Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 fór fram stórslysalaust. Hann var þá jafnframt þingmaður fyrir Björgvin. Rétt hjá minnisvarðan- um er opinn skáli. Þar voru ræðu- menn dagsins og þangað voru for- setahjónin og fylgdarlið þeirra leitt — Uppgiafahermennirnir mættu þama í fylkingu og lögðu blóm að minnisvarðanum og annan blómvönd lagði þar lítil stúlka fvrir hönd skólabarna. Þessi sam- koma var hátíð ellinnar og æsk- unnar, gamalla hermanna, er á sín- um tíma höfðu staðið vörð um ríkisréttindi Noregs, og barnanna, sem eiga að erfa landið og verja frelsið. Langa stund strevmdu fvlk- ingar barna látlaust inn á hátíðar- svæðið og voru með norska fána í höndum. Seinast var talið að 12.000 börn hefði verið þama saman kom- in. Var fagurt yfir þann hóp að líta og fánahafið, sem fyllti allan hinn víða völl. Nokkrar ræður voru haldnar þarna og einn af ræðu- mönnum bauð forsetahiónin vel- komin og bað alla viðstadda að hrópa nífalt húrra fvrir íslandi. Og það held ég að hafi nú verið gert svikalaust. Tólf þúsund barnaradd- ir hófust upp í hástemmdum hliómskærum kór, og tólf þúsund litlar hendur veifuðu fánum sínum svo að allt hið mikla svæði var sem bylgiandi haf, þar sem sólargeisl- arnir brotnuðu í rauðum, bláum og hvítum litum, en lítil stúlka færði forsetafrúnni blómvönd. Þannig hyllti æska Björgvinjar forseta- hjónin og ísland. Síðan var sunginn norski þióð- söngurinn og þar á eftir Biörgvinj- ar-söngurinn, bví að sjálfsögðu eiga Björgvinjarbúar sinn eigin þióð- söng. Svo var samkomunni slitið. Allar búðir í borginni voru opn- ar þennan dag og þótti siálfsagt. Það er ekki eins og í Revkia\nk, þar sem búðum er lokað „við öll möguleg og ómöguleg tækifæri", eins og ég heyrði góðan mann segja einu sinni. Hér í Björgvin gevmdi hið starfandi fólk sitt hátíðarhald til kvölds. Þá var aftur komið sam- an á Hátíðarsvæðinu, haldnar ræð- ur, leikið á horn og sungið. Þar hélt. prófessor Worm-Miiller mikla ræðu og rakti aðdraganda skilnað- arins við Svía. Hann minntist Christie, forsetans á fvrsta stór- þingi Norðmanna 1814 og hvernig Eiðsvallarfundurinn og stjórnar- skráin hefði verið nauðsvnlcgur undanfari þess, sem gerðist 1905. Hann rakti konsúlamálið, sem var undanfari skilnaðarins og hve snilldarlega Michelsen hefði tekizt að halda á því máli og stvra skiln- aðarmálinu farsællega í höfn. Og í hvert skifti sem hann minntist á Christie og Michelsen og hlutdeild Biörgviniar -í siálfstæðismálinu, gullu við fagnaðarÓD. Ég fékk ekki betur séð en að Björgviniarbúar þættust eiga þennan minningadag öllum öðrum fremur. Voru það ekki þeir Christie og Michelsen sem björguðu sjálfstæði Noregs? Og voru þeir kannske ekki báðir frá Björgvín, ósviknir synir þess- arar merkilegu borgar? — Björgvinjarbúar hafa minningu sinna mestu manna í heiðri og hafa reist líkneskiur af mörgum beirra. Líkneskia Michelsens er hjá Há- tíðarsvæðinu, eins og fvr getur, líkneskja Christie fvrir framan há- skólann, líkneskia Ludvig Holbergs á torginu, líkneskia Edvr. Griegs í Bvparken, líkneskja próf. J. C. Dahl hiá Byparken og líkneskja Ole Bull á torgi, sem við hann er kennt. TROLLHAUGEN Öllum ferðamönnum er ráðlagt að skoða Trollhauean, bústað Griegs, sem er um 10 km. fvrir sunnan Bergen, hiá Norðurásvatni í Fana. Þenna bústað reisti Grieg er honum leiddust ferðalög (1885) og þarna saradi hann svo ýmsar merkustu tónsmíðar sínar. Þessi staður er unaðslegur. Hús- ið stendur á háum klettkolli. Á tvær hendur eru bláar víkur og vogar, en annars er hóllinn þak- inn skógi. Og þessi skógur er máske fegurri vegna þess, að Grieg lét náttúruna sjálfráða um það hvern- ig hún skrevtti þennan stað. Frá lu'isinu er bratt einstigi niður að litlum vog og þar stendur lítið garðhús. Þar sat Grieg öllum stund -um þegar hann var heima, og vann að tónsmíðum sínum, einangraður frá öllum skarkala heimsins. Þessi kofi er aðeins eitt herbergi og það er með sömu ummerkium eins og Grieg skildi við bað. Þar er píanó, skrifborð, legubekkur og nokkrir stólar, auk annarra smæn-i muna. Þegar Grieg þurfti að bregða sér eitthvað frá, eða fór í ferðalög, skildi hann öll nótnablöð sín eftir þarna. En honum var þó ekki rótt út af þeii'ri tilhugsun, að ef til vill kynni nú einhver að brjótast þarna inn og evðileggja allt fvrir sér. Hann skildi því eftir bréf á borð- inu, sem bvrjaði svo: „Kæri inn- brotsbíófur“. Og svo kom kurteis- leg beiðni um að hrófla ekki við neinu. enginn gæti haft neitt gagn af biöðum sínum! íbúðarhúsið er nú til svnis og það sem bar er inni nefnist Griegs- safn. Það eru húsgögn þeirra hjón- anna og ýmsir aðrir munir úr eigu þeirra, en auk bess margar heiðurs- gjafir, sem Grieg fékk um dagana. Norðan við húsið er hamar fram \ið vatnið. Mælt er að Grieg hafi einu sinni óskað þess að fá að deva í það biarg. Hann andaðist 4. september 1907 og árið eftir var aska hans látin í dálítinn helli, sem eerður hafði verið unpi í miðj- um klettinum. Kona hans. Nina Grieg söngkona, andaðist 1986, og aska hennar var látin í þennan sama helli. Fyrir munna hellisins er steinumgerð og þar í felld stein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.