Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 rannsóknaárið að mæla aðdráttar- afl jarðar. Það er mismunandi á ýmsum stöðum og þetta hefir haft' áhirf á kortagerð. Að vísu er að- dráttaraflið þegar mælt nokkurn veginn á þeim stöðum, sem byggð- ir eru. En allar mælingar hefir vantað á Suðurskautssvæðinu. Mælingum á aðdráttarafli í Evrópu skakkar þó talsvert, vegna þess að þjóðirnar hafa ekki haft neinn sam- eiginlegan mælikvarða að fara eft- ir. — Nú er sá mælikvarði fundinn og nefnist „Milligal“, til heiðurs við Galileo. Þetta tæki mælir mismun- inn á aðdráttarafli jarðar á hinum ýmsu stöðum móts við það sem það á að vera samkvæmt útreikning- um. Þegar þessar mælingar hafa verið gerðar, geta stærðfræðingar reiknað hve langt er frá hverjum stað að miðdepli jarðar. En þrátt fyrir það að menn vænta mikils árangurs af rann- sóknaárinu, mun það eiga langt í land, að réttir uppdrættir fáist af jörðinni. Sumir kortagerðarmenn eru jafnvel svo svartsýnir að halda því fram, að ekki sé hægt að gera nákvæma uppdrætti, sem skeiki í engu. Engin þjóð leggur jafn mikið kapp á að mæla land sitt sem Baniaríkjamenn. Þeir verja nú til þess um 150 milljónum dollara á ári, eða helmingi meira en fyrir sex arum. Og þó telja þeir mæl- ingum hjá sér mjög ábótavant. Það eru aðeins tvö ríki, Massachusetts og Rhode Island, sem hafa verið kortlögð nákvæmlega. Kentucky og Connecticut eru komin vel á veg með kortlagningu. Georgia, Texas, Oklahoma og Montana hafa orðið langt á eftir. Nú sem stendur er talið að enn sé ómældar í Banda- ríkjunum 100 milljónir ekra í al- menningum. Auk þess verður að mæla upp að nýu um 137 milljón- „Þú nýtur Jbess guð, ég næ ekki til þiri' KARL OG KERLING bjuggu á einum bæ. Eitt sinn um sumar áttu þau undir mikið hey hálf- þurrt eða meir, en rigningarlega leit út, og fóru þau til með fólki sínu að taka sainan, áður en skúr kæmi ofan í flatt heyið. Þó hver kepptist við, sem betur gat, að ná saman heyinu, dugði það ekki, svo að rigningunni dembdi yfir, þegar nokkrir flekkir voru eftir, svo hætt var við að taka saman. Kerling reiddist því bæði rign- ingunni og þeim, sem rigninguna gefur, tók um hrífuhausinn eða neðarlega um hrífuskaftið, otar hrífuhalanum, svo langt sem hún nær til, upp í loftið og segir: „Þú nýtur þess guð, eg næ ekki til þín.“ Karlinn hafði reyndar engin stóryrði í það sinn, en þó fannst það á daginn eftir, að honum hafði þótt fyrir við rign- inguna. Daginn eftir var sumsé glaðasólskin, og þegar hann kom heim um morguninn, að borða litlaskattinn, skein sólin beint framan í hann í baðstofunni. — Karl gerir sér þá lítið fyrir, fer úr brókinni, stíngur henni upp í gluggann og segir: „Þú skeinst ekki svona glatt á heytugguna mína í gær.“ — (Jón Árnason: íslenzkar þjóð- sögur og æfintýri, 1864). ir ekra af landi — hartnær 18% af öllum Bandaríkjunum — vegna þess, að þegar mælingar fóru þar fram áður, voru hyrningamerkin, sem þar voru sett, öll úr timbri, en hafa nú fúnað niður, og verður að setja ný hyrningarmerki úr járni. Þannig er ástandið í því ríki, þar sem landmælingar eru lengst á veg komnar. Hvað mundi þá um þau ríki, sem skemmra eru á veg kom- in? Rússar tilkynntu nýlega, að þeir mundu verða að gera alveg nýtt kort af Síberíu, því að þar hefði fundizt ár, hásléttur, jöklar og fjöll, sem mönnum hefði verið ókunnugt um áður. Þá eru og ó- fullkomnar mælingar á ýmsum hlutum Afríku, Brazilíu og Ecua- dor, að ekki sé minnst á heimskaut- in sjálf. En á rannsóknaárinu mun fást mikil aukin þekking á Suður- skauts-svæðinu. Það er eigi aðeins nauðsynlegt að mæla nákvæmlega þau svæði jarðarinnar, sem hafa orðið út und- an áður. Hitt er máske engu veiga- minna atriði, að kortagerð fylgi tímanum. Má taka nokkur dæmi frá Bandaríkjunum til að skýra þetta. Á Manhattan bætast við 20 —30 gatnanöfn á hverju ári. En þótt ekkert tillit sé tekið um slík- ar smábreytingar, er þó talið að gera þurfi um 5000 breytingar á landkorti Bandaríkjanna á hverju ári. Samgönguleiðir eru ýmist gerð- ar eða lagðar niður. Með nýu vega- kerfi þjóta upp nýar byggðir, og allt þetta verður að koma á land- kortið. Strendur landsins eru og sífelldum breytingum háðar, sums staðar brýtur sjórinn land, á öðr- um stöðum færist landið út. Þær breytingar þurfa að komast inn á kortin jafn harðan. Jarðskjálftar valda og miklum breytingum, fjöllin hækka, dalir dýpka, stór landsvæði umturnast o. s. frv. Allt verður þetta að færast inn á kort- in jafnharðan. En það tekur tíma. Hafa þeir því mikið til síns máls, sem halda þvi fram ,að aldrei sé hægt að gera fullkomlega nákvæmt kort af jörðinni. (Endursagt úr „Science Digest“) C--------------- GRIGORIJ ORLOV, rússneskur greifl og hershöfðingi, sem í mörg ár var elskhugi Katrínar II. af Rússlandi, var eitt sinn að koma af fundi hennar, er hann mætti á hallartröppunum Potem- kin, sem var nýjasta eftirlætisgoð Katrínar. Þeir heilsuðust og Potemkin spurði, hvort Orlov segði ekkert nýtt í frétt- um. — Nei, svaraði Orlov, ekki nema það að ég stíg niður úr og þér upp íl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.