Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
529
til hugar, að slík villimennska
gæti átt sér stað á 20. öldinni.
Margar langar nætur lá hann and-
vaka. Og þegar hann blundaði
hafði hann heyrt örvæntingaróp og
grát inna herleiddu, og samvizkan
nagaði hann.
Svo rak hvað annað. Hann hafði
verið skipaður í spellvirkja-her-
aveit og sendur til Rússlands með
henni. Þar höfðu ímyndanir hans
um „paradís verkamanna" koll-
varpast algjörlega. Hann sá að allt
sem honum hafði verið kennt og
hann trúað á, var lygi.
— Sovjetþjóðirnar eru frjálsar
og hamingjusamar! sagði hann og
hló kuldalega. Hversu oft hafði eg
ekki heyrt aðra segja þetta, og etið
það upp eftir þeim sjálfur!
Hvergi hafði hann orðið var við
hamingju í þessu landi, hvergi
'relsi. Alls staðar voru úttaugaðir
)g örvílnaðir vinnuþræiar. Það
var ekki svo jnikið um frelsi að
menn mætti velja sér atvinnu
sjálfir. Og enginn mátti yfirgefa
sinn vinnustað. Málfrelsi og prent-
frelsi bannað.
Jafnrétti! Hann var nú viss um
að hvergi í heimi væri jafn mikill
stéttamunur og í Rússlandi, og þar
hefir lítil klíka líf allra annara í
hendi sér. Þetta kalla áróðursmenn-
irnir paradís verkamanna! En
það er sannkallað helvíti verka-
manna!
— Þér eruð fræðari, og sem slík-
ur lofsyngið þér stöðugt þetta
istand, sagði ég.
Hann kvaðst ekki eiga annars
úrkosta. Það voru njósnarar á hæl-
um hans eins og annara. Ef honum
yrði það á að halla hálfu orði í
,ví, sem honum var boðið að segja,
bá yrði honum stútað. Hann er í
ílokknum og hefir svarið honum
trúnaðareið. Hann yrði kallaður
svikari og fengi miklu harðari út-
reið heldur en venjulegur „þjóðar-
óvinur". En hann vildi ekki deya.
Hann vildi komast aftur til ins
frjálsa heims, til þess að geta sagt
öllum ungum ofstækismönnum frá
því, að allt sem þeim hefði verið
sagt og kennt um Rússland, væri
lvgi. Á þann hátt ætlaði hann að
reyna að bæta fyrir þau afglöp,
sem hann hafði gert í fáfræði
sinni.
— En hvað segir þér þá um fræð-
arann í gamla herfylkinu mínu,
sagði eg. Hann var kennari við
alþýðuskóla áður og því menntað-
ur maður. Hann hefir líka séð
hvernig allt er hér, en hann er
alltaf jafn ákafur í áróðri sínum
fyrir kommúnismann.
Hann sagði að kommúnistum,
sem komnir væri frá Eistlandi, eða
cðrum ríkjum utan Rússlands,
mætti skifta í tvo hópa. í öðrum
hópnum eru þeir, sem trúa því
statt og stöðugt að slíkt stjórnar-
far verði heiminum til farsældar.
En í hinum hópnum eru þeir, sem
langar til að komast áfram, fá völd
og geta sölsað undir sig eignir ann-
ara og lifað á vinnu þeirra.
Báðir þessir flokkar eru verstu
óvinir mannkynsins, sagði hann.
Sanntrúaðir kommúnistar eitra
þjóðfélagið öfgafullum kenningum
sínum, valda uppþotum, verkíöll-
um og byltingum. Þeir eiga hvergi
heima neima í geðveikraspítala.
Hinir, sem ætla sér að lifa á öðr-
um, eru glæpamenn, og þeir eiga
hvergi heima nema í íangelsi.
Þeir, sem kommúnisminn er hug-
sjón, eru útskúfaðir úr sovjet,
vegna þess að þeim er það alvara
að vilja bæta kjör verkamanna, og
þess vegna verða þeir að gagnrýna
gerðir stjórnarinnar. I „hreinsun-
unum“ innan flokksins hafa þeir
líka flestir horfið, verið drepnir
eða reknir í útlegð. En þeir, sem
eru tryggir flokknum og hlýða
stjórninni, í þeirri von að komast
áfram, hafa betri kjör og eru rétt-
haerri en almenningur. Þeim fyr-
irgefst jafnvel þegar þeir ræna og
myrða.
Hann sagði að fræðarinn í fyrra
herfylki mínu, væri af þessu sauða
húsi. Með hjálp kommúnismans
ætlaði hann sér að komast hærrí
en hann hefði nokkuru sinni getað
komizt sem skólakennari. Þess
vegna er hann yfirvöldunum hlýð-
inn í öllu. Hann mundi ekki svífast
neins til þess að sýna að hann værj
stjórninni trúr, mundi jafnvel láta
skjóta landa sína sem þjóðféndur.
Það eru ekki margir hermenn í
þessum herbúðum fylgjandi stjórn-
inni. Langflestir eru á móti henni.
Það er heldur engin furða, því að
enginn sem kynnzt hefir þræla-
búðunum og sloppið þaðan með
líísmarki, getur fylgt því þjóð-
skipulagi, sem stendur að slíku og
gerir allt landið að einum þræla-
búðum. Það er óhugsanlegt að
hægt sé að gera menn að umskift-
ingum, dáleiða þá með slúðri svo
að þeir gleymi öllu því sem þeir
hafa séð og kynnzt.
Hann sagði að vel gæti verið að
fræðarinn í fyrra herfylki mínu
hefði samvizkubit og óttaðist mála-
gjöld fyrir þau morð, sem hann
hefir á samvizkunni. Hann reym
því með öllum ráðum að komast
eftir hverjir geti orðið sér hættu-
legir. Og hann hafi haft sérstaklega
illan bifur á mér. Hann hefði hvað
eftir annað talað um grunsemdir
sínar gagnvart mér, er þeir urðu
samferða frá flokksfundum, en
hvorki honum né sporhundum
hans virðist hafa tekizt að fá nein-
ar sannanir gegn mér. Þess vegna
hefði hann neytt herfylkisstjórann
til þess að losa sig við mig og flytj-
mig í annað herfylki. •
Fræðarinn sagði að sér væri það
mikii ánægja að eg hefði lent í sinu
herfylki, og kvaðst vona að enginn
misskilningur yrði meðal okkar.
Við spjölluðum dálítið meira, og
síðan kvaddi eg hann og fór.