Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 2
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unnu enga áhlaupasigra, en aldrei andaði svo kalt, að hugsjónir þeirra gæti kalið. Og enn í dag eru hug- sjónir þeirra að fletta sauðargær- unni af valdbeitingarmönnum og fá þá til að fyrirverða sig. Starf brautryðjendanna var margþætt og verður ekki rakið hér, en kjarni hugsjónar þeirra var sá, að það væri norrænu þjóðunum til blessunar að þær væri allar frjálsar og jafn réttháar. Það væri undirstaða norrænnar samvinnu og gagnkvæmrar norrænnar vináttu. Þetta hefir nú sannast og þetta hef- ir aukið trú manna á það, að hver þjóð hafi rétt til þess að guðs og manna lögum að lifa sínu eigin menningarlífi. En þrátt fyrir þetta eru Norður- Tandabúar engir englar. Allar þjóð- ir og allir menn hafa sína bresti, og svo er hér. Ósjaldan hefir þjóð- ernisbarátta íslendinga snúizt til haturs gegn Dönum, þröngsýni og jafnvel apaskapar. Á hinn bóginn hefir það ekki reynzt þrautalaust að kveða niður drottnunaranda gamallar yfirráðaþjóðar eins og Dana. Og enn ríkir nokkuð af yfir- ráða ofstækinu meðal þeirra. Þess verður þó ekki vart í fari alþýð- unnar. Þjóðin er ekki sýrð af yfir- drottnunaranda, heldur leynist hann sem þykkja í hugskoti sér- stakra manna. Og þegar hugsjóna- menn nýrrar aldar fara fram á að fullt réttlæti sé sýnt þeim, er áður voru undirokaðir, þá kemur þetta svo óþægilega við hina steinrunnu menn, að þeir verða að reka upp öskur. Þetta kemur ljósast fram þegar rætt er um afhendingu íslenzku handritanna. Þar eru jákvæðu öflin í nánustum tengslum við lýðræðis- lega framþróun á Norðurlöndum og hugsjónir þeirra manna, sem börðust fyrir frelsi og jafnrétti allra norrænu þjóðanna. Og það mun koma í ijós, að heiðarleg uor- ræn samvinna hlýtur að verða tengd þeirri hugsjón, sem varð grundvöllur lýðræðisins. JTg' hefi nú ferðast um Norður- lönd til þess að kynna frænd- um vorum málstað íslands í hand- ritamálinu og til þess að kynna mér afstöðu þeirra til þessa máls. Varð eg ekki ósjaldan var við, að mörgum fannst það kasta skugga á Norðurlönd, að þetta mál skyldi óleyst enn, og væri það alveg í andstöðu við hugsjónir þeirra manna, er barist höfðu fyrir frelsi Norðurlanda. I Noregi og Finnlandi var ég ekki aðeins spurður, heldur þaulspurð- ur um þýðingu handritanna fyrir íslenzku þjóðina, hvernig þau hefði mátt verða þess valdandi að Is- lendingar varðveittu tungu sína og forna þjóðmenningu. Þessar spurn- ingar voru ekki sprottnar af ný- fíkni, eða meiri vináttuhug í garð Islendinga en Dana, heldur af heil-. brigðum hugsunarhætti, norrænum metnaði og andúð á öllu því, er hindrað getur eðlilega samvinnu Norðurlanda. Hér kom fram sá skilningur, að ef norræn samvinna á ekki að vera nafnið tómt og fikt við smámuni, þá megi engin þjóðin létu sér í léttu rúmi liggja helg- ustu málefni annara. Það er engum vafa bundið, að allar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgzt með deilunum um handrit- in, en sá er gallinn á að menn hafa ekki getað lesið nema dönsk blöð. En þess er þó skylt að geta, að vinsamleg afstaða þessara þjóða til handritamálsins, er að mörgu leyti frá Dönum runnin, því að í samhug þeirra með íslandi birt- ust svipuð sjónarmið og hjá lýð- skólunum í Danmörk. Það er eðli- legt, því að lýðskólahreyfingin danska hefir víðtæk áhrif um öll Norðurlönd. Þegar norrænu félögin hafa rabbað um gagnkvæmar 1 heimsóknir, og Norðurlandaráðið hefir fengið sér papptrskörfur und- ir afritin af ræðuhöldunum, þá hafa dönsku lýðskólamennirnir og fylgismenn þeirra tekið til yfirveg- unar þau málefni, sem mestu varða fyrir norræna samvinnu. Þegar handritin eru komin heim, ættu Is- lendingar að muna eftir þessu, þvi að þegar öllu er á botninn hvolft. þá hafa danskir menn lagt meira af mörkum til lausnar þessa máls heldur en íslendingar sjálfir. Eg hefi drepið á þessi atriði ti’ þess að benda á, að óvildin gagn- vart íslandi í handritamálinu e> persónuleg, liggur á sviði einkatil- finninga, en baráttan fyrir því að við fáum þau heim aftur er sam- eiginlegt norrænt málefni. Þetta er ekki aðeins einkamál íslendinga, heldur er það mál allra þeirra manna í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum, sem taka nor- ræna vináttu og samvinnu alvai- lega og óska þess að hún beri sem ríkulegasta ávexti. Þetta mál er í nánum tengslum við hina lýðræð- islegu framþróun, sem hefir rétt- lætið að markmiði. Vegna þessa var það alveg rétt að hafna tillögunni um skiftingu handritanna. Til eru þeir menn. sem stöðugt ala á því, að vér hefð- um átt að taka henni. Þetta er misskilningur, jafnvel frá sjónar- miði Dana. Það hefði verið að snið- ganga drenglyndi og heilbrigð reikningsskil í norrænum málum. Ef íslendingar hefði fallist á tillög- una, hefði þeir ekki aðeins svikið sjálfa sig, heldur og alla vini sína á Norðurlöndum sem telja handrita- málið réttlætismál. Það er ekki heilbrigð norræn samvinna að sniðganga málin af ótta við að ræða þau, eða reyna hrossakaup til þess að styggja ekk? einstaka menn. Þá lýtur glíman engum reglum, engu lögmáli, er báðir virða. Þá &ru það stympingar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.