Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 11
f tESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57S FRELSI OG ÞEGNSKAPUR ÞETTA er útdráttur úr ræðu eftir einhvern fremsta kennimann Banda- ríkjaiina, Hárry Emerson Fogdick. Ræðu þessa flutti hann í Riverside- kirkjunni í New York, og það vildi svo einkennilega til, að það var einmitt sama daginn sem Japanar gerðu árásina á Pearl Harbour. En ræðan á erindi til alira manna á öllum tímum. glNHVER sterkasta þrá manns- ins er að vera frjáls, fá að ráða gerðum sínum, mega tala eins og honum líkar og brevta eins og hon- um líkar. Vér verðum þessa varir þegar hjá börnunum, og hins sama verðum vér varir hjá heilum þjóð- um, sem hafa orðið fyrir þeirri ó- gæfu, að vera sviftar frelsi. Það er hræðilegt að vera ófrjáls. Og helzta barátta mannkynsins hefir ætíð verið að brjóta af sér hlekki og reyna að verða frjálst. En alls staðar gætir ins sama, jafnt í þjóðlífi sem einkalífi, alls staðar kemur fram þrá mannsand- ans eftir frelsi, og það er undirrót allrar baráttu. En hér er einhver hængur á. Fjöldi manna veður í auðæfum og hefir því fengið efna- legt sjálfstæði, en fer með það í hundana. Allur f jöldi unglinga hef- ir málfrelsi, en kann ekki með það að fara. Fjöldi þjóða hefir fengið sjálfstæði og frelsi, en kann þó ekki með það að fara, því að það færir þeim hvorki gæfu inn á við, né frið út á við. Vér berjumst þangað til vér höfum fengið sjálf- stæði og frelsi, en kunnum svo ekki með það að fara, beitum því sjálf- um oss til óþurftar. Menn gleyma því, að frelsið get- ur aldrei verið eitt sér. Því verður að fylgja þegnskapur. Frelsi og þegnskapur eru tvíburar, og verða að fara saman. Og það fer illa fyr- ir hverjum manni ög hverri þjóð, sem hyggst njóta frélsisins eins, án þess að hugsa um þegnskapinn — skyldur þær, sem frélsinu fylgja. Páll postuli var boðheri frelsis. Allur heimurinn er yðar, sagði hann í 1. bréfinu til Korinthu- manna. „Allt er yðar, hvort heldur Páll eða Appollós eða Kefas, eða heimur, eða líf, eða dauði, eða ið yfirstandandi, eða ið komandi. Allt er vðar, en þér eruð Krists, en Kristur guðs“. Gallinn á oss er sá, að vér tileinkum oss aðeins fyrra hluta textans, en göngum fram hjá niðurlaginu. Vér berjumst fyrir því, sem vér eigum, en glevmum því hverju vér erum háðir. Frelsið er eftirsóknarvert — skyldurnar óþægilegar. Getum vér því ekki komizt af með annað? Getum vér ekki klofið textann og sleppt nið- urlaginu? Það væri gleðilegt ef líf- ið segði við oss: Allt er yðar. En það er alvarlegra er lífið segir: Og þér eruð Krists. En hvar sem maður svipast um á sviði mannlegs lífs, sjáum vér að allur textinn er nauðsynlegur. Tökum til dæmís vísindamennina. Þeir vilja hafa fullkomið frelsi. Ef nokkrir menn vilja hafa full- komið frelsí, þá eru það vísinda- mennirnir, fullkomið frelsi til þess að hugsa og álykta. En þó ekki frelsi án skyldu. Minnist þess hvað Carlyle sagði um þetta: „Sannleik- ann — þó að himnamir moli mig fyrir að leita hans“. Böðorð vís- indanna er: Allt er vðar, ög þér eruð sannleikans. Vér skulum skygnast um víðar. Allir erum vér á móti líférnis- reglum. Hvefs vegna skyldi sið- gæðiskenningar hamla oss frá þvi að gera eins 0g öss sýnist? Ver þol- um það ekki. Vér viljum hafa frelsi til þfess að gera eins og oss þóknast. Þessi skoðun hefir magn- azt mjög á seinni árum. En hver sem fylgir henni út í æsar, mun reka sig illilega á. Það hefir inar hörmulegustu afleiðingar að sækj- ast eftir frelsi, en glevma skyldun- um. Sumir reka sig á þannig, að þeir finna, að með þessu framferði hafa þeir gert öðrum hræðilega rangt. Þá bítur samvizkan, og þeir líta aldrei framar glaðan dag. Aðrir reka sig á þannig, að breytnin verður hjá þeim að vana, sem þeir geta ekki losnað við, þótt þeir fegnir vildu. Með því að nota frelsið eftir eigin geðþótta, eru þeir áður en varir orðnir þrælar vanans eða illra tilhneiginga. Eða eins og sagt hefir verið: „Það eru aðeins tvö tímabil í ævi drykkju- mannsins. Fyrst er hann gat hætt ef hann vildi, og annað, þegar hann vildi hætta ef hann gæti“. Vér erum þannig gerðir, að frelsi án þegnskapar, verður oss að falli. Þetta er kjarni málsins. Frelsið eitt sameinar ekki, það tvístrar. í þjóðfélögunum skapar það ein- ráða og ábyrgðarlausa menn, sem gera aðeins það sem þeim sjálfum gött þykir. Hjá einstaklingum skapar það tilhneigingu að gera sitt á hvað, allt éftir því sem þeim þyk- ir héftta í þaftft Og þann svipinn. Frélsið eitt sameinar ékki til á- kveðinnar stefftu að föstu mark- miði í lífinu. En það gerir þegn- skapurinn. „Allt er yðar“ — sú kenning ein sundrar oss. „Og þér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.