Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 16
«32
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
* D 8
V D 10 8 2
* A G 8 7
* D 10 6
A ÁK10 64
V 7 5 4
♦ 10 6 2
* 7 5
AG532
V K 9 6 3
♦ K 9
* A 9 8
• » »
V A G
♦ D 5 4 3
+ KG432
N
V A
S
Suður gaf. Sagnir voru þessar:
s V N A
1 hj. pass 2 t. pass
2 hj. pass 3 hj. pass
Vestur sló út S 9 og A fekk þann
slug á kóng. Svo tók hann slag á S A
cg sló síðan út L 7, S lét láglauf og
V fekk slaginn á kóng, en L 10 kom
úr borði. V lét út láglauf og S fekk
það á L 9. Nú sló hann út S G og hugð-
ist fleygja L D í hann, en V trompaði
með gosa, og borðið tók slaginn með
H D. Ef hjarta kemur nú út, drepur
V með ás og slær svo út laufi, sem
A getur trompað. Spilarinn sló því
út lágtígli og tók með T K, sló út tígli
aftur en drap með gosa og hann stóð.
Síðan kom T Á og í hann var fleygt
L Á. — Nú kom hjarta og þann slag
fékk V á ás. Hann sló út laufi, A
trompaði, en S drap með hærra trompi.
Nú tók S seinasta trompið af A, sló
svo út spaða og trompaði í borði, og
fekk svo seinasta slaginn á tromp, og
hafði þar með unnið spilið.
SA7IP34IKILL HRÚTUR — Hann heitir Kolur og er ættaður frá Bcssastöðum.
Eigandi lians er Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ í Landbroti, nú búsettur hér
á Innnesjum. Þegar Kolur var lamb, fótbrotnaði ærin móðir hans og tók Þór-
arinn að sér að lækna fótbrotið, en fekk hrútlambið í staðinn. Myndin var
tekin í vor, áður en fé var sleppt á fjail og var Kolur þá tvævetur, og mesta
metfé, eins og sjá má. — Nú eru göngur að hcfjast og menn bíða þess með
eftirvæntingu að sjá fé sitt koma af ijalli og hvcrnig heimtur verða. Vonandi
ski'ar Kolur sér og er nú bæði stærri og tígulegri en áður, eftir allt góðviðrið
á fjöllum í sumar. (Ljósm. Gunnar Rúnar).
SÉRA MAGNtS BERGSSON
í Heydölum (faðir meistara Eiríks
í Cambridge), var annálaður fyrir fjör
og karlmennsku. Þótti hann og mjög
góður klerkur, bæði góður ræðumað-
ur og söngmaður mikill, og áhuga-
samur um öll prestsverk. Lét hann
t. d. aldrei dragast að skira börn, er
hann frétti til fjölgunar í sókninni.
Er til saga um það, að eitt sinn kom
hann á bæ, þar sem nýfjölgað var,
og vildi skira barnið, en bóndi færð-
ist undan og bar því við, að ekkert
væri til með kaffi. Lét prestur það
gott heita og reið á annan bæ, þar
sem eins var ástatt. Bóndi stóð úti,
og ávarpaði prestur hann þegar: „Sæl-
ir Björn minn! Má ég skíra hjá yður,
þó ekki sé búið að steikja kleinurnar?"
— (Breiðdæla).
FYRSTI VEFSTÓLLINN
kom í Rangárvallasýslu 1787 og var
sendur af dönsku stjóminni. Vefstóll
þessi lenti hjá Stefáni Bjamasyni
bónda að Árbæ (sem var afi Guðmund-
ar Brynjólfssonar á Keldum). Sá galli
var á að vefstólnum fylgdi hvorkj
vefjagrind né vefjaskeið eða annað
smávegis. Stefán varð því að taka
smið, og vefstólinn alfæran setti hann
í alþiljað herbergi. Var svo stúlka
fengin til að kenna aðferðina og ofið
mikið fyrir marga. Vefstóll þessi tók
ekki breiðari voð en 7% kvartil (90 sm)
En eftir honum vom aðrir smíðaðir,
sem tóku 9—10 kvartila breiða voð.
Erfiðir hafa þeir orðið og líklega lak-
ari voðin. Voru því hafðir mjórri síð-
ar. (Saga Eyrarbakka III).