Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 2
458 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það hefir verið löngu fyr en þetta var og þó var enn óskipt beitiland. Af Vík og bæunum þar um kring fara engar sögur um aldir. Veit því enginn hvernig stendur á því, að jörðin var brytjuð niður í mörg býli. En Arnarhóls er næst getið í gjafabréfi, dagsettu í Engey 27. marz 1534. Það bréf er svo: „Það geri eg, Hrafn Guðmunds- son, heill að viti, en krankur á líkama, góðum mönnum kunnugt með þessu mínu opnu bréfi, að eg gef jörðina alla Arnarhól, er liggur á Seltjarnarnesi í Víkur kirkju- sókn, heilögu klaustri í Viðey til ævinlegrar eignar, en mér til eilífs bænahalds, með þeim skil- mála, að jörðin skal hvorki seljast né gefast frá klaustrinu, en tíund- ast ævinlega þar sem hún liggur, þeim mönnum hjáveröndum: hús- frúnni Þórey Narfadóttur, Guð- brandi Jónssyni og Ingjaldi Jóns- syni. En ef guð gefur mér minn bata, heilsu og styrk, þá er fyr- nefnd jörð, Arnarhóll, mín eign og í minni umsjá svo lengi sem guð gefur mér lífdagana, en eftir mína framferð skal hún klausturs- ins eign vera, sem fyr segir“. Ekki er víst að Hrafn hafi búið á Arnarhóli, en hann er seinasti bóndinn, sem á þá jörð. Nokkrum árum seinna kastaði konungur eign sinni á allar jarðir Viðeyarklaust- urs, og þá hafa verið rofnir þeir skilmálar, sem Hrafn setti fyrir gjöfinni, því að þá mun hafa verið lokið hinu „eilífa bænahaldi“ fyrir sál hans. Um hitt skilyrðið, að jörð- in mætti hvorki gefast né seljast, er að vísu það að segja, að hún var hvorki gefin né seld, heldur var henni bókstaflega rænt. Húsfrú Þórey Narfadóttir, sem var vitundarvottur að gjöf Hrafns, hefir sennilega verið mágkona Orms sýslumanns Jónssonar í Vík og móðursystir Narfa Ormssonar •ýslumanns, sem var seinasti sjálfs- eignarbóndi í Vík. Narfi sýslumað- ur lét dóttur sína heita Þórey, og bendir það til skyldleikans. Arnarhólsland Það mun sennilega hafa verið um þetta leyti, eða þó öllu heldur fyr, að Arnarhólslandi var skipt úr Víkurlandi. Þykir líklegast að það hafi verið gert um leið og hjáleig- urnar Skálholtsskot og Stöðlakot byggðust. Nafnið Stöðlakot bendir til þess, að þar hafi verið stöðull. Nokkru ofar, eða þar sem nú er lóð Ingólfsstrætis 9, var þá varða, sem kölluð var Stöðulvarða og berdir það nafn til hins sama. Efst á holtinu, þar sem minnisvarði Leif.s heppna stendur nú, voru beit- arhús frá Arnarhvoli, og allt holtið var þá kallað Arnarhólsholt, en Öskjuhlíðin Víkurholt. Þegar landa -merki voru nú ákveðin milli Vík- ur og Arnarhóls, voru þau úr Stöðulvörðu og vestanhalt við beit- arhúsin og þaðan upp í Breiða • mýri að Rauðarárlæk, en síðan réði lækurinn landamerkjum til sjávar. Þetta var þá allt Arnarhólsland. Þegar beitarhúsin voru reist, hefir bóndinn á Arnarhóli sjálf- sagt átt allmargar kindur. En nokk- uru eftir að skiptin fóru fram, munu húsin hafa verið lögð niður, því að þess er getið 1777, að þau sé ekki annað en gamlar rústir. En upp úr þessum rústum munu skóla- piltar íafa tekið efni í Skólavörð- una, sem hlaðin var á árunum 1785—86. Þannig hafa beitarhúsin horfið. Og þær eru einnig horfnar Skólavarðan og Stöðulvarðan. Arnarhóll hefir eflaust misst spón úr askinum sínum þegar land- inu var skipt. Áður hefir hann haft kúahaga og hrossahaga suður í Vatnsmýri, í sameiginlegu beiti- landi, en eftir það ekki aðra haga heldur en meðfram Rauðarárlækn- um. Sennilega hafa þó verið sæmi- legir sauðfjárhagar í holtinu um þær mundir. Annars missti Arnar- hóll ekki öll sín hlunnindi af sam- býli við Vík, því að hann átti enn um langt skeið torfristu, stungu og móskurð til eldiviðar í Víkurlandi, og er þess getið í Jarðabókinni 1703. Arnarhóll um 1700 Fyrstu glöggvar upplýsingar um Arnarhól er að fá í Jarðabókinni. Þá er þar tvíbýli og búa þar bræð- ur tveir, Tómas og Jón Bergsteins- synir. Var heimilisfólk hjá öðrum 6 manns, en hjá hinum 5. En auk þess var hjá Tómasi tómthúsmað- ur, Guðni Eyólfsson að nafni, með konu og barn, og þar að auk hús- maður, sem Klemens Jónsson hét. Hjá Jóni var og tómthúsmaður, sem Guðlaugur Höskuldsson hét, og bjó hann með öðrum manni í kofa heima við bæinn. Heimilis- fólk hefir því verið 17 manns. En svo voru löngum aðkomumenn þar, því að þaðan gengu 1—3 kóngsskip og fylgdi þeim engin verbúð, svo að bændur voru skyld- aðir til að hýsa skipshafnirnar, hvort sem voru ein eða fleiri, og fengu ekkert fyrir nema soðning- arkaup. Á þessu má sjá, að þarna hafa þá verið allmikil húsakynni. Vatnsból var talið slæmt á Arn- arhóli. Það var brunnur neðst í túninu rétt þar hjá sem Söluturn- inn stendur nú. Margir Reykvík- ingar muna eflaust eftir honum, því að hann var þarna til skamms tíma, en nú hefir verið steypt stétt yfir hann. Við vitum ekki hve mik- il eftirsjá er að þessum brunni, en þessi hafa orðið örlög margra gamalla minja hér — þær hafa ver- ið afmáðar þegjandi og athuga- laust. Það var ekki eina kvöðin á bændum að hýsa sjómenn kóngs, heldur urðu þeir sjálfir að kosta viðhald bygginga. Auk þess urðu þeir að flytja Bessastaðamenn, hve

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.