Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 6
462
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
rök að því í grein í Árbók Fom-
leifafélagsins 1910, að forn íslenzk
alin hafi samsvarað 49.143 senti-
metrum. Sá maður, sem var hálf
fjórða alin á hæð, hefir því verið
172 sm hár, og mun þar vera miðað
við meðalmann. En sé gert ráð fyr-
ir að hæðin frá öxl á hvirfil sé 28
sm, þá hefir löggarður átt að vera
144 sm á hæð. Og slíkur garður
hefir eflaust einhvern tíma verið
um Arnarhólstún.
Nú segir enn í Jónsbók, að ef
þjóðgata liggi um bæ manns, eða
að garði, þá megi maður færa hana
frá bæ sínum og gera aðra jafn-
góða, ef hún sé ekki lengri en 240
faðmar. En ef þjóðvegur liggur að
garði, og verður ekki færður, þá á
þjóðhlið að vera á garðinum, 4
alin á breidd, en þjóðgata er 5 aln-
ir. Fyrir hliðinu skal vera hjara-
grind og rimar í, svo að fé smjúgi
ekki á milli, okar tveir á endum
og krossband á. Það er löggrind og
skal setja hana svo að hún falli
sjálf aftur, ef ríðandi maður opnar
hana.
Ekki verður nú vitað hvort slík
grind hefir verið í þjóðhliðinu á
Arnarhólsgarði, né hvenær trað-
irnar hafa verið gerðar. En þær
voru til þess að fé og gripir kæmist
ekki í túnið, enda þótt inn fyrir
hliðið færi. Traðirnar skiptu sem
sé túni Arnarhóls í tvo afgirta
hluta, eða svo hefir verið á seinni
öldum. En auðvitað gat grind líka
verið þar í þjóðhliði.
Engar upplýsingar eru til um
það hvenær vörzlugarður var sett-
ur þarna fyrst, en það getur verið
nógu gaman að reyna að geta í
eyðurnar stundum. Og þá finnst
mér líklegt, að mikið æðarvarp hafi
verið á Arnarhóli, er Ingólfur kom
hingað, eða eggver, eins og það var
kallað. Reykjavíkurbændum hafi
snemma þótt nauðsyn til bera að
friða þetta eggver, einkum þar sem
uœ þaö lá eina leiðin til bæarins.
Eggver verður líka að friða fyrir
búfé, ef varp á að háldast þar. Er
því ekki ósennilegt, að þegar á
fyrstu árum byggðarinnar í Reykja
-vík hafi verið hlaðinn vörzlugarð-
ur umhverfis hólinn og hafi hann
náð utan frá sjó upp að þjóðvegin-
um, og síðan meðfram honum nið-
ur að lækjarósnum.
Þegar fram í sótti hefir svo
varpið gengið úr sér, því að for-
feðrum vorum hætti við að stunda
rányrkju. Og eftir svo sem 100—
200 ár, er svo komið, að varpinu er
lokið, og þá hefir einhverjum litist
það heillaráð að reisa bæ þarna inn
-an girðingar og á túni, sem fuglinn
hafði ræktað. Síðan bætir bóndinn
* við sig annarri skák og girðir hana
löggarði frá þjóðveginum suðvest-
ur að læknum og hleður svo garð
samhliða þeim garði er lá með-
fram þjóðveginum og þó svo langt
frá, að þjóðvegarbreidd sé á milli.
Hann mátti ekki loka þjóðgötunni,
og ekki gat hann heldur fært hana.
Þess vegna varð hann að hafa tvö-
falda girðingu meðfram henni. ViS
þetta myndast svo traðirnar í gegn
um Arnarhólstún.
Það þarf ekki að fara í neinar
grafgötur um, að vegurinn um
þessar traðir er elzti þjóðvegur á
íslandi. Þessa leið hefir Ingólfur
Arnarson komið til hins fyrirheitna
staðar. Lækurinn úr Reykjavíkur-
tjörn, sem kallaður var Arnarhóls-
lækur, hefir þá máske verið vatns-
meiri heldur en síðar varð, og
hann var ófær alls staðar nema á
vaðinu við ósinn. Þjóðleiðin til
Reykjavíkur og vestur á Seltjarn-
arnes lá því þarna um nær 1000
ára skeið, eða frá landnámstíð
fram til ársins 1866, þegar steinbrú
var gerð á lækinn og Bankastræti
rutt, svo að þar varð fær vegur.
A. ó.
Lýsing Islands
á f jórtándu öld
ARNGRlMUR Brandsson ábóti á
Þingeyrum (d. 1361), samdi sögu af
Guðmundi biskupi Arasyni, og er í
henni þessi lýsing á íslandi:
— Greindur guðs þjónn var biskup
á því landi, er bækur kalla Thíli, en
Norðmenn nefna Island. Má það og vel
segjast eiginlegt nafn þeirrar eyar, þvi
að þar er ís ínóg bæði lands og lagar.
Á sjónum liggja þeir hafísar, að með
sínum ofvægilegum vexti taka þeir að
fylla norðurhöfin, en yfir háfjöll lands-
ins svo óbræðilegir jöklar með yfir-
vættis hæð og vídd, að þeim mun ótrú-
legt þykja, sem fjarri eru fæddir. Und-
an þeim falljöklum fellur með atburð
stríður straumur með frábærum flaum
og íúlasta snyk, svo að þar af deya
fuglar í lofti, en menn á jörðu og kvik-
indi. Þau eru fjöll önnur þessa lands,
er úr sér varpa ægilegum eldi með
grimmasta grjótkasti, svo að það brak
og brestir heyrir um allt landið, svo
vitt sem menn kalla fjórtán tylftir um-
bergis að sigla réttleiði fyrir hvert
nes. Kann þessi ógn að fylgja svo mik-
ið myrkur forviðris, að um hásumar
um miðdegi sér eigi handa grein. Það
fylgir þessum fádæmum, að i sjálfu
hafinu, viku sjávar suður undan land-
inu, hefir upp komið af e'dsganginum
stórt fjall, en annað sökk niður i stað-
inn, það er upp kom' í fyrstu með
sömu grein. Keldur vellandi og brennu-
stein fær þar inóg. Skógur er þar
engi utan björk og þó lítils vaxtar.
Korn vex í fáum stöðum sunnan lands
og eigi nema bygg.
Ný kenning um sólbletti
DR. DONALD H. MENZEL forstjóri
stjörnurannsóknadeildar Harvard há-
skóla, hefir skrifað grein um sólblett-
ina í árbók Smithsonian Institution.
Segir hann þar að sólblettirnir séu „al-
gjörar lygnur i hinu æsta eldhafi sól-
arinnar”.
Þessi kenning er þveröfug við það,
sem haldið hefir verið fram til þessa.
Menn hafa talið að sólblettírnir væru
ógurleg gos á yfirborði sólar.