Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Síða 3
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 219 um þá að koma fé? Það var ekki til. Liðu svo nokkur ár. Þá skar Þingvallafundur upp úr með það, að ástandið væri óþolandi, og eng- in von til þess að nokkur viðreisn yrði í landinu, nema því aðeins að bætt yrði úr peningaeklunni. Þetta var og aðkallandi vegna þess, að nú stóð fyrir dyrum að verslunin yrði gefin frjáls við all- ar þjóðir. Alþingi sendi því bænarskrá til konungs um að stjórnin legði fyrir þingið lagafrumvarp um stofnun banka. í greinargerð er þess getið, að nú sé svo mikil peningaekla í landinu, að í fjölda mörgum kaup- túnum geti menn ekki fengið pen- inga til þess að greiða opinber gjöld sín. Kaupmenn þykist ekki hafa neina peninga, og þeir flytji ekki peninga til landsins, því að þeim sé það miklu hagkvæmara að reka vöruskiptaverslun. Þess vegna sé það ekki hér eins og annars staðar, að peningar dreifist frá verslunum út á meðal almennings. Ástandið fari versnandi með hverju ári, og þetta muni verða frjálsri verslun fjötur um fót. Til þess að hún geti blessast verði hér að rísa upp lána- stofnun, sem geti keypt ávísanir og víxla eins og alls staðar erlendis. Og þótt kaupmenn frá öðrum lönd- um (en Danmörk) vilji flytja hér inn peninga, þá sé ekki hægt að skipta þeim. Ennfremur fylgi sú hætta, að hér verði fluttir inn fals- aðir peningar, og enginn kunni að varast þá. Þess vegna telur þingið nauðsyn- legt að stofnaður verði hér banki sem allra fyrst, og hlutverk hans eigi að vera: 1. að kaupa víxla af kaupmönn- um, 2. að skrá gengi á erlendri mynt gagnvart danskri krónu, 3. að veita veðlán, er greiðist hér eða í Danmörk, s s s s \ s s \ s s í s ( s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) s s •> s s s i s s s Hríðum fækkar Fróni á, frosta smækkar drómi. Sólin hækkar hafi frá hennar stækkar ljómi. Strýkur fjöllin blíður blær, bráðnar mjöll af tindum, grænkar völlur, grund og sær glitra’ í öllum myndum. Vængjuð syngur vinahjörð, sem vorið hingað seiðir. Sig í kringum Faxafjörð fjallahringur breiðir. Bióma svipinn byggðir fá, búsæld mikil víða. Fiski-skipa fjöldinn þá, flóann þykir prýða. Ótal margt þó ekki skil, i öllu skarti þinu vorið bjart, sem andar yl inn að hjarta mínu. Valdimar Kristófersson. s s S s s s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 4. að taka við fé til ávöxtunar. Nokkru áður en þetta var, hafði Siemsen kaupmaður í Reykjavík lagt til, að hér yrði stofnaður veð- lánabanki, og höfuðstóll hans væri jarðirnar, sem konungur tók af klaustrunum forðum. Við umræð- ur á Alþingi kom þó fram, að æski- legast væri að Þjóðbankinn danski stofnaði hér útbú. Páll Melsteð var þá konungsfull- trúi. Lét hann bréf fylgja bænar- skránni til innanríkisráðuneytisins og kvaðst vera vantrúaður á að hér væri hægt að stofna banka, sökum fjárskorts, og erfitt mundi að reka hann. Þess vegna væri það langæskilegast ef Þjóðbankinn vildi stofna hér útbú. Innanríkisráðuneytið sneri sér til Þjóðbankans og spurði hvort hann mundi vilja stofna útbú í Reykja- vík. Bankinn svaraði því, að hann teldi sér það ekki fært. Kostnaður við slíkt útbú mundi verða svo mikill, að það gæti alls ekki borið sig, og auk þess væri ekki hægt að hafa neitt eftirlit með útbúi, sem væri svo langt á burtu. Ráðuneytið skýrði svo frá þess- um málalokum og gat þess jafn- framt, að sú leið væri ekki fær, að ríkið stofnaði veðlánabanka, þar sem klausturjarðirnar væri höfuðstóllinn, því að bankinn gæti ekki borið sig og þá væri jarðirn- ar glataðar. Viðurkenndi ráðu- neytið þó, að peningaskortur væri mjög tilfinnanlegur á íslandi og mundi eflaust geta staðið frjálsri verslun fyrir þrifum. En ekki kvaðst það geta bent á neitt úr- ræði til að bæta úr þessu. Úrræðið yrði að koma frá íslendingum sjálfum. Þeir yrði að stofna spari- sjóð, enda þótt slík tilraun hefði farið út um þúfur 1850. Þetta varð til þess, að ekki var minnst á bankastofnun á Alþingi aftur fyr en 1881. Atvinnubótafé. Reglugerð var sett 27. nóv. 1846 um stjórn bæarmálefna í Reykja- vík. Þar var svo ákveðið, að bæ- arstjórn mætti ekki taka lán, nema með samþykki amtmanns (sem þá var jafnframt stiftamtmaður). Væri hann ekki samþvkkur lán- töku, átti hann að leggja málið undir úrskurð kanselli (síðar dómsmálastjórnarinnar), en ef það sæi sér ekki fært að veita úrskurð, þá skyldi málið borið undir kon- ung. Nú var það árið 1859 að stjórn- in lagði fyrir Alþingi frumvarp um stofnun barnaskóla í Reykja- vík. Hafði það mál margsinnis strandað á fjárskorti, en nú var fundinn nýr tekjustofn til þess að standast kostnað við skólahaldið. Skattur skyldi lagður á óbyggðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.