Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Blaðsíða 12
56C
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
A ÞESSARI öld hraðans, háreistinnar, dýrtíðar og ótta við kjarnorku-
sprengingar, hefir fjöldi manna misst svefn og veit ekki hvernig á að
ráða bót á því. í þessari grein, sem er útdráttur úr bókinni „Morfeus
and Me“ eftir Phyllis I. Rosenteur, er .bent á nokkur ráð gegn
andvöku.
pund af fiski á ári af því landi, er
áður gaf af sér um 10 pund af
kjöti, meðan það var notað til beit-
ar. —
Víða um heim eru stórir fenia-
flóar, sem engum eru að gagni.
Þar mætti koma upp fiskarækt og
gera þessa flóa arðberandi. Og víða
hagar þannig til að fiskarækt
mundi verða að miklu gagni.
— o —
Þetta er útdráttur úr bók sem
kom út á þessu ári og nefnist „The
Fight for Food“ Höfundur hennar
er enskur vísindamaður, dr. J.
Gordon Cook.
Vér íslendingar erum að tiltölu
við fólksfjölda einhver mesta fisk-
veiðaþjóð í heimi, og eigum svo
að segja allt undir því að fisk-
veiðarnar gangi vel. En á því hefir
orðið nokkur misbrestur hin seinni
árin. Veldur þar margt um, afla-
skortur vegna ágengni veiðiskipa
annarra þjóða, stopular síldargöng-
ur og geysimikill útgerðarkostn-
aður.
Hér þarf einhverra nýrra úr-
ræða, og mundi þá ekki fiskirækt
verða eitthvert bezta úrræðið? Hér
er ekki átt við fiskrækt í smátjörn-
um og vötnum, þó að það sé ágætt,
heldur fiskrækt í stórum stíl, þann-
ig að um muni í þjóðarbúskapnum.
Það vill svo vel til, að vér eigum
hér marga langa og djúpa firði,
sem virðast tilvaldir til fiskræktar,
ekki síður en Loch Sween í Skot-
landi. Má þar sérstaklega nefna
Súgandafjörð, sem er langur, og
djúpur hið innra, en með þröskuidi
rétt innan við fjarðarkjaftinn, þar
sem hægt mundi að gera varnar-
garð. Með ræktun mætti eflaust
ala þarna ógrynni af fiski, þegar
þess er gætt hver reynslan heíir
orðið annars staðar. Sama máli er
að gegna um Þorskafjörð, þar sem
nú fæst aldrei branda, en gæti orð-
ið afbragðs klakstöð.
VÍSINDAMENN eru enn að þrátta
um eðli svefnsins, en engum þeirra
hefir tekizt að koma með neitt
óbrigðult ráð við svefnleysi. Að
vísu er víst ekki til neitt allsherjar
ráð gegn því, en svefnleysið hefir
líka margar orsakir, og þess vegna
hafa komið fram ýmsar bendingar
og leiðbeiningar fyrir þá, sem
svefnleysi angrar.
Nú er það vitað, að öryggiskennd
er bezta svefnmeðalið — að vita
sjálfan sig á réttum stað, innan
Það er ekki á færi annara en
verkfræðinga að gera áætlanir um
hve mikið mundu kosta stíflur i
fjarðarkjaftana. Fiskifræðingar
verða svo að koma til skjalanna og
segja hvaða fiskategundir muni
hægt að rækta í þessum fjörðum
með beztum árangri, hve mikið af
fiski megi ala þar upp þegar firð-
irnir hafa verið „fullræktaðir" og
hve mikla veiði þar megi fá á
hverju ári. Þá fyrst er hægt að átta
sig á því hvort fyrirtækið muni
borga sig.
En oss er nauðsyn að finna nýar
leiðir í fiskimálum vorum, og þess
vegna er þessari hugmynd skotið
íraio.
læstra dyra, hafa lokið öllum störf-
um dagsins og bera engan kvíð-
boga fyrir næsta1 degi, og hafa
engu gleymt af því sem gera þurfti
áður en maður fór að hátta. Það
er merkilegt hvað ýmsir smámun-
ir geta haldið fyrir manni vöku,
svo sem ef maður gleymir að draga
upp klukkuna eða láta köttinn á
sinn stað.
Ef gegn og ráðsettur maður get-
ur ekki sofið, er líklegt að eitthvað
sé í ólagi með meltinguna, einkum
ef hann kvartar um að hann vakni
um miðjar nætur og verði and-
vaka. Maður, sem fer að sofa kl.
11 að kvöldi, en vaknar svo kl. 4
um nóttina og verður andvaka, er
sennilega svangur. Setjum svo, að
hann hafi snætt kvöldverð kl. 7 um
kvöldið, en þá er maginn orðinn
tómur eftir 9 klukkustundir, og
heimtar sitt. Þess vegna ráðleggja
nú læknar mörgum að borða dálítið
af næringarríkri fæðu rétt áður en
þeir fara að sofa. Það þarf meira
að segja ekki nema dálítið snarl
á kvöldin, til þess að halda mag-
anum nokkurn veginn rólegum
fram að morgunverðar tíma. Hitt
er aftur á móti vitleysa, að ætla
að raða svo í sig kl. 7 að kvöldi,
að það nægi fram að morgunverði.