Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 6
é 246 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jarðmælingar þurfa að vera miklu nákvæmari en nú er 1/lSINDAMENN vona, að á „jarð- eðlisfræðiárinu“, sem hefst 1. júlí í sumar og stendur til ársloka 1958, muni þekking á jörðinni stór- um aukast. Á þessum tíma vinna þúsundir vísindamanna frá 46 löndum að rannsóknum á jörðinni og gufuhvolfinu. Á rúmlega 20 rannsóknastöðvum, sem dreifðar eru um allan heim, munu vísinda- mennirnir gera athuganir, sem miða að því að leiðrétta skekkjur og gera fullkomnari uppdrátt af hnettinum, sem vér byggjum. Ein spurningin, sem leysa verð- ur úr, er t. d. þessi: Hvað er langt milli meginlandanna? Nú sem stendui virðist enginn vita það með vissu. En um leið og greitt hefir verið úr þeirri spurningu. þá fæst einnig úr því skorið, hvort nokkur tilhæfa er í því, sem haldið hefir verið fram, að allt þurlendi jarðar hafi einu sinni verið á einum stað, en síðan slitnað sundur og gliðnað. Þá verður og hnattstaða ýmissa stærstu eylanda mörkuð nákvæm- ar en nú er. Menn vita að nú skakk- ar þar mælingum um 200—300 fet og sums staðar allt að 1% km. Þetta eru stórskekkjur á öld hinna sjálf- stýrðu skeyta. í seinni heimsstyrj- öldinni voru t. d. sendar radar- stýrðar sprengjur frá Korsíku tjl Ítalíu, en þær misstu marks vegna þess að staðarákvörðun Karsíku var ekki rétt. Það var ekki fyrr en eftir að þetta hafði verið leið- rétt, að flugskeytin hittu í mark. Sérfræðingar vona, að þegar rannsóknaárinu er lokið, verði ýmsir staðir á jörðinni svo ná- kvæmlega mældir að ekki geti skakkað nema um nokkur fet. Mæl- íngar þessara staða verða svo grundvöllur íxekari mælinga og leiðréttinga á hnattstöðu megin- landanna. Annað úrlausnarefni, sem mun verða vandlega athugað, er það hvernig jörðin er í laginu. Hvert mannsbarn veit nú að jörðin er ekki reglulega hnöttótt, heldur flatari við pólana, en bungar út um miðbikið. En hvað er þá möndull jarðar langur og hvað er hún dig- ur um mittið? Nú sem stendur skakkar um allt að 700 metrum á útreikningum lim lengd jarðar- mönduls. Og alltaf hafa verið að breytast útreikningar á því, hvað jörðin er digur um mittið. Þegar 200 árum fyrir vort tímatal hafði grískur maður, Erastoþenes að nafni, talið að ummál jarðar væri sem svarar 28.000 enskum mílum. Það var ekki svo fjarri lagi, því að seinustu útreikningar vísinda- manna segja að ummál jarðar sé um 24.9000 enskar mílur. Sólmyrkvann sem varð sumarið 1954 notuðu vísindamenn til þess að mæla ummál jarðar enn ná- kvæmar, eða svo að ekki gæti skakkað meiru en svo sem 150 fet- um. Nú verður öðrum enn ná- kvæmari aðferðum beitt á rann- sóknaárinu. Ein aðferðin er sú að taka nákvæmar myndir af tungl- inu og afstöðu þess til stjarna á himni. Með því að taka margar slíkar myndir á einni nótt á ein- hverjum stað, verður hægt að mæla nákvæmlega afstöðu þess staðar til meðdepils jarðar. Og sé svo slíkar myndir teknar á mörg- um stöðum á jörðinni, þá geta vís- indamennirnir reiknað út lögun hennar. Ea sve kemur geríihaötturian þar einnig við sögu. Hann mun sýna mismunandi aðdráttarafl jarðar, sem stafar af óreglulegri lögun hennar. Stjarnfræðingar hafa löngum veitt landmælingamönnum mikla aðstoð. Og rannsóknir á sólmyrkv- anum 1954 leiddu í ljós rnjög þýð- ingarmiklar upplýsingar um breidd Atlantshafsins. Aðferðin var ein- föld. Með örstuttu millibili var mælt hvað skugga tunglsins þok- aði áfram frá einni strönd hafsins til annarar. Og samkvæmt nánustu útreikningum stjörnufræðinganna var nraði skuggans um 3000 ensk- ar mílur á klukkustund. Mikið og vandasamt úrlausnar- efni er að ákveða hæð sjávar. Fjallamælingar eru miðaðar við það, hvað efsti tindur þeirra sé hátt yfir sjávarmál. En þeim útreikn- ingum skakkar, jafnvel um sjálf- an fjallajöfurinn Mount Everest. Hvað er hann hár? Hæð hans er það, sem landmælingamenn telja að tindur hans skagi upp yfir í- myndaðan sjó, er falli að rótum hans. En þar getur skakkað tals- verðu. Setjum svo, að Kyrrahafið leggði allt i blæjalogni, svo að hvergi hefði verið svo mikið sem vind- gárur. Yfirborð þess mundi samt ekki vera slétt. Þar mundu vera hæðir og dældir og hæðarmunur þeirra allt að 60 fetum. Sjávarmál er því gagnslaus viðmiðun, og þess vegna er samanburður á hæðum fjalla í ýmsum heimsálfum, hrein- asta markleysa. Mikið kapp verður lagt á það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.