Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 56Ö ( laugur: „Það er nú vel að við höfum I fundizt.“ Hrafn kvaðst það eigi lasta mundu, — „og er nú kostur, hvor er þú vill“, segir Hrafn, „að vér berjumst allir eða við tveir, og aé jafnmargir hvor- ir“. Gunnlaugi kveðst vel lika, hvort að heldur er. Þá mæltu þeir frændur Hrafns, Grímur og Ólafur, kváðust eigi vilja standa hjá, er þeir berðist. Svo mælti og Þorkell svarti, frændi Gunn- laugs. Þá mælti Gunnlaugur við leiðtogana jarls: „Þið skuluð sitja hjá og veita hvorugum og vera til frásagnar um fund vorn“. Og svo gerðu þeir. \ Siðan gengust þeir að, börðust fræknlega allir. Þeir Grimur og Ólaí- ur gengu báðir i mót Gunnlaugi ein- um, og lauk svo þeirra viðskifti, að hann drap þá báða, en hann varð ekki sár. Þeir Hrafn sóttust meðan og Þor- kell svarti, frændi Gunnlaugs, og fell Þorkell fyrir Hrafni og lét lif sitt, og allir fellu förunautar þeirra að lykt- um, Og þá börðust þeir tveir með stórum höggum og öruggum atgang, er hvor veitti öðrum, og sóttust einart í ákafa. Gunnlaugur hafði þá sverðið Aðalráðsnaut, og var það ið bezta vopn. Gunnlaugur hjó þá um síðir til Hrafns mikið högg með sverðinu og undan Hrafni fótinn. Hrafn fell þó eigi að heldur og hnekkti þá að stofni einum og studdi þar á stúfinum. Þá mælti Gunnlaugur: „Nú ertu óvigur“, segir hann, „og vil eg eigi lengur berjast við þig, örkumlaðan mann“. Hrafn svaraði: „Svo er það“, segir hann, „að mjög hefir á leikizt minn hluta, en þó mundi mér enn vel duga, ef eg fengi að drekka nokkuð.“ Guimlaugur svaiar: „Svik mig þá eigi“, segir hann, „eí eg færi þér vatn í hjálm mínum“. Hrafn svarar: „Eigi mun eg svikja þig“, segir hann. Siðan gekk Gunnlaugui- til lækjar eins og sótti í hjálminum og færði Hrafni, en hann seildist í mót inni vinstri hendinni, en hjó í höfuð Gunn- laugs með sverðinu inni hægri hendi, og varð það allmikið sár. Þá mælti Gunnlaugur: „Illa sveikstu mig nú, og odrengilega fór þér, þar sem eg Irúði þér.“ l Hrafn svarar: „Satt er það“, segir hann, „en það gekk mer til þess, að eg ann þér eigi faðmlagsins Helgu inn- ar fögru.“ Og þá börðust þeir enn í ákafa. En svo lauk að lyktum, að Gunnlaugur bar af Hrafni, og lét Hrafn þar líf sitt. Þá gengu fram leiðtogar jarlsins og bundu höfuðsárið Gunnlaugs. Siðan bjuggu þeir um dauða menn og færðu Gunnlaug á hest sinn eftir það og komust með hann allt ofan í Lífangur. Og þar lá hann þrjár nætur og fekk alla þjónustu af presti og andaðist síðan og var þar jarðaður að kirkju. Þannig lauk viðskíftum þeirra. Bein Gtinnlaugs ormstungu hvíla i Liíangri, en það er lítið þorp ínn undir botni Þrándheimsfjarðar að sunnan. En h'klegt er að beina Hrafns og hinna átta, er fellu á fundínumj sé að leita þar sem þeir börðust. Menn munu tæplega hafa haft fyrir því að flytja lík þeirra til greftrunar að kirkju, þar sem um útlendinga var að ræða. En hvar mundi þá beina þeirra að leita? Hvar börðust þeir Gunn- laugur og Hrafn .? Lénsmaðurinn í Veradal, Jon Suul, hefir rannsakað þetta og þyk- ist hafa fundið staðinn eftir lýs- ingum sögunnar. Ritaði hann um þetta grein, er birtist í „Verdal Historielags árbok“ og er hér út- dráttur úr þeirri grein. ★ Engar sagnir eru lengur hér um slóðir um það hvar þeir Gunnlaug- ur ormstunga og Skáld-Hrafn háðu hólmgöngu sína út af Helgu inni fögru. Mafgar aldir og Svai’tidaifði hafa sjálfsagt valdið því að atburð- urinn er fallinn í gleymsku. En ef t- ir að sagan varð kunn hér á fyrri öld, hefir áhugi fyrir þessu vaknað. Margar getgátur hafa komið fram um hvar hólmgangan muni hafa verið háð, en á þeim hefir verið lítið að græða þar sem þær komu frá mönnum, er ekki voru kunn- ugir hér og höfðu ekki rannsakað málið. - Við rannsóknir mínar á fornum vegum í Veradal, er lauk 1932, hafði ég komizt að þeirri niður- stöðu, að staðarins þar sem hólm- gangan var háð, yrði að leita hjá elzta veginum yfir Súlufjall. En nálcvæmari rannsókn drógst þó á langinn. Eftir margra ára yfirvegun og upplýsingar frá kunnugum mönn- um, er ég bar saman við staðþekk- ingu mína, frásagnir sögunnar og fyrri getgátur um hólmgöngustað- inn, lagði ég svo leið mína upp til fjalla haustið 1946 til þess að rarm-< saka þetta betur. Þá komst ég að þeírri niðurstoðu, að nesið, sem gengur fram í Skála- vatn að norðan, hljóti að vera hólmgöngustaðunnn. Nes þetta er um 150 m langt, 10—20 m breitt og 4—5 m hærra en vatnið. Það er flatt og þar er fastur jarðvegur og standa þar nokkur birkitré á dreif, Nöfnin Dinganes og Gleipnis- vellir, sem nefnd eru í sögunni, þekkjast nú eigi lengur, Þau hafa eflaust fallið í gleymsku og önnur nöfn komið í staðinn. Staðháttum virðist hér bera vel saman við það hvernig þeim er lýst í sögunni: tvö vötn með (slétt- um) velli á milli og nes út í annað vatnið. Staðurinn er heldur ekki lengra frá Súlu en svo, að Gunn- laugur hefði vel getað gengið þá vegarlengd um nóttina. Auk þess er nesið rétt við gamla þjóðveginn, og rétt austan við vatnaskil á Kili, en það hafa verið hin eðhlegu landamerki milh Þxándhexms og Sviþjóðar eða Jamtalands. Er stað- urinn því austan við ríki Hlaða- jarls. Vötnin tvö, sem sagan getur um, held ég að sé vötn þau er nú nefn- ast Skalsvatnet og Björsjöen. — Sléttu vellirnir milli þeirra ætti þá að vera Mærraskalvollene. Nesið, sem ég hefi bent á, er nú nafn- Á, völlunum hafa fyrrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.