Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Blaðsíða 8
r »36
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Legstaður Griegs-hjónanna í klettinum
hurð. Á hana stendur letrað með
einföldum stöfum: Edvard Nina
Grieg.
DVÖLIN í BJÖRGVIN
Þær tvær nætur, sem dvalizt var
í Björgvin, var gist í Hotel Bristol,
sem er mikið og glæsilegt hús í
miðri borginni.
Fyrra kvöldið var forsetahjón-
unum og fylgdarliði boðið í Þjóð-
lega . leikhúsið (Den Nationale
Scene). Stendur það skammt frá
gistihúsinu. Þar var sýnd „Villi-
öndin“ eftir Ibsen. Seinna kvöldið
var boðið á hátíðarhljómleika í
Hljómleikahöllinni (Konsertpalé-
et).
Hver maður, sem til Björgvinjar
kemur, verður að fara upp á Flöj-
en. Það er 320 metra hátt fjall í
jaðri borgarinnar. Þangað er farið
upp í rafknúðum vagni, sem renn-
ur á tannbraut og er það um 8 mín.
ferðalag. Sumum ókunnugum þyk-
ir þetta bæði bratt og hátt, en
þeim, sem hafa farið upp í gegnum
fjallið hjá Sunnudalseyri, finnst
þetta ekki mikið. Uppi á fjallinu
eru veitingaskálar og þar var
snæddur miðdegisverður seinni
daginn. Af fjallinu er dýrleg út-
sýn yfir borgina í góðu veðri. Fyrir
þá, sem standa stutt við, er nauð-
synlegt að fara upp á Flöjen.
Þess má að lokum geta hér til
gamans, að meðan vér vorum í
Björgvin var þar í kvikmyndahúsi
sýnd aukamynd frá heimsókn ís-
lenzku blaðamannanna í Ósló, þá
fyrir hálfum mánuði. Var þarna
komin kvikmyndin sem tekin var
af okkur þegar við fórum að skoða
nýbyggingar höfuðborgarinnar í
Lambertseter.
Árni Óla.
Korkur
KORKURINN er börkur af sérstakri
eikartegund, sem á latínu nefnist
„Quercus suber“. Tré þetta vex aðal-
lega í Portúgal, á Spáni og í Algier.
Það verður um 40—60 fet á hæð, og á
Pyreneaskaga eru heilir skógar af því.
Þessi þykki börkur hlífir trjánum bæði
við hita og kulda, eigi aðeins stofnun-
um, heldur einnig greinum og rótum.
Hann varnar of mikilli útgufun, og
hann ver ræturnar fyrir vatnsaga.
Meðan trén eru ung er þunn húð
utan á þeim, en er þau fara að vaxa,
fer að myndast korklag milli þessarar
húðar og hins uppvaxandi stofns. En
er frá líður flagnar húðin utan af og
korkurinn verður ber eftir. Hann
þykknar með hverju ári og þegar hann
hefur náð ákveðinni þykkt, fer annað
korklag að myndast þar undir, og flagn
-ar þá fyrra korklagið af trénu.
Þegar trén eru orðin um fimmtán
ára gömul, er óhætt að fara að flá
korkinn af þeim, og síðan má flá þau
á 8—10 ára fresti, því að þá er komið
nýtt korklag hæfilega þykkt. Það þarf
sérstakt lag til þess að flá korkinn af
trjánum, en þeir sem eru orðnir leiknir
í því, geta svift stórum korkfeldum af
trjánum í einu. Þessum feldum er svo
hlaðið í hauga og látnir þorna þar.
Síðan er korkurinn soðinn í vatni í
nokkrar mínútur og við það verður
hann betri og seigari. Það er venjulega
aðferðin, en ýmsar aðrar aðferðir hafa
menn til þess að gera korkinn mjúkan
og seigan. Annars skiftir það mestu
máli um gæði korksins hvernig veðr-
átta er þar sem hann vex, og hve gömul
trén eru. Beztur er korkurinn þar sem
trén vaxa upp við mestan hita.
Korkurinn er til margra hluta nyt-
samlegur, og á sumum sviðum getur
ekkert annað efni komið í 'stað hans.
Hann fúnar ekki, hann er ákaflega
léttur en þó sterkur, hann einangrar
vel fyrir hita og kulda og hljóð berast
trauðla í gegnum hann. Vegna þessara
eiginleika er hann notaður á óteljandi
marga vegu og i margs konar tilgangi.
Hann er notaður í tappa, í flotholt á
veiðinet, í flothylki og björgunartæki,
í skósóla, til hitaeinangrunar og hljóð-
einangrunar, til þéttunar í alls konar
leiðslum og lokum á niðursuðudósum;
hann er notaður sem gólfdúkur og til
þéttingar á samskeytum. Þannig mætti
lengi telja.