Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Blaðsíða 14
562 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stórgripabein sett í menn MAÐUR er nefndur Fred A. Losee og er kapteinn í sjóliði Bandaríkj- anna. En hann er einnig tannlækn- ir og hefir um 20 ára skeið verið að rannsaka skemmdir í tönnum og hver munur sé á heilbrigðum og skemmdum tönnum. En til þess að geta þetta, varð hann að kom- ast að því hve mikið væri af líf- rænum efnum í tönnunum, og hve mikið af ólífrænum efnum. Fann hann þá upp efnablöndu, sem nefnist „ethylene-diamine" og með því að láta tennur liggja í henni, léystust úr þeim öll lífræn efni, svo sem mergur, vessar, blóð og blóðæðar, en eftir varð hið ólíf- ræna efni með ótal holum og göng- um líkt og vikur. Nú kom Losee til hugar hvort ekki mætti nota þetta sem holufyllingu í kjalkum, þegar tennur eru dregnar úr mönnum. Venjan var að skeyta ekkert um þessar holur, en við það brotnuðu og slitnuðu brúnir kjalkans og gómurinn aflagaðist. Væri hægt að fylla holurnar í kjalkanum svo að þar myndaðist bein, var engin hætta á að gómurinn aflagaðist. Þetta reyndi Losee, hann muldi bein úr tönnum og setti niður í hol- urnar. Þetta heppnaðist svo vel, að holurnar fylltust af beini, svo að kjalkinn varð heill. Skömmu eftir að hann uppgötv- aði þetta, bar saman fundum þeirra Losee og dr. Lloyd Hurley, sem nú er læknir við Presbyterian Hos- pital í New York. Hafði dr. Hurley þá orð á því hve miklum vand- kvæðum það væri bundið að flytja bein úr einhverri skepnu til græðslu og beinfyllingar á skepnu af annarri tegund. Sagði Losee hon -um þá frá tilraunum sínum með hið hreinsaða bein. Dr. Hurley fór þá þegar að gera tilraunir og fór sú fyrsta fram árið 1955. Hún heppnaðist ágætlega. Hreinsuðu beini var skeytt við bein í tilraunadýri og festist það fljótt og greri við beinið. Tóku þá aðrir læknar að gera samskonar tilraunir á dýrum og tókust þær prýðilega. Áður voru til „beinabankar" í Bandaríkjunum, þar sem geymd voru bein úr mönnum til þess að skeyta við beinbrot, eða setja í skörðin þar sem taka varð hluta úr beinum, vegna þess að þau voru skemmd. En þessi læknisaðferð gekk misjafnlega, og vita menn nú hvernig á því stendur, síðan hin hreinsuðu bein komu til sögunnar. Nú er farið að framleiða slík hreinsuð bein í Naval Medical Re- search Institute, og eru þau ekki úr mönnum, heldur stórgripum. Þau eru í smábútum og eru snjóhvít á litinn og kölluð „anorganic“-bein. Eru þau send læltnum víðsvegar um Bandaríkin og jafnvel til útlanda. En þótt þau sé úr nautgripum, hestum, svínum eða kindum og öðrum dýrum, græðast þau auð- veldlega við mannabein. Þegar beinin eru notuð, eru þau venjulega mulin í hæfilegar stærð- ir, eftir því hve stór beinaðgerðin er. Brotunum er raðað í það skarð, sem þeim er ætlað að fylla, og nátt- úran svo látin sjá um græðsluna. En vegna þess að öll göng í bein- unum eru hrein og opin, myndast fljótt blóðæðar, sem fara í gegn um þau og svo koma vessar og mynda beinfrumur, er fylla holur og bil milli beinflísanna. Og eftii nokkurn tíma verður úr þessu heilt bein, gróið við þau bein, er fyrir voru. í beinabanka verður að sjá um að beinin dragi akki í sig sótt- kveikjur og rotni ekki. En í þeim situr fastur mergur, blóð og vessar og stífla göngin í þeim, svo að erfitt er fyrir nýar æðar að komast þar í gegn. En með hreinsuðu beinin er ekki vandfarið. Það er alveg sama hvar þau eru geymd, aðeins verður að sótthreinsa þau áður en þau eru notuð. Þau hafa því mikla kosti fram yfir mannabein. Þessi hreinsuðu bein voru í fyrsta skipti notuð til græðslu á beinsári manns í september 1956. Þar var um hæl- brot að ræða, og tókst aðgerðin vel. Þó segja læknar, að þegar um stærri aðgerðir á beinum sé að ræða, þá sé réttast að nota manns- bein, en hreinsuð bein til uppfyll- ingar. Það er vegna þess, að við hreinsunina missa beinin nokkuð af þanþoli sínu. En búizt er við að hægt verði að koma í veg fyrir þann galla er stundir líða fram. _______ Rauðir mávar MEÐAL þeirra vísindamanna, sem Bandaríkin sendu til stöðvanna Litlu Ameriku og McMurdo á Suðurskauts- landinu áður en vetur lagðist þar að, voru nokkrir fuglafræðingar. Þeir byrj -uðu þegar á því að merkja fugla. Náðu þeir þar meðal annars í nokkra máva, en í stað þess að setja hring um lapp- irnar á þeim, eins og venjulegt er, lit- uðu þeir nokkra þeirra eldrauða. Öðr- um leiðangursmönnum þótti þetta und- arlegt og spurðu hvers vegna þeir færi svona með fuglana. — Við gerum það til þess að gleðja Rússa. Það eru allar líkur til þess að mávarnir fljúgi yfir heimskautið og þá koma þeir að stöðvum Rússa. Held- urðu að það verði ekki gleði þar, þegar Rússarnir sjá að rauðir mávar eru til á Suðurskautinu. F Y R IR nokkru var píanóleikarinn Victor Borge og kona hans í veizlu. Þar var einnig Sonja Henie, norska skauta- drottningin fræga. Frú Borge fór að tala um að hún léti lítt á sjá þótt ald- urinn færðist yfir hana. — Það er svo sem ekki undarlegt, sagði Victor Borge, hún hefir verið á i* alla ævi sina. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.