Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
437
ÞBTTA GERÐIST I JÚLÍ
FORSETAHJÓNIN, herra Ásgeir
Ásgeirsson og Dóra Þórhalls-
dóttir fóru í opinberar heimsóknir
viða um land í þessum mánuði.
Fyrst var farið til Vestmanneya og
siðan norður og ferðast um Þing-
eyarsýslur. Seinast var farið til
Ákraness. Móttökur voru alls staðar
hinar virðulegustu og hjartanleg-
ustu.
Eisenhower forseti Bandaríkjanna
kom við á Keflavíkurflugvelli á
leið sinni til Genf. Forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur
Thors forsætisráðherra, Bjarni
Benediktsson dómsmálaráðherra og
Eysteinn Jónsson fjármáiaráðherra,
tóku á móti honum á flugvellinum.
Þar dvaldist hann tvær stundir og
snæddi hádegisverð í boði ríkis-
stjórnarinnar. Með Eisenhower for-
seta voru kona hans og sonur.
VEÐRÁTTAN
í þessum mánuði var í tvennskonar
ham. Norðan og austan lands voru
sífelld blíðviðri, þurkar og hitar svo
miklir að óvenjulegt má kalla. Höfðu
bændur víðast hvar náð inn allri töðu
sinni með beztu verkun fyrir mánaða-
mót. En sunnan lands og vestan voru
sífelldir óþurrkar og úrkomur og náð-
ist þar hvergi þurrt hey í hlöðu. Eigi
var heldur hægt að nota súgþurkun,
vegna þess að taðan var alltaf renn-
andi blaut, en sumir fylltu súrheys-
gryfjur sínar, þótt þær séu aðallega
ætlaðar hánni. Ekki komu votheys-
turnarnir að notum, vegna þess að
grasið var svo blautt og þungt, að
ekki var hægt að blása því upp í turn-.
ana. Túnin varð að slá vegna þess að
þau voru úr sér sprottin. Þar hraktist
svo taðan, maðkaði sums staðar. Voru
því heyskaparhorfur hinar verstu.
Óþurkasvæðið náði frá Mýrdalssandi
vestur um til Húnavatnssýslu.
AFLABRÖGÐ
Mikið kapp hefir verið lagt á fiski-
leit um þessar mundir. Togarinn
Eisenhower forseti, kona hans
og sonur
Harðbakur leitaði karfamiða fyrir
Norðurlandi, en togarinn Jón Þorláks-
son vestur í hafi. Fyrir norðan bar
leitin engan árangur, en vestur í hafi,
nokkuð vestur af Jónsmiðum, fundust
ný karfamið og fengu fjórir togarar
þar fullfermi á fáum dögum. Varð-
skipið Ægir var sent til að leita síld-
ar fyrir Norðurlandi og leiðbeina
veiðibátunum.
Síldveiðarnar námu um 148 þús.
tunnum og málum í mánaðarlok og
er það svipað aflamagn og á sama
tíma í fyrra, en um 8 milj. kr. meira
verðmæti vegna þess hve mikið hefir
verið saltað.
BÍLSLYS
Vörubíll valt út af veginum í Pat-
reksfirði og eyðilagðist. Bifreiðarstjór-
inn meiddist mikið (5.)
Jeppabíl hvolfdi á Barðaströnd, og
var hann fullur af fólki. Bílstjórinn
og farþegi meiddust mikið og 63 ára
gömul kona, Ólöf Guðmundsdóttir frá
Hvammi, beið bana (15.)
Bíl hvolfdi skammt fyrir ofan
Kambabrún. Var einn maður í honum
og höfuðkúpubrotnaði hann og var
fluttur í Landspítalann (20.)
Árekstur varð á Keflavíkurvegi
milli vörubils og sérleyfisbíls. —
Skemmdist hinn síðarnefndi talsvert,
en farþegar sluppu svo að segja ó-
meiddir (22.)
Annars varð óvenjumikið um bíla-
árekstra i Reykjavík í þessum mán-
uði, og margir bílstjórar voru teknir
fastir vegna ölvunar.
AÐRAR SLYSFARIR
Vélbáturinn Ársæll frá Patreksfirði
sökk i fiskiróðri. Strandferðaskipið
Skjaldbreið bjargaði mönnunum (L)
Mannýgt naut réðist á Þórð bónda
á Litla Fljóti í Biskupstungum og
meiddi hann talsvert (5.)
Bændurnir í Fljótstungu í Hvítár-
síðu, Bergþór Jónsson og Hjörtur Jó-
hannesson tengdasonur hans, fóru til
silungsveiða að Úlfsvatni á Tvídægru,
en drukknuðu báðir í vatninu (13.)
Báti með fjórum veiðimönnum
hvolfdi á Þingvallavatni. Mennirnir
náðu í bátinn, en einn þeirra Gylfi
Kristinsson (Markússonar kaupmanns
í Reykjavík), var vel syndur og ætlaði
að synda til lands. Á leiðinni mun
hann hafa fengið stjarfa, vegna þess
hve vatnið var kalt og þar drukkn-
aði hann. Hinum þremur var bjargað,
aðframkomnum (16.)
Ungur stúdent, Hólmsteinn Valdi-
marsson frá Steintúni í Lýtingsstaða-
hreppi, ætlaði að synda yfir Jökulsá
eystri í Skagafirði, en drukknaði (16.)
Ung stúlka á Tjömesi, Hulda Jó-
hannesdóttir, féll af rakstrarvél, við-
beinsbrotnaði og marðist allmikið (26.)
EUfcfu ára drengur, Þorsteinn Jóns-