Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 16
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K 2 ¥ K 10 8 4 5 ♦ 3 * K D 10 9 8 A 10 8 7 6 4 3 V Á D 7 6 ♦ 7 6 * 4 A Á D G 5 V 5 2 ♦ Á G 10 A G 7 6 5 Sagnir voru þessar: V N A S 1 t 1 hj 1 sp 2 gr pass 3 1 pass 3 gr Tvöf. pass pass tvöf. aftur. Það var hæpið hjá V að tvöfalda á þessi spil. En þegar S tvöfaldaði enn, fékk hann upplýsingar um að S mundi vera nokkuð stæltur bæði í tígli og spaða, og þýddi því ekki að reyna þá liti. Þess vegna slær V út H G. Hann er drepinn í borði, en A drep- ur með ásnum og slær út tígli. S má ekki missa ásinn og lætur því T 10, en V drepur og slær út hjarta aftur. Austur hikar ekki við að drepa með drottningu, enda þótt N eigi þá eftir 3 fríslagi í hjarta. A slær út tígli að nýu, og þar með hefir S tapað spilinu. Þótt hann drepi með ásnum og taki hjarta og spaðaslagina, fær hann ekki nema 8 slagi, þar sem honum gafst aldrei tækifæri til þess að ná út lauf- ásnum. V fær tvo seinustu slagina á L Á og T K. VELLÝGNI GUÐMUNDUR Guðmund Magnússon hreppstjóra á Bessastöðum í Fljótsdal tel ég einn af merkustu mönnum í þeim legg ætt- ar minnar. Gárungar kölluðu hann stundum „Lyga-Gvönd“, þennan lang- afa minn (í móðurætt). Þó sagði hann KLAKASKEGG VETRAR. Mynd þessl er tekin á Suðurgötu undir Vestur- hamri í Ilafnarfirði. Ofan af hainrinum steypast freðnir fossar, fannhvitir og tindrandi í skini vorsólarinnar, og verður niörguin vegfarendum starsýnt á. — Þessi sjón minnir á vísuna: „Hallast vorið vetri nær; karls við freðið kiaka- skegg kærust dóttir hlær“. Og brátt mun vorgyðjan bræða hið freðna skegg vetrar. (Ljósm. Gunnar Rúnar). að almannarómi aldrei neitt það ósatt, er nokkrum manni gæti verið til meins eða miska. En hann hafði gaman af að segja ótrúiegar kynjasögur, sem ekki voru ætlaðar til þess að neinn maður tryði þeim, heldur annað hvort mönnum til gamans, eða þá stundum til að ganga fram af mönnum, sem voru ýknir og skreytnir. Eitt sinn, er hann var að lýsa því, hve stormasamt og illviðrasamt gæti verið í fiallinu hjá sér, sagði hann svo frá: — Ég var einu sinni snemma vetrar uppi í fjalli að huga að kindum mínum. Þá skall á moldviðrisbylur með fárviðrisstormi, svo ég sá ekki fótum mínum forráð og vissi ekki af fyrr en ég steyptist fram af sextugum hamri, svo að möl- brotnaði í mér hvert einasta bein, og var mesta guðs mildi að ég slasaðist ekki. (Jón Ólafsson ritstj.). JÓN LÆRÐI var vísindamannsefni þótt hann nyti sín ekki, fluggáfaður maður, skáld gott og listamaður í höndunum. Árið 1649, er hann var orðinn 75 ára að aldri, orkti hann ævidrápu, sem kölluð hefur verið Fjölmóður og kennir þar margra gyasa. Meðal annars er þar þessi aldar- farslýsing, sem máske á við enn í dag eftir rúm 300 ár: Gikkir hoppandi góna í mána, viljandi frá honum vísdóm taka, vilja síðan stritast við stórlærða, en lausingjum fylgir þó lítil vizka. STRÁKAEY Hjá Eyum eru tvær merkar eyar, Kóngey og Strákaey. Hún dregur nafn af frönsku hvalfangaraskipi, sem lá þar vetrartíma. Sést í Strákaey stórar tóftir tvær, sem skipafólkið byggði. Líka er þar tóft, og mikið af múr rauð- um, sem lítur svo út, að þeir hafi þar brætt hval sinn. Þar er rétt hjá lend- ingu Duggusund kallað og er djúpt, lika Kasarhólmur og hefir mátt bar í festa. Þá var þetta kveðið: Á Eyum var þá ógna vas og á stúlkum gangur. Hvert kvöld hafði kapteinn Kras konuna manns ^il sængur. (Úr Lýsingu Kaldrananessókn- ar eftir séra Gísla Sigurðsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.