Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 4
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur, f. 1759 og látinn heita í höfuðið á afa sínum, biskupnum í Skálholti. Þá var Sigurður er seinna varð að- stoðarprestur séra Jóns Stein- grímssonar á Prestbakka og drukknaði í Geirlandsá. Þriðji sonurinn var Gísli, er varð kenn- ari á Hólum, bóndi þar og prest- ur, en seinast prestur að Stærra Árskógi; hann var talinn fjöllærð- ur maður, einkum í íslenzkum íræðum og fekk gott orð, enda þótt hann þætti féfastur og drykkfelld- ur. Fjórði sonurinn var Jón, er prestur varð að Auðkúlu; hann var mikill gáfumaður, andríkur kenni- maður og skáldmæltur. Dætur þeirra voru Sigríður er giftist séra Eiríki Vigfússyni í Reykholti, frænda sínum, og Katrín, er giftist Benedikt stúdent Vídalín á Víði- mýri, bróður þeirra Reynistaða- bræðra, sem úti urðu á Kili. Séra Jón Teitsson varð biskup á Hólum 1780, eflaust fyrir tilstuðlan tengdaföður síns. En hann naut ekki biskupsdómsins lengi, því að hann andaðist árið eftir. Honum er svo lýst að hann hafi verið „mikill vexti og ramur að afli, sem frændur hans, réttsýnn og ráð- vandur, ekki talinn mjög lærður, stiltur og vinfastur, en hafði ekki mikla mannhylli, ekki viðfeldinn né rausnsamur, var þó vel efnum búinn“. jpinnur Jónsson ólst upp hjá föður sínum í Gaulverjabæ, og þótti ið bezta mannsefni, gáf- aður vel og líklegur til að verða ætt sinni til sóma. Má vera að hon- um hafi verið sýnt of mikið dálæti vegna þess að hann hét í höfuðið á afa sínum, biskupnum í Skálholti. Hann mun hafa lært hjá föður sín- um íyrst, en veturinn 1777—78 var hann í skóla hjá Hannesi móð- urbróður sínum, sem þá var orðinn aðstoðarbiskup í Skálholti. Gaf Hariues honum góðan vitnis- burð um vorið fyrir námsgáfur og hve mikið hann hefði lært; gæti það nægt til stúdentsprófs í Skál- holti, en þó ekki til þess að setjast í háskóla. Séra Jón, faðir Finns, vildi að hann yrði prestur og skrifaði Hannesi biskupi um það og bað hann að stuðla að því. Segir hann í bréfinu að hann vonist til þess að Finnur geti tekið við Gaulverja- bæ eftir sig. Má vera að séra Jón hafi verið mannþekkjari og séð að þetta mundi vera bezt fyrir hann. En Finnur var snemma óráðhlít- inn. Hann vildi endilega lesa lög- fræði, hvað svo sem þeir faðir hans og móðurbróðir sögðu. Varð þá,svo að vera og var hann sendur utan og var næsta vetur í heimaskóla í Kaupmannahöfn hjá Einari Thor- lacíusi Bjarnasyni, er síðar varð preslur að Grenjaðarstöðum. Þar náði hann stúdentsprófi og var inn- ritaður í háskólann 1779. Og nú hefst ógæfuferill þessa unga og efnilega manns. Hann lend ir út í allskonar óreglu og velur sér að vinum þá er sízt skyldi. Koma þá fram í honum ýmsar skapveilur, ekki ósvipað því er séra Jón Steingrímsson segir í ævisögu sinni um Sigurð bróður hans. Hann er ekki maður til að standast freist- ingar stórborgarinnar og er tal- hlýönari þeim, sem leiða hann á glapstigu en hinum, sem vilja hon- um vel. Hann hugsaði ekkert um námið, en ætlaði þó að taka hsims- spekipróf 1781, en fell á því. Öllum vinum ættingja hans var sár raun að framferði piltsins, en fengu ekki að gert. Magnús Stephensen var þá í há- skólanum og skrifaði hann Hannesi biskupi 14. apríl 1782, að nú hafi Finnur aftur gengið upp til heim- spekiprófs og slampast í gegn. En hann sé kominn á vald slæmra fé- laga (og nefnir þar sérstaklega einn íslenzkan ólánsmann) og þeir hafi hann til hvers sem þeir vilji. Mun' ekki vera hægt að sporna við þessu nema með því móti að láta Finn fara til íslands, enda sé vanséð hverrar gæfu hann bíði með því að vera lengur ytra. „Hann les ekki eitt orð, og fái hann nokkurn skild- ing, tekur lotteríið og kannske aðr- ir, góðu nafni og rykti skaðlegir staðir, strax við honum. Þetta stingi þó ekki svo mikið ' ;-in, ef hann ekki héti Finnu . Þarna var ið tvíeggjaí 5 — ættgöfgin. Það er heiður i. _rlnn- ar, sem Magnús bar fyrir brjósti, því að ekki er sama hver það er, sem fer í hundana. Á hinn bóginn varð ættgöfgin Finni að fótakefli, því að hennar vegna gat hann feng ið lán hjá hinum og öðrum, þar sem menn þóttust þess vissir að biskupinn í Skálholti mundi borga fyrir dótturson sinn. Og meðan svo var, vildi Finnur alls ekki frá Kaupmannahöín fara. eir Skálholtsbiskupar munu hafa beðið Jón Eiríksson at> vera fjárhaldsmann Finns. Hvt mikið fé hann hefir fengið að heim- an, verður ekki sagt, en móðir hans mun hafa sent honum allt það er hún gat, því að hún brást honum aldrei í raunum hans, og sannast þar þau orð, er Matthías leggur Gretti í munn: „Enginn eins og móður átt né getur vin“. Vera má og að frændur hans og mágar hafi látið eitthvað af hendi rakna. Er allt fór það í óreglu, og þegar hér var komið hafði Jón Eiríksson al- veg slepþt hendinni af honum, vegna þess að hann réði ekki við neitt. Og enn seig á ógæfuhlið. í öndverðum maí 1783 skrifar Magnús Stephensen Hannesi bisk- upi og segir honum að skuldir Finns séu nú orðnar rúmlega 400 rdl., en hann hafi þó enn getað umflúið skuldafangelsi fyrir hjálp Jóns Ólafssonar frá Svefneyum. Hafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.