Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Page 1
33. tbl.
XXXI. árg.
Sunnudagur 16. sept. 1956.
Bjarni M. Gislason:
Handrifin og norrœn samvinna
BJARNI M. GISLASON rithöfundur er nýlega kominn heim til Dan-
merkur úr rúmlega þriggja mánaða íyrirlestraferð um Noreg, Finn-
land og Svíþjóð. Töluðu blöðin mikið um þessa för hans og bók hans
um handritamálið, einkum í Noregi og Finnlandi. Þar tóku öll blöðin
í þann strenginn, að ísland ætti að fá handritin aftur. Létu blöðin
mikið yfir þekkingu Bjarna á norrænum málefnum og sagði t.d. „Huf
udstadsbladet" i Helsinki, að Bjarni muni vera einhver margfróðasti
menningarfrömuður, sem Island hafi á að skipa á framandi grund.
í ritgerð þeirri, sem hér fer á
landa til handritamálsins.
iJiIL ERU þeir menn, sem álíta
norrænt samstarf gagnslaust
eins og það nú er og telja það aðal-
lega fólgið í orðagjálfri á skemmti-
samkomum. Þó er alltaf verið að
hamra á norrænni samvinnu og
vináttu Norðurlandaþjóða. Er þá
bent til þess hve skyldar þjóðirnar
séu, þær eigi sameiginlega erfða-
menningu, tungur þeirra sé af
sömu rót o. s. frv.
Þetta á þó ekki við um allar þær
þjóðir, sem sjálfsagðar eru til að
taka þátt í norrænni samvinnu.
Finnar tala tungu, sem er alveg
óskyld hinum Norðurlandamálun-
um. Meðan Eistland var frjálst,
kappkostaði það að efla gömul og
ný menningarsambönd við Norður-
lönd. Og í Suðurslésvík er danskt
eftir ræðir Bjarni um afstöðu Norður-
þjóðarbrot, sem örlögin hafa leikið
svo grátt, að það hefir nær alveg
glatað móðurmáli sínu, talar nú
fremur þýzku en dönsku. En tví-
mælalaust eiga íbúar Suðurslés-
víkur og Eistlands samstöðu með
Norðurlandaþjóðtmum.
1" ítum á sögu Þjóðverja. Þessi
mikla þjóð, sem alið hefir
einhverja mikilhæfustu gáfu-
menn og snillinga heimsins, hefir
um langt skeið treyst á valdið. Hún
hefir treyst meira á sigur vopn-
anna, en sigur mannsandans í
friði. Saga hennar er keðja ótal
sigra á vígvöllum — en þó hefir
hún alltaf verið að tapa.
Forsögu Norðurlanda svipar til
þessa. Harðstjórn og valdbeiting
eru einkenni hennar. Einvaldir
konungar og hershöfðingjar unnu
mikla sigra, en voru þó alltaf að
tapa.
En þá fyrst hefst sigursaga Norð-
urlanda er fram koma menn eins
og Grundtvig og Rasmus Kristian
Rask í Danmörk, Vergeland og
Ivar Aasen í Noregi, Snellmann og
Olof Fraudendal í Finnlandi, Jón
Sigurðsson á íslandi og Hammers-
haimb í Færeyum. Þessir