Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Side 4
388
LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS
heldur skýum, sem skyggi á sól til
langframa. Enn aðrir segja að þetta
stafi af breytingum í gufuhvolfinu.
sífan stóriðja hófst, hafi svo mikið
af kolareyk safnazt fyrir í loftinu.
að hann hafi sogið í sig sólarhit-
ann svo hann hafi ekki náð að kom
ast til jarðar.
Þá eru og þeir, sem segja, að það
sé vegna breytinga á sólinni sjálfri,
að ísaldir koma og fara. Aðri”
kenna þetta sólblettunum, því að
frá þeim stafi orkubylgjur, er beri
ryk til jarðar. Enn aðrir kenna
um misjöfnum gangi jarðar, að hún
ýmist færist nær sól eða fjarlæg-
ist hana.
Einkennileg kenning er það, að
ísöld hefjist þegar loftslag jarða^
er óvenjulega hlýtt, því að þá verði
meiri uppgufun, meiri ský og meiri
fannkoma í kuldabeltunum.
—★—
Nýasta kenningin er sú, að haf-
straumar valdi breytingunum
Meðan hafís hylur Norður-íshafið.
eins og nú er, þá er sjórinn kaldur
þar. En Atlantshafið er bá tiltölu-
lega hlýtt, og vegna þess taka jökl-
ar á meginlöndunum að bráðna
Um leið og þeir bráðna, hækkar
hafflöturinn. Og þetta virðist nú
vera að gerast.
En um leið og sjórinn hækkar,
myndast straumur úr Atlantshaf-
inu norður yfir þann þröskuld, sem
aðskilur það og íshafið Hlýi sjór-
inn berst norður undir hafísinn og
bræðir hann. Þetta virðist vera að
gerast um þessar mundir.
En þegar hafísinn hefir bráðnað,
þá hefst ný ísöld. Sjórinn er þá orð-
inn svo hlýr, að uppgufun vex
ákaflega, og við það myndast mikil
ský. Þá hefst mikil snjókoma um
öll norðlæg lönd. Þannig heldur
þetta áfram öldum saman, jöklar
hiaðast á löndin og hafísinn kemur
aftur Um þær mundir er Atlants-
haíið orðið kalt af straumum að
norðan. En eftir því sem hafísinp
eykst, svo lækkar yfirborð sjávar
og aftur kemur að þvi, að þrösk-
uldurinn sem er á milli Atlants-
hafs og íshafs, stöðvar strauma þar
á milli. Við það hlýnar Atlants
hafið en íshafið kólnar og við það
magnast hafísinn um allan helm
ing. Þá er hringferðinni lokið og
allt eins og var í upphafi, Atlants-
hafið hlýtt, íshafið kalt og snjó
xyngir niður.
Einkennilegast við þessa skoðun
er það, að íshafið sé hlýtt þegar
ísöld hefst. En að þessari niður-
stöðu komust menn með því að
’annsaka botnfall sjávar við bæði
heimsskaut. Þetta botnfall benti
til þess að í upphafi ísaldar hefði
verið hlýr sjór í íshafinu, en kaldur
í Atlantshafi.
Það gæti ef til vill stutt þessa
skoðun, að hlýftrdakaílinn sem nu
er virðist aðeins ná til peirra landa,
sem liggja að Norður-lshafinu, en
sjórinn í Kyrrahafi við vestur-
strönd Ameríku virðist hafa kólnað
nokkuð seinustu 50 árin.
—★—
Hvort þessi kenning verður til
þess að greiða úr gátu ísaldanna,
skal ósagt látið. En hún gefur vís-
indamönnum undir fótinn að rann-
saka enn betur en áður hafstraum-
ana. —
(Útdráttur úr bók sem heitir „The
World in Space" eftir Alexander
Marshack).
— Hefir nokkuð skemmtilegt borið
fyrir yður í Moskva? var þýzki sendi-
herrann Haas spurður, er hann kom
til Bonn.
— Já, ég sat einu sinni að snæð-
ingi inni á Intourist. Við næsta borð
sátu tveir menn úr sendiráði Frakka.
Skyndilega kallar annar á þjóninn og
segir gremjulega: — Það er alls ekki
hægt að vinna á einni af þessum þrem-
ur frikadellum. — Það er eðlilegt, svar-
aði þjónninn kurteisislega, þetta er
hljóðneminn!
Hundar þvoðu upp
SULLAVEIKIN var 1 algleymingi hér a
landi á seinni hluta 19. aldar, og hóf
dr. J. Jónasson landlæknir öfluga bar-
áttu gegn henni. Reyndi hann að fyig.i-
ast með útbreiðslu veikinnar um allt
land og átti því bréfaskifti við menn
í öllum sýslum. Merkur maður skrifaði
honum þá á þessa leið á öndverðu ári
1888:
— Hér er hefðarbóndi í sókninni; eg
kom inn í bæ hjá honum og vissi hið
annað fólk á bænum eigi fyr en eg
var kominn inn. Var það þá að borða
graut úr öskum. Svo helt það áfram að
borða, og að því búnu settu allir aska
sína fyrir 4 hunda, er voru inni i bað-
stofunni, og sleiktu þeir öll matarílátin
vel og vandlega. Síðan tók hver maður
sinn ask af gólfinu, blés í hann í kross
og lét hann annaðhvort upp á hyllu eða
undir rúm.
Svo spurði eg til hvers fólkið hefði
svona mikil mök við hundana, og fór að
prédika fyrir því hve skaðlegt þetta
væri. Þá önsuðu allir, karlar, kerlingar
og krakkar:
„Eg trúi nú trauðlega slíku; eg held
eg gefi rakkanum mínum eftir sem áð-
ur að sleikja nóann minn; eg hefi gert
það hingað til og hefir mér ekki orðið
meint við. Þeir vita kanske ekki, þessir
læknar, sem eru að prédika þetta, að
hundstungan er bezta læknismeðal, og
mikið betri en sumt þetta meðalasull
læknanna".
Rafvæðing og steinolía
A flokksfundi í Semenowskoje hjá
Sverdlovsk, var áróðursmaður flokks-
stjórnarinnar að halda ræðu. Hann
sagði að raforkuframleiðsla í Síberíu
mundi verða orðin meiri árið 1960 held-
ur en rafmagnsframleiðsla allra vest-
rænna ríkja samanlagt.
— Já, félagi, þetta er gott, þetta er
meira að segja ágætt, sagði Tamil
Damlovitsch verkamaður, en að hvaða
gagni verður þetta okkur smáborgur-
unum? Fáum við þá meiri steinolíu á
lampana okkar?
— Þú ert asni, sagði áróðursmaður-
inn. Skilurðu það ekki að í staðinn
fyrir olíu, gengur þú að veggnum, styð-
ur á takka og þá kemur ljós, sem dug-
ir þér þangað til næsta steinolíusend-
ing kemur til Semenowskoje.