Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
203
H rossakjötsát
í HEIÐNI höfðu menn miklar mæt-
ur á hrossakjöti, eins og sést á því,
að það var notað í öllum blót-
veizlum, en blótveizlurnar voru
fórnarhátíðir heiðinna manna. Það
var því eðlilegt að kristnin vildi
útrýma öllu því, er stóð í sambandi
við blótveizlurnar. Þó þótti það
ekki ráðlegt þegar í upphafi. Þor-
geir Ljósvetningagoði sagði í hinni
frægu ræðu sinni á Alþingi við siða
skiftin: „Nú þykir mér það ráð,
að vér létum eigi þá ráða, er mest
vilja í gegn gangast, og miðlum
svo mál á milli þeirra, að hvorir
tveggja hafi nokkuð síns máls og
höfum allir ein lög og einn sið,
því það mun verða satt er vér slít-
um í sundur lögum, að vér munum
slíta og friðinn“. Og þær ívilnanir,
er kristnir menn veittu þá heið-
ingjum voru þær, að forn lög um
barnaútburð skyldu haldast „og
um hrossakjötsát, skyldu menn
blóta á laun ef vildu, en varða
fjörbaugsgarður, ef vottum kæmi
við“. Þorgeir þorði ekki að ganga
algjörlega í berhögg við hinn forna
sið, „en síðar fám vetrum var sú
heiðni afnumin sem önnur“, segir
í íslendingabók.
Síðan gekk kirkjuvaldið mjög
ríkt eftir því að menn æti ekki
hrossakjöt. Þegar hallæri gengu og
menn urðu að leggja sér til munns
skóbætur, hrafna og refi, þá máttu
menn alls ekki eta hrossakjöt, og
lágu hinar þyngstu refsingar við.
En hver maður er frekur til fjörs-
ins og fóru sumir ekki að þessu,
þegar um lífið var að tefla, og fór
hrossakjötsát að ágerast eftir að
hinn kaþólska sið leið. Þó vilja
yfirvöldin halda dauðahaldi í
bannið.
Á prestastefnu á Alþingi hinn
12. júlí 1759 var þetta mál til um-
ræðu og var þar samþykkt eftir-
farandi ályktun. Undir hana skrif-
uðu þeir Magnús amtmaður Gísla-
son, Finnur Jónsson biskup og 11
prestar:
Hrossakjötsát hefir frá alda öðli
trúarbragðabóta verið álitið hneiksl-
anlegt, og þess vegna nú, þá trúarbrögð
vor eru í blóma, álíst það viðbjóðslegt
nema í hæstu lífsnauðsyn, þá mönn-
um er leyfilegt að nota allt hvað nátt-
úran ei hefir skaða af og þeir með
frjálsu mega. Og þar góður guð hefir
frelsað landið frá hallæri, þá álíst
hrossakjötsát bæði ólíðanlegt og straff-
verðugt. En svo enginn af þeim, sem
sig þar eftir hafa lagt og sætan smekk
á fengið, kunni að afsaka sig með þekk-
ingarleysi, að slíkt kjöt er í vorrar
kirkju lögum fyrirboðið, þá ber prest-
unum að undirrétta þeim, er þeir
verða varir við að slíks neyta, að sama
sé óhæfa í vorri kristilegu kirkju, og
Ieggi þeir það ei af, þá megi vænta
straffs, fyrst með opinberri áminningu
í safnaðarins viðurvist, þar næst, vetði
þeim framhald hrossakjötsátsins yfir-
bevísað, þá straffist þeir ei einasta með
opinberri áminningu, heldur með gapa-
stokki í alls safnaðarins þá fjölmenn-
astur er hans viðurvist. En hjálpi ei
þessi viðleitni þá tilsegist verðslegu
yfirvaldi til straff eftir Friðriks III
Forordning af 3. maí 1650“.
----0-----
Tilskipun Friðriks konungs III.
sem hér er vitnað til, var á þessa
leið:
Þar sem Vér höfum náðarsam-
legast sannfrétt, að nokkrir for-
hertir og harðsvíraðir menn á Voru
landi íslandi dirfist á óforsvaran-
legan hátt að hirða lítt eða ekki um
áminningar prestanna og kirkjuag-
ann, þá biðjum Vér sýslumennina
að refsa rækilega þeim mönnum,
er gera sig seka um þetta, öðrum
til viðvörunar.
*
I staðinn
fyrir aga
Eftir Walter Wilson
SÁLFRÆÐINGAR hafa að und-
anförnu verið að bítast út af
sínum eigin kenningum, einkum
um barnasálarfræði. Orsökin til
þess er aukin afbrot barna og
unglinga á undanförnum árum,
og að foreldrar hafi misst tök á
börnum sínum.
Foreldrana geta þeir ekki
dæmt hart, án þess að hitta sjálfa
sig, því að foreldrar hafa einmitt
reynt að fylgja kenningum sálar-
fræðinganna um barnauppeldi,
vegna þess að þeir trúðu þvi að
þetta væri hin eina rétta leið.
Sálfræðingarnir hafa hamazt
gegn heimilisaganum. En nú eru
þeir orðnir hræddir við afleið-
ingarnar og í útvarpi bað einn
þeirra menn að gefa heilræði um
hvað ætti að koma í staðinn fyrir
hann.
Það ætti ekki að vera mikill
vandi að finna hvað ætti „að
koma í staðinn". Það hlýtur fyrst
og fremst að vera kærlcikur,
ekki aðeins kærleikur til barn-
anna, heldur gagnkvæmur kær-
leikur allra á heimilinu. Hann
leiðir af sér virðingu — virð-
ingu barna fyrir foreldrum og
virðingu foreldra fyrir börnum.
Kærleikurinn skapar gagnkvæmt
traust. Börnin finna að foreldr-
arnir bera umhyggju fyrir vel-
ferð þeirra og fyrir það skilja
þau sjálf hvað rétt og rangt er,
hvað þau mega gera og hvað þau
mega ekki gera. Og þá verður
heimilið sannkallað heimili —
ekki aðeins staður þar sem fólk
borðar og sefur, heldur sá staður,
sem mönnum er kærastur og þar
sem þeir vilja helzt vera.
Skyldi þessi ályktun prestastefn-
unnar á Þingvöllum fyrir rúmum
200 árum, nokkurn tíma hafa venð
numin úr gildi?