Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 í skóginum og fylgja farvegi lind- arinnar. En sumir fara þó út um hina dreifðu lundi og kjarr. Hér eru ýmis veiðidýr: apar, tapírar, hérar, letidýr, maurasleikjur, og stundum kemur það fyrir, ef menn eru heppnir að þeir geta lagt að velli villisvín eða skógarhjört. Veiðimennirnir eru flestir með byssur. Einstaka maður er með boga og örvar. En það er nú orðið svo fátt um veiðidýr, og þau orðin svo stygg, að bogaskyttur komast tæplega í skotfæri við þau. Fyrrum höfðu Kraho-Indíánar kylfur, þegar þeir fóru á veiðar. Sagnir eru um að sumir hafi verið svo fótfráir, að þeir eltu dýrin uppi og rotuðu þau með kylfunni. Og það kemur fyrir að þessi veiðiað- ferð er notuð enn. M^nn fæla dýr- in út úr skóginum, elta þau svo milli. hinna ýmsu lunda og vinja, þangað til dýrin eru orðin magn- þrota af mæði, og þá eru þau rot- uð. Það þarf fótfráa og þolna menn til þess að stunda slíkan veiðiskap. Veiðin skiptist jafnt. Um kvöldið söfnuðust allir veiði- mennirnir saman í bækistöðvum sínum. Vinur minn, Kratchet, sem eg ætla að dveljast hjá, hafði skot- ið tapír. Aðrir komu með apa og maurasleikjur. Það er byrjað á því að fleygja dýrunum á eldinn til að svíða þau. Engin dýr eru flegin nema villi- svín, því að fyrir leður þeirra er hægt að kaupa skotfæri. Veiðimaður á ekki sjálfur þau dýr, sem hann leggur að velli. Öll veiði er sameiginleg eign. Veið- inni er safnað saman í tvær hrúg- ur og tveir ungir menn eru látnir gefa því gætur að rétt sé skipt. Ef um stór veiðidýr er að ræða, svo sem villigölt, þá eru þau rist sund- ur að endilöngu og sinn hlutinn settur í hvora hrúgu. Önnur smærri dýr eru talin og skipt jafnt. Eyrnaskraut, sem karlmenn hafa einka- leyfi að bera. Meðan drengir eru ungir, er stungið gat á eyrnasnepilinn og sett spýta í. Smám saman er gatið víkkað, þar til haegt er að hafa trétöflu í því. Indíánar halda að eftir því sem taflan er stærri eftir þvi lítist ungu stúlkun- um betur á sig. Hvers vegna er þetta gert? Það er vegna þess, að Indíánaþorpið skiptist í tvo hluta. Öðrum megin búa afkomendur sólar, hinum meg- in afkomendur mána. Samkvæmt þjóðsögnum Kraho- Indíána, voru sólin og máninn fyrstu menn hér á jörð. Sólin hét Pud, en máninn hét Pudlera. Þeir voru góðir vinir, og af þeim eru Kraho-Indíánar komnir. Þess vegna er þorpinu skipt í tvennt. Sá hluti þess, er sólarafkomendur byggja, heitir Koigateye, en sá hlutinn, sem mánaafkomendur byggja, heitir Harangateye. Koiga- teye er kallaður æðri hlutinn, en það er aðeins táknrænt, því að sólin var hraustur maður og vitur, en máninn var heimskur og væsk- ilslegur. Þó ríkir fullkomið jafn- rétti milli þorpshlutanna. Þegar ungu mennirnir hafa skipt öllum veiðifeng jafnt í tvo staði, er byrjað á því að útdeila meðal einstaklinga. Pálmablöð eru breidd á jörðina, og svo er bvrjað á því að brytja veiðina niður, og vinnur einn maður að því við hvora hrúgu. Veiðin er brytjuð í jafnmarga bita og þorpsbúar eru í hvorum hluta. Hver veiðimaður hefir leyfi til að gera sínar athugasemdir við skipt- in, hvort honum finnst eitt heimili fá of lítið, eða annað of mikið. Sá, sem skiptir, tekur þetta til greina og jafnar metin. Svo er byrjað að úthluta. Gest- irnir fá fyrst sinn skerf, þar næst gamla fólkið, þá fullorðnir karl- menn og börnin seinast. Sjúkum mönnum, ekkjum og munaðarleys- ingjum er ekki gleymt. Nú er allt þetta reykta kjöt látið í körfur, sem veiðimenn hafa flétt- að. Síðan höldum vér á stað til þorpsins í halarófu, því að það er siður Indíána að ganga hver í spor annars. Þegar vér eigum um tvo km. ófarna til þorpsins, er tekin hvíld. Þar eru tveir pálmaraftar, sem liggja hlið við hlið. Nú axla tveir ungir menn þessa rafta og taka svo á sprett. Hinir ungu mennirnir fylgja þeim eftir með köllum og eggjunum. Eldri mennirnir koma skokkandi á eftir með Kjötið. Þess- um spretti skal haldið til þorpsins. Það er nokkurs konar boðhlaup. Ef burðarmaður þreytist kemur annar óðar og tekur við raftinum, og hleypur svo eins og fætur toga til þess að reyna af öllum mætti að komast fram úr hinum. Þegar að þorpinu kemur, hlaupa þeir tvo hringa andsælis umnverfis það. Hlaupinu lýkur ekki fyr en sigur- vegarinn fleygir af sér byrðinni ut- an við hús nokkurt. í þessu húsi á heima ung stúlka, sem er „vernd- ari“ annars hvors keppendahóps- ins. Þar liggja margir fleiri buðl- ungar úti fyrir dyrum. Að hlaupinu loknu fara allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.