Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 561 Reykjavík. Alls höfðu borizt ljóð frá 18 höfundum (16.) Prófessor Einar Haugen kom hingað til stuttrar dvalar. Hann er prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum (16.) Jóhann Frímann hefir verið settur skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akur- eyri (16.) Sendiherra Noregs, hr. Torger And- erssen-Ryst, hefir verið hækkaður í tign og er nú „ambassador" (16.) Nýtt útgáfufélag, Almenna bókafé- lagið, var stofnað og hefur allsherjar bókaútgáfu á þessu ári (16.) Georg Means, aðalritari Rotary-fé- laganna, kom í kynnisför til lands- ins (17.) Dr. Kristinn Guðmundsson utanrík- isráðherra, Hermann Jónasson alþm. og Einar Ingimundarson alþm. fóru til New York að sitja allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna (20.) Kaj A. Svanholm, danskur maður í Brazilíu, sendi Náttúrugripasafninu að gjöf hami af ýmsum þarlendum dýr- um. Ennfremur fékk safnið bókagjöf frá Mr. James Whittaker í Lond- on (20.) Verkamennirnir á Akureyri, sem fóru til Grænlands, komu heim aft- ur (20.) Milliþinganefnd Norðurlandaráðs kom saman í Reykjavík til að ræða um bættar samgöngur milli landanna. Ekki var loftferðasamningurinn rædd- ur þar (22. og 23.) Ólafur Þ. Kristjánsson var settur skólastjóri Flensborgarskólans í Hafn- arfirði (25.) Henrik Seyffarth, norskur læknir, kom hingað og hélt fyrirlestra um or- sakir ofþreytu (27.) Gunnar Bjarnason var skipaður skólastjóri Vélstjóraskólans í Reykja- vik (27.) Dr. Kristinn Guðmundsson utanrík- isráðherra, tók við formennsku í Norð- ur Atlantshafsráðinu (27.) Hanna Friðriksdóttir framkvæmda- stjóra Sigurbjörnssonar í Reykjavík, lauk einmenningsflugprófi. Hún er 19 ára (27.) Heilbrigðismálaráðherra Ingólfur Jónsson, skipaði nefnd til að gera til- lögur um framtíðarskipan lyfjafræða- kennslu (28.) Héraðsskjalasafn Skagfirðinga fékk að gjöf bréf og handrit Magnúss Jóns- sonar, gamals Skagfirðings, er andaðist vestan hafs. Flutti Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltr. safnið hingað heim (28.) Varnarliðið hefir afhent Flugbjörg- unarsveitinni tvo snjóbíla að gjöf (29.) Ólafur Lárusson prófessor hefir ver- ið kjörinn heiðursdoktor í lögum við háskólann í Helsinki (30.) ÝMISLEGT Járnprammi sást á reki vestur af Vestmanneyum og var talinn hættu- legur siglingum. Vb. Erlingur IV. fór þá á staðixm, náði prammanum og dró til hafnar. Þótti það góð „veiði“. — Pramminn er 20 m á lengd, 7 m á breidd og mjög verðmætur, en enginn veit hvaðan hann er kominn (1.) Verðlaun voru að vanda veitt fyrr fegursta húsagarð í Reykjavík. Var það að þessu sinni garður við Otrateig 6, eign hjónanna Þóru Magnúsdóttur og Guðmundar Jónssonar lögreglu- manns. Níu aðrir garðar fengu viður- kenningu. En yfirleitt var garðagróður nú með lélegra móti og eins hirðing garða vegna inna sífelldu votviðra (2.) Sendiherra Dana afhenti Slysavarna- félagi íslands 10 þús. danskar krón- ur að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir björgun danska mælingaskipsins „Ternen", sem strandaði í Mávabót í sumar. Þeir sem unnu að björguninni fengu heiðursmerki (3.) Lauk verkfalli verkakvenna í Kefla- vík og á Akranesi (4.) Vöxtur hljóp í Skaftá og er talinn stafa af jarðhita undir Vatnajökli. — Lagði megna brennisteinsfýlu af vatn- inu og barst hún alla leið norður um Þingeyar- og Eyjafjarðarsýslu (7.) Gengu í gildi reglur um akstur bif- hjóla. Fá nú ekki ökuleyfi þeir, sem yngri eru en 16 ára (9.) Svertingjakvartett, Delta Rhytm Boys, kom hingað og söng mörgum sinnum (10.) Tilraunir voru gerðar með síldar- botnvörpu, svonefnda Larsensvörpu (11.) 8540 nemendur í Reykjavík munu sækja skyldunám í vetur (16.) Laxveiði varð meiri í sumar en á undanförnum árum (17.) Það lá við að hjónaband þeirra færi út um þúfur, vegna þess að Jón frændi var á heimilin^. Hann hafði verið hjá þeim í 10 ár, alltaf jafn önugur og vanþakklátur. Að lokum dó hann. Á leiðinni frá jarðarförinni sagði maðurinn við konu sína: — Elskan mín, ég verð að gera eina játningu. Ef ég hefði ekki elskað þig jafn heitt og ég geri, þá hefði ég fyrir löngu rekið hann frænda þinn af heim- ilinu. Konan rak upp stór augu. — Frænda minn! hrópaði hún. Ég hef alltaf haldið að hann væri frændi þinn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.