Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 16
444 f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrir skömmu setti Donald Campbell heimsmet i hraðsiglingu, komst upp í 324,3 kílómetra á klukkustund. Faðir hans átti fyrra heimsmetið. Hann var ekki ánægður með það og ætlaði sér að ná meiri hraða. Lét hann smíða handa sér nýan hraðsiglingabát, sem hann nefndi „Bláfugl“, en fórst á æfingu. Sonur hans lét þá smíða nýan „Bláfugl“, sem kostaði um milljón króna og á þessum báti náði hann hinu nýa heimsmeti. Hér á myndinni má sjá Camp- bell í þessum nýa báti, sem er ólíkur öllum öðrum fleytum. BRIDGE ÞETTA spil kom fyrir í meistarakeppni milli Bandaríkjanna og Frakklands. Þar voru spiluð 224 spil og Bandaríkin unnu naumlega með 349 stigum gegn 300. Þessu spili töpuðu Frakkar og var það að kenna yfirsjón hjá spilamanni þeirra: ♦ 8 3 V K D 10 9 4 ♦ 9 3 ♦ K 10 6 4 * Á D 4 V Á 3 * Á G 8 * DG873 * G 7 5 V G 7 6 5 2 * D 10 9 5 2 * — Á öðru borðinu þar sem Bandaríkja- menn voru V—A sögðu þeir 4 spaða, en á hinu borðinu komust Frakkar í 6 spaða og voru sagnir þessar: upp V N A S 1 L 1 H 1 S 4 H 4 S pass 4 gr. pass 5 S pass 6 S pass pass pass Hjarta var slegið út og var drepið með ás. Þá tók A trompin af andstæð- ingum og var inni sjálfur á SK. Síðan sló hann út LÁ! Þar brást bogalistin! Betra hefði verið að borðið hefði átt þriðja slaginn í spaða og hefði svo „svínað" LD. En eins og nú er komið hljóta N—S að fá tvo slagi í laufi. SANDVORIÐ Hafisar komu fyrir Norðurland á út- mánuðum 1766, og tóku fyrir björg alla. En ofanverðan vetur, hinn 3. dag apríl um dagmál, sló norður yfir landið myrkva miklum, sem um svartnætti væri. Fylgdi þar með sandfall ógur- legt, dunur og brestir. Stóð myrkrið um þrjár stundir, og kveiktu menn ljós í húsum og lásu guðsorð. Ætluðu marg- ir komin heimsslit. Heyrðust inir sömu brestir eftir að upp birti, og héldust við löngum um vorið. En það var efni í, að Hekla spjó eldi og sandi sem ákaf- legast. Kom hríð eftir sandfallið í Skagafirði og Húnavatnsþingi, svo mik- il að varaði nær viku. Rak þá inn ísinn svo mjög, að hafþök urðu fyrir norðan land, og bönnuðu fiskibjargir allar. Tók sá ís frá Látrabjargi á Vestfjörð- um, og svo norður og austur fyrir land- ið, og að sunnan allt að Reykjanesi. Féll síðan mjög peningur hjá þeim, er áttu, en sá varð gagnslaus er eftir tórði, að mestu. Hímdu peningar, þegar upp tók snjóinn og fengu ekki gras fyrir sandi. Urðu af því in mestu harð- indi og fellir fyrir norðan land, og kol- felldu sumir allt, og lá mörgum sveit- um við eyðingu. Var þá kallað sand- vorið. Gekk þá fjársýkin (kláðinn) yfir í Skagafirði og vestur um land, en lítt gætti þar fellis af henni, því að peningar féllu þar unnvörpum af sulti og megurð. Voru þar dauflegar tíðir, er sandfallið og fjársýkin sótti að senn og bóla gekk. Var reykur svo mikill úr Heklu fram á sumar, að sól var að sjá daglangt sem járn eldrautt úr afli. (Árbækur Espólins). GUNNHILDUR YNGRI dóttir Jóns Hjaltalíns Oddssonar sýslumanns (er var seinasti ábúandi á Reykjavík), átti Sören Davíðsson Grönager, danskan mann og reipslag- ara. Gunnhildur var svarkur mikill. Hún fór utan á dögum Friðriks kon- ungs fimmta og gekk fyrir konung í íslenzkum kvenbúningi. Sagði konung- ur svo, að honum þótti búnaðurinn sé- legur, nema kápan svarta og sykur- toppurinn. Svo kallaði hann faldinn. Hún bað konung um tvær bónir: að móðir sín, er ekkja var, fengi viður- lífispeninga, og bóndi sinn hamp út- færðan árlega til íslands til færaspuna, og heyrði hann mildilega báðar. (Ár- bækur Espólíns). GRAFIÐ í KORMÁKSHAUG Friðrik konungur III. fól séra Þor- keli Arngrímssyni, föður Jóns biskups Vídalíns, að rannsaka hvort málmar fyndist á íslandi. Það mun hafa verið á árunum 1656—57. Með honum var þá Pétur „bergmaður norskur. Hann gróf í Kormákshaug í Melsnesi, sem enn má sjá ferkantaða gróf eftir, og er sagt að snemmendis morguninn eftir hljóp hann sem ær væri frá Mel út í nesið og mokaði moldinni ofan í aftur.“ (Sögn Grunnavíkur-Jóns). N A K 10 9 6 2 V 8 ♦ K 6 4 AÁ952

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.