Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
525
hrökk skammt upp í skuldina við
konungsfjárhirslu. Skildu þau þá
hjónin, því að þau áttu ekki neitt
hæli. Fór Úlfdís fótgangandi heim
til foreldra sinna. En Finnur reið
norður til Víðimýrar á fund Bene-
dikts Vídalíns mágs síns og var
með honum um hríð. Þaðan fór
hann svo til Hóla á fund Gísla bróð-
ur síns. Var það þá ætlan Finns að
reyna að komast til Kaupmanna-
hafnar og kæra dóminn yfir sér
og freista þess að fá leiðrétting
mála sinna, og varð það að ráði,
eftir að hann hafði hitt mág sinn
og bróður. Var þó ekki árennilegt
að sigla, því að þá var hafinn ófrið-
ur með Dönum og Englendingum.
¥ón Espólin var nú orðinn sýslu-
" maður í Skagafjarðarsýslu
og bjó í Viðvík. Nú var það einn
morgun í áliðnum septembermán-
uði, að gesti bar þar að garði. Voru
þeir þar komnir Finnur sýslumað-
ur og Gísli bróðir hans á Hólum,
og með þeim Kristján launsonur
Finns, þá unglingur.
Erindi þeirra var að biðja Espó-
lín um vegabréf handa Finni til
Kaupmannahafnar, því að hann
langaði til þess að komast utan
með Hofsóss skipi, en enginn hafði
viljað gefa honum vegabréf vestra.
Var Finnur þá svo aðþrengdur, að
Espólín aumkaðist yfir hann, og
hét honum vegabréfi, þótt ekki
væri það löglegt, þar sem hann
hefði átt að hafa vegabréf úr Vest-
uramti. Urðu þeir bræður harla
glaðir við þetta og riðu þegar til
Hofsóss að biðja um far.
Þama fengu þeir skjótt góð er-
indislok, en settust þá að drykkju
og drukku fram í myrkur. Voru
þeir þá báðir orðnir mjög ölvaðir.
Vildi Finnur nú komast á stað og
ríða heim að Viðvík til þess að taka
vegabréfið og kveðja sýslumann.
En Gísli vildi sitja lengur. Varð
þeim þá mjög sundurorða bræðr-
um. Finnur sat á hestbaki og lykt-
aði deilunni þannig, að Gísli sló
í hestinn undir honum og sagði
honum að fara norður og niður.
Þeir Finnur og sveinninn lögðu
nú á stað og komu að Ártúnum.
Þar bjó hreppstjórinn. Finnur var
þá mjög illa haldinn af drykkjunni
og svo máttlaus, að hann gat naum-
ast setið á hestinum. Bað hann um
að fá að hvíla sig í Ártúnum, en
því var neitað. Riðu þeir þá suður
yfir ána, og keyrði Finnur þá hest-
inn sporum og reið sveininn af
sér. Hvarf hann brátt út í nátt-
myrkrið, en pilturinn komst að
Gröf til Benjamíns prests Jóns-
sonar og fekk þar gistingu um nótt-
ina.
Daginn eftir var farið að leita
Finns og fannst hann þá dauður í
Grafará. Hefir hann annað hvort
villst í myrkrinu, eða snúið aftur
í ölvímunni og ætlað til Hofsóss.
Segir Espólín að svo hafi verið sagt,
að líkið hefði verið „létt og óþrút-
ið“, og er það bending um að Finn-
ur hafi lengi lifað við þröngvan
kost. Líkið átti fyrst að flytjast til
Ártúna, en hreppstjóri neitaði
harðlega að það væri borið í bæ
sinn, og var þá farið með það til
Hóla. Og þar var Finnur grafinn
3. október.
Þannig lauk þá ævi hans. Er hér
engu við að bæta nema því, sem
Espólín segir um hann: „Litla hafði
hann mannhylli af alþýðu, seldist
sumt miður út en hann vann til,
en það var skaplöstur hans, að hann
sýndi stundum kænsku til að koma
ágengni fram þar sem hann treysti
sér, og varð þá berari í henni en
sumir aðrir, gerðist og drykkju-
gjarn og þá kvenhollur og ráðlítill,
og varð svo ber. En margt var
honum vel gefið“. Á. Ó.
S—^3®®®cr^J!
♦-----------—«
Mamma var að greiða sér og
Siggi litli horfði á.
— Ertu með hrokkið hár a
höfðinu, mamma? spurði hann
svo.
— Nei, þetta eru bylgjur, elsk-
an mín, svaraði mamma.
Þá leit Siggi á pabba sinn,
nauðsköllóttan, og sagði:
—Hvað er þá á höfðinu á
pabba — baðströnd?
Mannsi litli fekk að fara í
berjamó með mömmu og pabba.
Um kvöldið þegar heim var
komið, fekk hann berjaskyr með
rjóma. Honum hafði verið kenn-t
að þakka guði fyrir matinn í
hvert sinn, og að lokinni máltíð
spennti hann greipar og sagði:
— Þakka þér guð fyrir rjóm-
ann og skyrið. Berin tíndi ég
sjálfur,
— o —
Stína hafði fengið að fara í
kirkju og sá þar í fyrsta sinn
prestinn í fullum skrúða. Þegar
heim kom fór hún að segja frá:
— Og hugsaðu þér, það er
jólasveinn í kirkjunni.
— o —
Jónsi var ekki nema fjögurra
ára gamall þegar mamma fór
með hann 1 klrkju i fyrsta sinn.
Hún hafði vaðið fyrir neðan sig
og sagði honum éður, að það
væri harðbannað að tala í kirkj-
unni. Svo komu þau þangað og
allt gekk vel þangað til prest-
urinn steig í stólinn og byrjaði
ræðu sína. Þá rauk Jónsi upp
og kallaði:
— Uss, manni, það ar harð-
bannað að tala hér.
— o —
Bömin voru að leika jarðar-
för, en allt í einu rís sá dauði
upp og vill ráða nokkru um at-
höfnina. Þá byrstir systir hans
sig og segir:
— Ef þú ert dauður, þá ertu
dauður. Sá sem er dauður má
bara hósta.
*-----------------------------------«