale er
lesið úr 89. sálmi: ,Enú þú aftur Drott-
inn, og aumkvast yfir þjóna þína.
Drottinn, þú hefur verið athvarf vort
frá kyni til kyns.“ Og guðspjallið set-
ur okkur fyrir sjónir hinn iðrandi
syndara, Maríu frá Magdölum, er hún
þvær fætur lausnarans með tárum sín-
um.
Við setjum fórnargjafirnar á altarið
og biðjum yfir þeim:
„Drottinn, vér biðjum þig, megi fórn
föstu vorrar vera þér þóknanieg, sem
yfirbót fyrir syndir vorar, og gjöra oss
verðug náðar þinnar.“
Á laugardeginum höldum við svo til
Péturskirkjunnar, full þakklætis til
Guðs. Og í inngangsversinu segjum
við: „Komum, fögnum fyrir Drottni,
látum gleðióp gjalla fyrir skapara vor-
um.“
Við heyrum Móse kenna lýðnum,
hvernig halda skuli viku föstu: „Þér
skulið búa í laufskálum.... allir inn-
fæddir menn í ísrael skulu þá búa i
iaufskálum." Sakaría spámaður segir
okkur, að „Fastan í hinum tíunda mán-
uði muni verða húsi Juda tii fagnað-
ar og gleði, og að unaðslegum hátíðis-
dögum.“ Og Daníel hefur utv fyrir
okkur lofsöng ungmennanna þriggja:
„Lofaður sért þú, Drottinn, Guð
feðra vorra, og vegsamaður og tign-
aður um aldir alda.“
' 7 <•