Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Page 4
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr rlki náttúrunnar Sjálflýsandi lífverur Kalt Ijós þeirra er vísindunum ráðgáta Lampaljósin varpa birtu á sálma- bækurnar og andlit fólksins. Flest eru andlitin ung og góðleg. Þarna er til dæmis Albertina Beck-Vollenhoven, hollenzk stúlka, sem ekki vílar fyrir sér að fást við brjálaða menn. Hún er hugrökk og þolinmóð. Og þarna er Trudi Bochcler, þrítug stúlka frá Sviss, sem Schweitzer kallar „majór“ holdsveikradeildarinnar. Hún er bjarteyg og liðlega vaxin og það sér ekki á henni að hún þarf að vera allt í senn, hjúkrunarkona, kennari, forstjóri, húsmóðir og „móðir“ 300 manna, kvenna og bama. Öllum þykir vænt um hana. En þetta eru aðeins tvær af mörgum. Yngst er Monique, barna- barn Schweitzers, aðeins 18 ára. Elzt er Mlle. Kottmann, sem hefir verið þarna í 30 ár. Allar þessar stúlkur mundu vekja athygli, hvar sem þær væru. Söngnum er lokið. Hljóðlátlega les Schweitzer kafla úr Fjallræð- unni og fer síðan með Faðirvor. Svo tekur hann venjulega lampa sinn og býður góða nótt. Hvað er það sem hefir dregið svo margt fólk frá lystisemdum Evrópu á þennan stað, þar sem hit- inn er óþolandi, þar sem það verð- ur að vinna baki brotnu og er sí- fellt í hættu að sýkjast af voðaleg- um sjúkdómum? Og hvernig stend- ur á því að allir sýnast ánægðir? Mér var sagt að það væri vegna þess að fólkið finnur að hér er þess mest þörf, en auk þess hefir Afríka eitthvert seiðmagn. Og þótt Schweitzer sé strangur, þá þykir öllum vænt um hann. ★ ★ ★ En um Schweitzer sjálfan er það að segja, að hann er ekki merki- legastur fyrir það að hafa komið upp lækningastöð hér inni í frum- skógunum. Það hafa margir trú- boðar gert. Ekki er það heldur ÞAÐ SKEÐI fyrir skemmstu vest- ur í Santa Barbara í Kaliforníu, að kona nokkur, Jean Tobins að nafni, fór á fætur fyrir dögun og ætlaði að ná í eitthvert snarl, sem hún hafði geymt í kæliskáp. Hún vissi að rafmagnsljósið inni í skápnum var bilað og hún mundi þurfa að þreifa fyrir sér. En henni bra held- ur en ekki í brún þegar hún opnaði skápinn og sá einhverja furðubirtu inni í honum. Þegar hún aðgætti þetta betur, komst hún að raun um, að birtan stafaði af fleskbita, sem legið hafði í skápnum nokkra daga. Það var engum blöðum um það að fletta, fleskbitinn var orðinn sjálf- lýsandi. Hún tók bitann og fór rakleitt með hann til rannsóknarstofu há- skólans til þess að vita hvernig á Þessu stæði. Þar hitti hún dr. Davenport og hann skýrði henni þegar frá því hvernig á þessu stæði. „Birtan stafar ekki af fleskbit- anum sjálfum“, sagði hann, „heldur af sjálflýsandi gerlum, sem hafa þrautseigja hans að hafa barizt hér svo langan tíma, tuttugu árum lengur en nokkur maður annar hefði þolað loftslagið. Nei, Schweitzer er annað meira. Hann hefir gefið fordæmi og sýnt að hann er andans mikilmenni á vorri öld. Fólk sem vinnur með honum verður heillað og hrífst af andlegum krafti hans. Ævistarf hans er tilraun að gera heiminn betri og fullkomnari. (Þýtt). sezt á hann. Þetta kemur oft fyrii um kjöt og fisk, sem geymt er. Sem betur fer eru þessir gerlar algjör lega óskaðlegir mönnum og öðrum dyrum, sem hafa heitt blóð“. Ef frú Tobin hefði ekki opnað kæliskápinn sinn í myrkri, munch hún hafa steikt fleskbitann, allii etið hann með góðri lyst, og eng- um orðið meint af. ÞETTA er aðeins eitt dæmi af mörgum um hið kalda ljós i nátt- úrunni. En það er þó ekki fyr en alveg nýlega að vísindamenn hafa komist að því hve ótrúlega víða Þetta ljós gerir vart við sig. Á- stæðan er eílaust sú, að menn vilja alltaf hafa bjart í kring um sig og eru ógjarnir á að gaufast í myrkri. Að minnsta kosti hafa vísinda- mennimir ekki lagt sig í líma til þess að rannsaka háttu lífvera í myrkri og komast eftir þvi hverjar geti verið sjálflýsandi. Gerlar eru hinar minnstu sjálf- lýsandi verur og í jurtaríkinu þekkjast ekki aðrar tegundir, sem hafa þennan eiginleika, nema ein- staka tegundir af sveppum. Birt- an, sem stafar af hverjum einstök- um gerli, er svo lítil, að ekki er unnt að greina hana í smásjá, hvað þá með berum augum. Talið er að þurfa muni þúsundir af' gerlum i einum hóp til Þess að ljós þeirra verði sýnilegt, og 50.000 miljóna af þeim purfi til þess að bera jafn mikla birtu og eitt kertaljós. Langt er síðan menn tóku eftir einkennilegri glætu í feisknum trjá -bolum, en þar er um að ræða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.