Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 2
410 LESBOK morgunblaðsins Húsið í baksýn er hálft á kafi i ösku. að nýu, en hvarf svo aftur næsta dag. Hinn 7. nóvember tók enn að gjósa og nú með meiri ákefð en áður. Skaut þarna fyrst upp 300 feta hárri gossúlu, en síðan tók að gjósa ösku, vikri og hrauni, er eyunni skaut enn úr kafi. Um næt- ur var gígurinn eins og glóandi hringur á sjónum er brennandi hraun rann út af honum í allar átt- ir. Tók eyan nú óðum að stækka og varð brátt landföst. Hlóðust gos- efnin þarna upp, þangað til þau höfðu fært í kaf drangana miklu vestan við eyna. EKKERT NÝTT Það er svo sem ekkert nýtt að eldgos verði á sjávarbotni og eyum skjóti þá upp. í Beringshafi skaut upp ey 1796 og var hún nefnd Bogoslof. Síðan hefir þessi ey ýmist verið að sökkva eða skjóta upp kollinum. Á árunum 1952 og 1953 urðu eld- gos í hafi suður af Japan og skaut þar upp ey, sem nefnd var Myojin. Hún sökk brátt, skaut upp aftur og sökk enn. Þannig fór þrisvar sinnum. Þegar eitt gosið brauzt út, var japanskt skip þar á ferð. Það fórst og með því 31 maður. Hjá Tonga-eyum skaut upp nýrri ey 1885 og var hún kölluð Falcon. Þessi ey gerði ýmist að sökkva eða skjóta upp kollinum aftur. Seinast sökk hún 1927 og hefir ekki sést síðan. Árið 1811 skaut upp nýrri ey skammt frá Sao Miguel, sem er ein af Azoreyum. Þessi ey hlaut nafnið Sabrina, en hún hvarf í sjó nokkrum mánuðum seinna. FRÁSÖGN UM GOSIÐ Fréttamaður sem The National Geographic Magazine sendi tíl Azoreya meðan eldgosin voru sem áköfust, hefir sagt svo frá: Fyrst varð ég að fá leyfi yfir- valdanna í Horta, höfuðborginni á Fayal, til þess að ferðast til gos- stöðvanna „á mína ábyrgð“. Fólk streymdi þangað og gat farið sér að voða, því að það fór ógætilega Einn þjóðrækinn eyarskeggi rauk t. d. út á goseyna, er hún kom fyrst úr kafi, rak þar niður göngustaf og hengdi skyrtu sína á hann, til merkis um, að hann helgaði Portú- gal þetta nýa land. Þetta var óðs manns æði og hann hefði vel get- að sparað sér það, því að eyan var hvort sem var innan landhelgi Portúgals, og svo varð hún land- föst skömmu seinna. Þegar leyfið var fengið steig ég á bíl og ók vestur eyna eftir iðja- grænum lendum, sem helzt minntu mig á írland. Þar voru kýr á beit í safamiklu grasi, en vindmylnur hömuðust á hverri hæð. Þegar nær dró vesturenda eyar- innar, fórum við að heyra drun- urnar í eldgígnum, og þá fór lands- lagið af skipta um svip. Það varð fyrst grátt og svo dekkra og þar stóðu kornöxin visin upp úr þykkri öskubeðju. Aska huldi húsþökin og veginn og á stöku stað stóð hvítur steinveggur upp úr ösku- dyngjunni. Við staðnæmdumst hjá húsi nokkru í Capélo, einu af þorp- unum, sem fengið hefir öskuhríð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.