Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 519 Svartur sauður í merkri ætt Hafnar gæði oft um of óskum manna svala. Sig. Breiðfjörð. M ALDIR stunduðu íslenzkir menntamenn háskólanám í Kaupmannahöfn, því að háskólinn þar var þá jafnframt háskóli ís- lands. Hefir mikið verið ritað um það hve drjúg hafi orðið íslenzku þjóðinni þau menningaráhrif, er þessir menn urðu þar fyrir. En um hitt hefir verið minna talað hve dýru verði þetta var keypt, vegna þess hve margir íslenzkir námsmanna sukku til botns í dreggjahaf Kaupmannahafnarlífs- ins. Menn hafa veigrað sér við að lýsa því, enda er sú saga þyngri en tárum taki. Stórborgarlífið var ólíkt fásinni því, er íslenzku heimaalningarnir komu frá. Og áður en þeir vissu hót af, voru þeir komnir inn í hringiðu gjálífis og óreglu, sem þeir gátu ekki losnað úr aftur. Voru það ekki inir lítilsigldustu er einkum lentu á ógæfubrautum, heldur jafnvel in mestu mannsefni, stórgáfaðir menn, sem hefði getað orðið landi sínu og þjóð til mikils gagns og sóma, ef þeir hefði ekki orðið ofurseldir álögum léttúðar og óreglu. Enginn veit tölu þeirra, er liðu skipbrot þarna einmitt í þann mund er óskadraumar þeirra að verða að manni, virtust vera að rætast. Enginn hefir talið saman hve mikið varð manntjónið meðal ungra og glæsilegra íslenzkra námsmanna í Höfn. Það er sú sorg- arsaga, er menn kynoka sér við að rifja upp. Mönnum hefir orðið tíðrætt um þau áföll, sem íslenzka þjóðin hefir orðið fyrir af drep- sóttum, harðindum, eldgosum, illri stjóm og verslunaránauð. En hvsr veit nema það áfallið hafi orðið stærst og þyngst, hve margir ungir gáfumenn fóm í hundana, þegar þeir fóru utan til að leita sér menntunar og frama. skrípaleikur, fikt við yfirdrepskap, er skapar tvídrægni, hik og tor- tryggni meðal manna. Slík vinnu- brögð eru ekki samboðin norræn- um frændum og vinum. JJandritamálið er í dag sam- norrænt mál. Það er í nánum tengslum við hugsjónir frelsis- mannanna, sem eg nefndi áður, og skilningi á því, að þótt þjóðirnar sé nú frjálsar, þá getur engin þeirra verið sjálfri sér nóg. Örlög þeirra eru samtvinnuð og samofin. Þess vegna verður norræn samvinna að byggjast á réttlæti, gagnkvæmu réttlæti, sem verður til gagn- kvæmrar blessunar. Þjóðirnar verða að standa sam- einaðar um að brjóta niður gömul valdboð og einstrengingsskap, hvort heldur þetta er að finna sunnan landamæra Danmerkur í Suðurslésvík, í baráttunni við að endurreisa norskuna, að skapa nor- rænan grundvöll að sambúð Svía og Finnlendinga í Finnlandi, að ryðja braut varanlegri og vinsam- legri sambúð Dana og Færeyinga — eða skila íslandi handritunum aftur. Þá eflum við og styrkjum sigur- þráðinn í sögulegri þróun Norður- landa, og þá munu engin neikvæð öll geta riðlað samfylkinguna, né hindrað að réttlætið sigri. JJaustið 1728 varJð sviplegt sjó- slys á ísafjarðardjúpi. — Drukknaði þar presturinn á Eyri í Skutulsfirði, séra Teitur Pálsson og 8 menn með honum. Þeir höfðu farið á teinæringi norður í Aðal- vík til þess að sækja rekavið. Söfn- uðu þeir þar saman öllum þeim stærstu trjám, er þeir gátu fund'ð og gerðu úr fleka mikinn, er þeir hugðust hafa í eftirdragi yfir Djúp- ið. Þeir lögðu á stað úr Aðalvík 15. september, um miðjan dag, en voru skammt komnir þegar á brast snögglega fárlegt stórviðri af austri. Hefir ekkert til bátsins eða mannanna spurzt síðan. En flekann leysti sundur og rak síðar stórtrén úr honum víða að landi á Vest- fjörðum og allt suður á Rauða- sand. Segja munnmæli, að mörg skip hafi verið smíðuð úr trjám þessum, en að þau hafi öll farizt með undarlegum hætti. Teitur var um fimmtugt er hann lézt. Hann lét eftir sig konu, Ragn- heiði Sigurðardóttur prests Jóns- sonar í Holti í Önundarfirði, og þrjú börn: Halldóru, sem seinna varð kona Ólafs Árnasonar sýslu- manns í Haga, og margar sagnir eru um; Magnús föður séra Mark- úsar stiftprófasts í Görðum; Jón, sem var aðeins 12 ára er faðir hans lézt, en varð síðar biskup á Hólum. Jón varð stúdent frá Skálholts- skóla 1735 og var veittur Otradalur 1740 og var þar í 15 ár. Á þeim tíma missti hann fyrri konu sína, Halldóru Sigurðardóttur. Árið 1755 fekk hann Gaulverjabæ í Flóa og fluttist þangað suður og þrem- ur árum síðar gekk hann að eiga Margrétu dóttur Finns biskups Jónssonar í Skálholti. Þau eignuð- ust sex börn. Elzt þeirra var Finn- i i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.