Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 4
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hansahúsin á Bryggjunni. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). blóm, minjagripir og ýmislegt ann- að. Þarna vék sér að mér maður og slóst óbeðinn í fylgd með mér. Hann var mjög skrafhreyfinn. Sagði hann mér margt frá spreng- ingunni miklu, sem varð í höfninni 20. apríl 1944. Þá hefði komið svo mikil flóðalda, að skipin hentust upp á hafnarbakkana, en 25 menn fórust í húsum „Bergenska“ er þau hrundu. Þetta var snemma morg- uns og ekki fleiri komnir, en mann- tjón mundi hafa orðið miklu meira ef þetta hefði skeð um miðjan dag. „En nú ætlar félagið að byggja sér stórhýsi þarna rétt hjá „Norden- fjeldske“-húsinu,“ sagði hann og benti mér á stórt hvítt hús út með voginum. Stórkostlegar skemmdir hefði orðið á borgarhverfinu í Norðnesi og víða hefði varla verið faert um götur fyrir glerbrotum, því að allar rúður í nánd við vog- inrr brotnuðu. Hákonarhöllin hrundi svo, að ekki stóð eftir nema útveggir, en þar hefði áður verið veglegasti samkomustaður borgar- innar, sagði hann. Lét hann dæluna ganga stöðugt og vissi ég ekki hvort hann gerði það af einskærri umhyggju fyrir framandi manni, að fræða hann sem mest, eða hann ætlaðist til að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Og sem ég er að velta þessu fyrir mér, tekur hann allt í einu á rás og hverfur inn í mann- fjöldann á götunni. Ég gekk út Bryggjuna. Þetta var áður kölluð Þýzkabryggja, en nú hafa borgarbúar breytt nafninu og kalla aðeins Bryggjuna. Er það þó ekki bryggja í venjulegum skiln- ingi, heldur breið uppfylling og steinlögð, framan við gömlu „Hansa“-húsin, sem stinga háum stöfnum fram að götu. Þau eru nú miklu færri en áður var og aðeins þau stærstu eftir. Hvergi gat ég séð bíl forsetans, svo ég helt að farið hefði verið út að Hákonar- höll. Gekk ég því þangað, og greip í tómt. Rosenkranzturninn stendur lítt haggaður og múrarnir, þótt nokkuð hafi molnað þar úr, en Líkneskja Holberg's á torginu • » * «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.