Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 463 Meiri hraði — meiri hraði HERNAÐUR hefir verið helzta starf mannkynsins framan úr grárri forn- eskju. En í hernaði er nauðsynlegt að geta komið orðsendingum skjótlega milli fjarlægra staða. Þangað er að leita upptakanna um þörfina á sífellt meiri hraða. Fyrst í stað voru það framúrskar- andi hlauparar, hraðboðarnir, sem á varð að treysta. Fornþjóðirnar Israels- menn, Grikkir, Rómverjar og Aztecar sendu hraðboða, þegar mikið lá við. Þess er getið um einn hraðboða Alex- anders mikla, að hann hafi hlaupið allt að 100 km. á 9 klukkustundum. Um annan hraðboða er sagt, að hann hafi hlaupið 190 km. á einum degi. En met- ið er þó 240 km. á einum sólarhring. En hraðinn var ekki nógu mikill og þá er sagt að Kínverjar hafi fundið upp á því að nota hesta í slíkar hrað- ferðir. Ríðandi maður var miklu fljót- ari í ferðum en hlaupari. Brátt tóku aðrar þjóðir þetta eftir þeim og var þá farið að nota alls konar reiðskjóta, svo sem múldýr og úlfalda. Síðar var kom- ið upp stöðvum hingað og þangað þar sem hraðboðarnir gátu haft reiðskjóta skipti. Persar höfðu annan hátt á. Þeir reistu timburturna með stuttu millibili, og svo kölluðust menn á milli turnanna. Voru til þess valdir rómsterkir menn, og þannig bárust skilaboðin frá einum til annars um óravegu. Á dögum Julí- usar Cæsars var með þessu móti hægt að koma skilaboðum 200— 250 km. á fáum klukkustundum. En á öllu þessu var stór galli. Á þeim árum voru stigamenn alls staðar, svo að hraðboðum var ekki óhætt. Fjandmenn gátu og legið í leyni fyrir þeim, eða brotið niður turnana. Þá fundu Kínverjar einnig lausn á þessu. Þeir fundu upp á því að senda hrað- boða í loftinu — bréfdúfur. Þeim var engin hætta búin af stigamönnum né fjandmannaliði. Þeim stafaði ekki hætta af öðru en ránfuglum. Og til þess að forða þeim við árásum, var hengd lítil bjalla um hálsinn á þeim. Villimenn fundu upp á því að berja bumbur og kveikja elda, ef hætta var í nánd. Aðrar þjóðir tóku þetta eftir þeim, svo sem Frakkar og Bretar. í Englandi voru það lög fram eftir öll- um öldum, að elda skyldi kynda ef menn yrði varir við ófrið. Þess er getið í Heimskringlu um Hákon konung Að- alsteinsfóstra er hann tók við ríki í Noregi, þá setti hann þau lög, að ef menn yrði varir við ófrið, „að vita skyldi gera á háum fjöllum, svo að hvern mætti sjá frá öðrum. Segja menn svo, að á 7 nóttum fór herboðið frá hinum syðsta vita í hina nyrstu þinghá á Hálogalandi". Ekki er þess getið að þessi siður hafi fyrr verið í Noregi og hefir Hákon konungur sennilega komið með hann frá Englandi. En ekki gafst þetta vel. Víkingar gerðu þá víða strandhögg og hugðu menn að þar mundu vera Ei- ríkssynir og skutu upp vitum, svo her- hlaup varð um allt land. Reiddist kon- ungur því og lagði við þungar refsing- ar, ef vitum væri skotið upp að óþörfu. Varð þetta svo til þess að engin njósn barst af fyrstu herferð Eiríkssona til Noregs. Seinna komu merkjastöðvar, þar sem tákn voru gefin með ljósum og veifum. Risu þær upp víðs vegar um Frakk- land og England, og voru einnig not- aðar í þrælastríðinu í Bai.daríkjunum. En þær voru hvergi nærri viðhlítandi. Rafmagnið kemur til sögunnar Það var árið 1627 að maður nokkur, Robert Bacon að nafni, fór að föndra við rafmagn og helt að það mundi geta flutt tíðindi hraðar en allt annað. Hann hafði ekki annað upp úr þessu en það, að hann var kærður fyrir kukl og galdra. Svo var hann handtekinn og sat í dýflissu í 20 ár. Svo var það ekki fyr en árið 1726 að menn uppgötvuðu að hægt var að leiða rafmagn eftir vír, og fáum ár- um seinna hafði tekist að senda raf- magnsstraum með vír um 800 feta leið. Það varð upphafið að ritsímanum. Sam- uel Morse gerði uppgötvunina hagnýta með því að finna upp merkja kerfi það, sem við hann er kennt. Það var í því fólgið að senda löng og stutt merki með rafsíma; merkin voru látin tákna stafi, og þannig var hægt að koma skilaboð- um langar leiðir. Árið 1875 uppgötvaði Alexander Graham Bell að hægt var, að senda mannsrödd með símanum, alveg eins og merki. Þar með var talsíminn fund- inn upp. Bell ætlaði að selja Western Union Telegraph Company uppgötvun sína, en þeir höfðu enga trú á henni og vildu ekki við henni líta. Bell vildi fá 100.000 dollara fyrir hana. Tveimur árum seinna hefði Western Union fús- lega greitt 25 milljónir dollara fyrir uppgötvunina, en þá var það of seint. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni urðu miklar framfarir á þessu sviði. í stað- inn fyrir ritsíma og talsima og loft- skeyti með merkjum, kom nú firðtal, útvarp og sjónvarp. í kjölfar þess hafa svo komið tæki, sem rita sjálf skeyti, og tæki til þess að senda myndir og afrit í loftinu. Og á næsta leyti er sjónvarpssími, þar sem maður getur séð þann, sem hann talar við. Annars er nú hægt að talast við heimsendanna á milli, talstöðvar eru í skipum, bát- um og bílum og öðrum farartækjum. Fjarlægðir hafa minnkað svo, að þeir sem búa hinum megin á hnettinum, eru nú orðnir nágrannar manns. Og nú eiga fjarlægðirnar enn að styttast með tilkomu gerfihnattanna. Wernher von Braun, hinn kunni rá- kettusérfræðingur, segir að sex gerfi- tungl, sem snúast umhverfis jörðina með vissu millibili, muni geta annast allar skeytasendingar í heiminum, bæði fyrir stjórnarvöld ög einstaklinga. Það er orðið býsna ólíkt í heimin- um nú og var meðan hraðboðar voru á hlaupum með áriðandi skeyti, eða tilkynningar voru gefnar með merkj- um. Hin mikla hraðaaukning er raf- magninu að þakka. En það hefir líka orðið lyftistöng margs konar annara framfara. Mannkynið væri illa á vegi statt ef það missti rafmagnið allt í einu. !L/7)@s®(rsj Mannanöfn OFT MÁ SJÁ á nöfnum manna hverr- ar þjóðar þeir eru. Van er hollenzka, von er þýzka, Mc er írska, en Mac er skozka. Nöfn sem enda á -ez eru spönsk, -ov eða -off rússnesk, -i venjulega ítölsk, -quist, -holm og -rup eru nor- ræn, -escu er rúmenskt, -wicz er pólskt, -en er finnskt, ian er armeniskt og -poulos er grískt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.