Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS /'^ 571 halanum blátt áfram legði undan því, eins og reyk undan vindi. En þrýstingurinn er svo lítill, að það eru ekki nema hin allra léttustu efni, sem láta undan honum. Nú er það kunnugt að alltaf slitnar eitthvað úr halanum þegar halastjörnur eru í nánd við sól, vegna aðdráttarafls hennar. Þetta fer allt „út í veður og vind“, og þess vegna er alltaf að styttast hal- inn á þeim stjörnum, sem hafa styzta sporbraut og koma því oft- ast í námunda við sólina. Mönn- um er kunnugt um allt að 800 hala- stjörnur, er koma á skemmra fresti en 12 árum. Halley-halastjarnan kemur hingað reglulega á 77 ára fresti, og menn hafa tekið eftir því, að enda þótt hún sé enn björt, þá er þegar farið að draga úr ljóma hennar. Halastjörnurnar eyðast á þenn- an hátt, en menn hafa líka orðið þess áskynja, að þær geta tvístrast. En hvað verður þá um halastjörnu, sem tvístrast? Vísindamenn eru nokkuð á einu máli um, að hún leysist upp í straum smáagna, sem berst umhverfis sól eftir sömu braut og halastjarnan hafði. Þetta sannast á því, að þegar jörðin fer í gegn um sporbaug þeirrar stjömu, þá verður glæsilegt stjömuhrap. - ★ - Hvaðan eru halastjörnurnar? Já, vísindamönnum þætti nú vænt um ef hægt væri að leysa þá gátu. Eftir því sem menn bezt vita, þá er engin þeirra upp runnin úti í geimnum. Það ráða menn af göngu þeirra og eins af hinu, að engin þeiira fer með svo miklum hraða að hún geti komizt út fyrir áhrifa- svæði sólarinnar. Ekki vita menn með neinni vissu hve margar halastjörnur eru iiman sólhverfis vors. Þar verður ágizkun ein að ráða, og samkvæmt henni ætti þær að skifta hundruð- um þúsunda. Margar getgátur hafa komið fram um uppruna þeirra, en enga þeirra telja vísindamenn fullnægj- andi. Sumir halda að þær sé mvnd- aðar úr ryki, sem hafi orðið utan- veltu þegar sólhverfið var að skapast. Um þetta er ekkert hægt að segja, því að vér vitum ekki einu sinni hvernig sólhverfið skap- aðist. Það eru einnig harla litlar líkur til þess að ryk, sem dreift var víðs vega, hefði getað dregið sig saman og myndað halastjörn- ur. Og svo er einnig á hitt að líta, að brautir jarðstjarnanna eru svo að segja í sama fleti, en brautir halastjarnanna sitt á hvað. Sumir hafa gizkað á að þær sé úr ryki, sem sólin hafi dregið að sér utan úr geimnum, en sú til- gáta hefir ekki fengið fylgi. Eigi vilja vísindamenn heldur fallast á þá tilgátu að þær sé úr gosefnum frá ógurlegum eldgígum á Júpiter eða Satúrnusi. Þessir stóru hnettir hafa gríðarlegt aðdráttarafl, og ef efni úr þeim hefði átt að komast út fyrir áhrifasvæði þeirra, mundi það hafa orðið að fara með svo miklum hraða að það hefði hlotið að brenna og verða að engu vegna loftþrýstingsins áður en það kæm- ist út fyrir aðdráttaraflssvið hnatt- anna. Þótt miklar sprengingar verði í sólinni, þá er aðdráttarafl hennar svo mikið, að óhugsandi er að nokkurt efni komist undan því. Og það er einnig harla ólíklegt, að halastjörnur sé myndaðar úr efni tveggja smástirna, sem hafi rekizt saman Menn vita því blátt áfram ekk- ert um hvenær, hvar né hvernig halastjörnur hafa skapazt, hvort sem þeim tekst að uppgötva það síðar með nýum stjörnusjám og nýum rannsóknar aðferðum. ................................................................................. ' Það var afmælisdagur frænku og Sigga litla færði henni falleg- an blómvönd. Frænka þakkaði henni fjarska vel fyrir en fór svo að sinna öðrum gestum. Eft- ir nokkra stund kallaði Sigga hana á einmæli og sagði:' — Pabbi gaf mér 30 krónur til að kaupa blómin og svo valdi ég þau sjálf. — Já, þú kannt að velja. Þetta eru ljómandi falleg blóm. — En þau kostuðu ekki nema 27 króftur. Átt þú þá ekki líka að fá þrjár krónurnar, sem af gengu? ----o---- Kennarinn var að segia börn- unura frá því hver liefði fundið þvnedarlögmálið, og hvert væri eðli þess, bar á meðal að það varnaði þvi að menn dyttu út af iörðinni. Og svo spurði hann hvort bömin vildu spvrja nokk- urs. Lítill drengur spurði: — Hvað hélt mönnum föstum við iörðina áður en þyngdarlög- málið fannst? ----o---- Villi litli var ekki nema fimm ára og honum sárnaði að allir voru að tala um hvað systir hans væri stór, Einu sinni var hann á gangi með mömmu sinni úti á götu og teygði þá úr sér til þess að vera sem mannalegastur. Svo spurði hann mömmu: — Hvað heldurðu að ég gæti verið gamall? Hún vissi hvað honum kom og sagði því: — Þú gætir vel verið sjö ára. Það þótti Villa ákaflega vænt um og hann vildi launa mömmu sinni þessa ku-misi með því að vera kurteis við hana líka, svo hann sagði: — Og þú mamma, gætir vel verið hundrað ára. ----o---- Mamma var að Svfta Jónsa fyr- ir að hann hefði glevmt því, sem hún hafði sagt honum að gera. En Jónsi þóttist ekkert muna. — Hvað, manstu það ekki? sagði mamma. — Nei, en ég man vel að ég hefi gleymt því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.