Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 455 Afkoma bænda á fyrri öld lega næringu. Auk þess losar bark- armjölið um jarðveginn, en þó svo, að hann heldur í sér meira vatni en áður. Það eru til ýmsar tegundir áburðar, sem hafa þessa kosti, en engin ein sem hefir þá alla. Það eru örsmáir gerlar í jarð- veginum sem eta hin lífrænu nær- ingarefni, svo sem laufblöð, kvisti og rætur. Við það losnar frjómagn- ið og berst með vatni að rótum gróðursins. Ef gróðurinn getur ekki hagnýtt sér öll þau næringarefm þegar í stað, síast þau með vatninu niður í jarðveginn, svo langt að gróðurinn nær ekki til þeirra. Þess vegna er það svo mikils um vert, að vætan haldist í efsta lagi jarðveg- arins. Og nú sér barkarmjölið um það, jafnframt því sem það skil- ar jarðveginum frjóvefnum sínum. Og það þarf helmingi lengri tíma til þess að rotna, heldur en önnur lífræn efni. Tilraunum með barkarmjölið er ekki lokið enn, og það er því ekki komið á markaðinn. Vísindamenn- irnir segja, að það sé að vísu full- sannað, að barkarmjölið sé ágætur áburður, en hitt sé ekki vitað, hve mikið þurfi af því á hverja 100 fer- metra, og geti það orðið ákaflega mismunandi, eftir því hvað rækta skal. Litið úran i funglinu „EKKI MUNDI eg fáanlegur til þess að kaupa hlutabréf í úrannámu á tungl- inu, enda þótt menn kæmist þangað“, segir dr. Lycle B. Borst 'forseti eðlis- fræðideildar háskólans í New York. Hann hefir gert rannsóknir á þessu og komist að þeirri niðurstöðu, að í tungl- inu sé ekki nema einn hundraðshluti af úran á móts við það sem er á jörð- inni. SÉRA ÞORKELL Bjarnason á Reyni- völlum lýsti afkomu bænda í Kjós árið 1885. í hreppnum voru þá 47 bú- endur. Hann segir svo frá búskap eins bóndans og getur þess að 20 aðrir hreppsbændur hafi engu betri ástæður en hann: í vor hafði hann 3 kýr — nú í vetur aðeins 2 — 17 ær og 9 gemlinga. Þetta var nú lífsstofninn, því að af sjó hafði hann ekkert. Geri menn nú ráð fyrir, að hver kýr hafi mjólkað 1800 potta og reikni mjólkurpottinn á 14 aura, þá verður gagnið af kúnum 756 krónur. Séu gagnsmunir af hverri á reiknaðir 8 krónur, þá eru það 136 krónur, en þar frá má draga verð fyrir 14 lömb, sem voru látin lifa, og eru þá eftir 80 krón- ur. Gemlingunum var öllum fargað að haustinu og má reikna það 90 krónur, Einn hestur var seldur og fengust fyr- ir hann 50 krónur. Aðrar tekjur búsins 80 krónur. Allar tekjur búsins eru þá 1056 krónur. Þessi maður hefir í heimili 8 manns, en það eru hjónin og 2 börn þeirra, 1 tökubarn, 1 vinnumaður og 2 vinnu- konur. Auk þess að fæða allt fólkið og klæða sig, konu sína og börnin 3, hefir hann þessi útgjöld: Jarðargjald 83 kr., kaup og föt til vinnuhjúa 120 kr., sveitargjald 18,57 kr., til prests og kirkju 15,50 kr. og til landsjóðs um 5 kr. — það mundi hann ekki sjálf- ur nákvæmlega. Þessi útgjöld eru til samans 242 kr., og eru þá eftir af tekj- unum 814 kr., en á því á að fæða 8 manns og klæða 5 manns, auk þess sem verja þarf til húsbóta, til viðhalds á búshlutum o. s. frv. Um annan ríkasta bóndann í sveit- inni segir hann: Hann hafði í vor 4 kýr, 1 kvígu, 50 ær, 30 sauði og 40 gemlinga. Mjólki hver kýr 1800 potta um árið og kvígan 900 potta og mjólkurpotturinn sé met- inn 14 aura, þá er það til saman 1134 kr. Gagnsmunir af 50 ám að frádregn- um 45 lömbum, sem lifðu, er 220 kr., ull af gemlingum og sauðum 96 kr. Fargað að hausti 28 kindum, sauðum, ám og veturgömlu fyrir 400 kr., 1 hross selt fyrir 55 kr., meðgjöf með ómaga 76 kr., aðrar tekjur búsins 50 kr., en sjávargagn ekkert, og verða þá allar tekjur búsins 2031 kr. Tíu manns er í heimili og eru það hjónin og eitt barn þeirra, 1 tökubain, 3 vinnukonur, 2 vinnumenn og 1 ó- magi. Útgjöld þau, sem á búinu hvíla, auk fæðis handa öllu fólkinu og klæðis hjónanna, barnanna og ómagans er: Jarðargjald 96 kr., kaup og föt vinnu- hjúa 260 kr., til kaupafólks 150 kr., sveitargjald 63 kr., til prests og Kirkju 16,54 kr., til landsjóðs rúmar 13 kr., og er þetta allt til samans 598 kr. og er þá eftir til þess að klæða 5 manns og fæða 10 manns 1433 kr., eða 143.30 kr. til fæðis handa hverjum og ekkert til klæða. Friðarvinir ofsótfir i Rússlandi KOMMÚNISTAR í Rússlandi hafa á undanförnum árum talað mjög fjálg- lega um friðarvilja sinn. En smáfrétt sem birtist í blöðunum þar í janúar sL skýtur þar nokkuð skökku við. Sú fregn greindi frá því, að í vestur- hluta Ukraníu, Moldaviu og Kazakh- stan hefði verið handteknir og dæmdir margir leiðtogar trúarflokksins „Vott- ar Jehova“, og var þeim gefið það að sök, að þeir hefði prédikað frið meðal æskufólksins! Áður en þessi frétt kom, höfðu menn yfirleitt ekki hugmynd um að þessi trúarflokkur væri starfandi 1 Rúss- landi. Fréttastofan „United Press“ sneri sér því til höfuðstöðva trúar- flokksins í Brooklyn og spurði hvort þetta gæti verið satt. Þar fekk hún þær upplýsingar, að 80.000 trúboðar væri starfandi austan járntjalds, 5000 sæti í Vorkuyta-þrælabúðunum í Siberíu og þúsundir i öðrum fangabúðum. (Úr Awake) ---- Maður hafði misst minnið og var nu undir læknishendi. Kunningi hans kom að heimsækja hann og spurði hvort hann væri ekki heldur betri. „Sei-sei jú, nú kemur það þráfaldlega fyrir að eg man að eg hefi gleymt ein- hverju, þó eg geti ekki munað hvað það er“. i 4 l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.