Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr lifi alþýðunnar Jórunnarstaðaboli Eítir Kjartan Júlíusson, Skdldstöðum, Eyafirði UM 1865 bjó á Jórunnarstöðum í Eya- firði hinn alþekkti ferðagarpur Sig- urður Jóhannesson (dáinn 1886). Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Ragnheiður Magnúsdóttir hreppstjóra Árnasonar í Yxnafelli, en síðari konan var Helga Pálsdóttir Pálssonar hónda á Kolgrímastöðum. Páll var hagyrð- ingur góður og greindur vel. Sigurð- ur var vaskleikamaður mikill. orð- lagður fyrir ferðir sínar suður um öræfi og víðar; hann var fríður maður sýnum, drengur góður og hinn ótrauð- asti til alls áræðis. Hann hjó góðu húi, átti margar skepnur, þar á meðal eigi allfáar kýr í fjósi. Hann átti og naut eitt, full- orðið og ferlegt mjög, var það 3—4 vetra gamalt er saga þessi gerðist. Boli var rauðskjöldóttur að lit og stórhyrnd- ur og mannýgur. Stóð nágrönnum og öðrum, sem um veginn fóru um sumar stuggur af bola, ef hann var á næstu grösum og sneiddu hjá honum eftir mætti (jafnvel þótt riðandi væru) eins og eðlilegt var. f þenna tíma bjuggu í Gerðum í Hólasókn hjónin Sigurður Stefánsson og Rósa Grímsdóttir. (Grímur hjó í Hlíðarhaga á fyrri hluta 19. aldar). Þau áttu sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. Einn sonur þeirra hét Sig- tryggur, var hann 15 ára, röskleika piltur og allknár. NÚ var það á útmánuðum árið 1864 eða 1865 að kýr beiddi í Gerðum og þurfti að fá naut handa henni, en það var ekki nær en á Jórunnarstöðum. Var Tryggvi (en svo nefndu menn Sigtrygg oftast) sendur af stað að sækja Jórunnarstaðabola. Skyldi hann koma við á Árnastöðum og fá þar í fylgd með sér Sigfús Sigfússon, ungan mann og hvatskeytan og allmikinn á lofti. Mun Sigfús þá verið hafa um tvítugt. Hann bjó síðan alllengi í Gerðum og var af sumum kallaður Geldinga-Sigfús eða Geldinga-Fúsi, vegna þess, að hann vanaði graðhesta fyrir Saurbæjarhreppinga um langt skeið. Eigi er þess getið hversvegna Tryggvi var sendur til ið sækja bola, hann óharðnaður unglingurinn. Má vera, að Sigurður faðir hans hafi ekki verið heima, og því ekki um annað að ræða en Tryggvi færi. Er þó eigi ósennilegt að fólkið í Gerðum hafi verið búið að frétta, að Jórunnarstaða- boli væri langt frá því að vera nokk- urt barnameðfæri. Liðið var á kvöld þegar Tryggvi lagði af stað. Kom hann við á Árnastöðum og fékk manninn léðan. Héldu þeir síðan til Jórunnar- staða. Báðir voru þeir gangandi. Veður var stillt og gott, lítill snjór á jörðu, sumstaðar rautt, hjarnskaflar litlir á stöku stað, en svell hér og þar í laut,- um, frost. Eyjafjarðará var á ísi sum- staðar, en annarstaðar voru vakir í hana allstórar. Liðið var nær vökulokum er þeir félagar komu að Jórunnarstöðum og Tryggvi guðaði þar á glugga. Kom Ragnheiður húsfreyja til dyra. Heils- uðu þeir henni og siðan bar Tryggvi upp erindið. Tók hún því fjarri í fyrstu að lána honum bola, taldi öll tormerki á því, sagði, að hann væri stór og snakíllur og ekki þeirra með- færi, en enginn fullorðinn karlmaður væri heima. (Sigurður bóndi og Magn- ús sonur hans voru þá í kaupstað). En Tryggva þótti illt, sem von var, að fara erindisleysu og sótti hann fast að Ragnheiður yrði við beiðni sinni, og varð það úr að hún leyfði þeim nautið. — Gengu þau síðan öll til fjóssins, mýldu þeir bola og settu fótband á hann, gekk það allt slysa- laust. Að því búnu héldu þeir út úr fjósinu, kvöddu húsfreyju og lögðu af stað. Teymdi Sigfús bola en Tryggvi hélt í fótbandið. Stutt fyrir norðan fjósið á Jórunnar- stöðum rennur bæjarlækurinn. Er nú ekki að orðlengja það, að skammt utan Kjartan Júlíusson við lækinn fer boli að hrista sig og bölva, slá halanum, hoppa upp og láta ófriðlega, og syðst í svonefndri Lamb- húslaut, er liggur norðvestan Jórunn- arhóls, en austan Húshólsins réðist hann á Sigfús. Tryggvi tók í fótbandið af öllu afli, en orkaði ekki að halda aftur af bola, hann rak hornin aftan undir manninn, á milli fóta hans, hóf hann á loft og kastaði honum aftur á hrygg sér. Féll Sigfús niður með hlið hans, en kom fótum fyrir sig. Aftur réðist boli á hann og þeytti honum aftur yfir sig og gekk þetta nokkrum sinnum. Hlaut þó Sigfús eigi meiðsli af sviftingunum — og mátti það mikil guðsmildi heita. Meðan á þessum ójafna leik stóð, reyndi Tryggvi af öllum mætti að halda í fótbandið, toga, toga fast og með því móti koma félaga sínum til hjálpar. En slíkt var vita gagnslaust, gersamlega vonlaust, boli dró hann eins og hann fis eitt væri. Það var jafn tilgangslaust fyrir Tryggva að reyna að halda aftur af bola, sem nú var orðinn að blóðþyrstu villidýri og fyrir barn að stöðva reiðan fíl í fram- rás. Þeir félagar sáu nú báðir jafnskjótt að svo búið mátti eigi lengur til ganga, eitthvað varð að gera. En hvað? Jú, það vissu þeir raunar báðir jafn snemma, þó fátt væri mælt: Að flýja, reyna að komast undan bola, því er hér var komið, voru þeir gersamlega búnir að missa kjarkinn, en hræðslan ein komin í staðinn. Að bíða og hnoð- ast við hið tryllta dýr, var hið sama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.