Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Side 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrir reykháf á eldhúsi, en stund- um er aðeins gat á mæninum til þess að hleypa reyknum út. Eini eldurinn, sem logar í þessum kof- um, er hlóðaeldurinn. Eldhúsið er venjulega sérstakt hús, en innan- gengt í það eftir dimmum gangi. Eg varð að ganga hálfboginn inn um útidyr. Voru þar innar af göng með moldargólfi. Um þau mið var hápallur, og virtist þar á einum stað vera svefnrúm, en engar fjalir að því. Á pall þar andspænis var hrúgað alls konar fatnaði. Undir þessum pöllum var mikið af harð- fiski og alls konar skrani í einni bendu. Þegar inn úr göngunum kom, var komið inn í eldhúsið, og rauk þar upp af eldglæðum. Þar var allt fullt af reyk, sem komst ekki út um strompinn, og þar sem eng- inn gluggi var á eldhúsinu, þá var ekki hlaupið að því að rata út aft- ur. Þessi bær var alls ekki sá lak- asti, þótt mér fyndist hann furðu lélegur“. Svipaðir þessu voru allir bústað- irnir, sem íslendingar reistu handa sér í höfuðborg sinni um þær mundir. Hér er ekki um neinar ferðalangsöfgar að ræða. Mörg kotin voru þó þrifalegri en þetta, enda þótt snyrtimennska gæti óvíða notið sín, þar sem þrengsli voru alls staðar mikil, oftast tví- býli og þríbýli í hverju koti. Svaf fólk þá sem þéttast í baðstofunum. í rúmfletunum voru hefilspænir eða heyrusl til að liggja á, mar- hálmsdýna þegar bezt lét, og sæng- urfötin ekki annað en ein rekkju- voð og brekán. Allar urðu konurn- ar að matreiða í eldhúsinu, og höfðu ekki annan eldivið en mó. Og til ljósa voru kerti eða grútar- týrur. Maturinn var mestmegnis grautur og tros. Ódýrari húsakynnum var ekki hægt að koma upp heldur en torf- bæirnir voru. Efnið í veggi og þak var tekið á staðnum. Svo reyndu menn að vera sér úti um spýtur í stoðir, bita og sperrur, en borð- við til þess að þilja baðstofu og gera stafnþil, urðu menn að fá hjá kaupmönnum. Það var tekið í skuld, og svo voru menn bundnir á skuldaklafa hjá kaupmanninum, og losnuðu aldrei úr þeim viðjum. Það mun mönnum nú þykja ótrú- legt, þegar þess er gætt, að hvert kot kostaði varla meira en einn teningsmetri kostar í steinhúsi nú. Alþýða manna hafði aldrei pen- inga handa milli. Öll fjármál henn- ar voru í höndum kaupmanna. Nauðsynjavörur voru fengnar í versluninni að láni. Opinber gjöld urðu menn að greiða með inn- skriftum í reikning sinn hjá kaup- manni, og eins önnur viðskipti, ef það var hægt. En svo voru menn skyldugir að láta kaupmanninn fá allan fisk sinn. Kaupmaður skammtaði sjálfur verðið á vörum sínum og fiskinum. Klemens Jóns- son segir í Sögu Reykjavíkur: „Tómthúsmenn voru í skuldum hjá kaupmönnum og þeim algjörlega háðir, enda skömmtuðu þeir bæði vinnutíma og dagkaup, því að þá var ekki um tímakaup að ræða. Venjulegur vinnutími var 14 stundir á dag. En vinna var þá næsta stopul, aðallega við að ferma og afferma skip haust og vor. Margir þurrabúðarmenn fóru því í kaupavinnu á sumrin. En hvorki daglaunavinnan né kaupa- vinnan gat framfleytt heimili. All- ir stunduðu því sjó, og ef fiskur- inn brást, þá var voðinn vís“. Ef þú hefðir komið til Reykja- víkur snemma morguns einhvern góðan sumardag fyrir einni öld, þá lá leið þín um Arnarhólstraðir og yfir vað á læknum neðan við hólinn. Á fjörukambinum þar fyrir handan er verið að breiða fisk. Þarna var þá allur fiskur þurrk- aður, milli kaupmannabúðanna og sjávar. Nú er verið að breiða vor- fiskinn; vertíðarfiskurinn er kom- inn í hús. Við fiskbreiðsluna vinna aðeins konur og börn. í fjörunni standa bátarnir skorðaðir, því að nú er enginn afli og ekki róið. En hvar eru þá karlmennirnir? Hvers vegna eru þeir ekki að vinna? Þú færð svarið í næstu búð. Þar híma þeir, og einnig í öðrum búðum. Þeir eru í sortulituðum lokubux- um og duggarapeysu, með tréskó eða sauðskinnsskó á fótum. Það er daglegur búningur þeirra þegar þeir eru í landi. Nú hafa þeir ekk- ert að gera, kaupmennirnir nota ódýrasta vinnukraftinn við fisk- verkunina. Út úr leiðindum safnast karlarnir saman í búðunum og híma þar. Ef til vill verður ein- hver svo heppinn að fá smásnún- ing hjá kaupmanni, og fyrir það einn sopa úr brennivíns-lekabytt- unni. Það er þeirra von — um atvinnu er ekki að tala. Lánastofnanir. Forráðamönnum bæarins var það Ijóst, að hér var ekkert hægt að gera, sökum skorts á veltufé. Meðan engir peningar voru í um- ferð manna á milli, voru engar lík- ur til þess að tómthúsmönnum mundi takast að losa sig úr skulda- viðjum kaupmanna. Og hér var ekki hægt að ráðast í neitt fyrir- tæki vegna þess að lánsfé var hvergi fáanlegt. Þess vegna var það árið 1850 að bæarstjórnin sótti um leyfi til þess að stofnaður væri sparisjóður í Reykjavík, en um alla slíka ný- breytni varð að sækja um leyfi til dönsku stjórnarinnar. Að þessu sinni brást stjórnin vel við og leyfði þetta. En sjóðurinn var ekki stofnaður. Kaupmenn vildu ekki leggja fé í hann, embættismenn ekki heldur, og hvaðan átti hon- )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.