Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 4
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dyr sneru því í norður, en fram af þeim var skúrbygging til skjóls gegn norðanáttinni, sem jafnan er köld í Seyðisfirði, og sneru dyrnar á skýlinu mót austri. Systir mín hét Þóranna. Móðir okkar kenndi okkur að lesa litlu síðar en að tala. Hún kenndi okk- ur einnig að skrifa, og undirstöðu- atriði í reikningi. Kver og biblíu- sögur lærðum við heima og höfðum lokið því um 10 ára aldur. Þá var kominn barnaskóli á Þórarins- staðaeyrum (1889) og gengum við tvo vetur 1 hann og lærðum mikið, því að kennarinn var ágætur, Steinn Jónsson, sá hinn sami, er Þorsteinn Þ. Víglundsson skóla- stjóri í Vestmannaeyum skrifaði svo lofsamlega um í Lesbók Morg- unblaðsins 1945. Það varð snemma venja heima, að við Þóranna lás- um upphátt á kvöldvökum öðrum til skemmtunar. Helzt sá siður enn, er sá atburður gerðist, er nú skal frá sagt. Eigi alllangt frá heimili okkar bjuggu hjón, sem við getum nefnt Jón og Guðrúnu. Það eru algeng íslenzk nöfn. Jón hafði verið hið mesta hraustmenni til líkama og sálar meðan hann var yngri, en stórgeðja. Nú var hann um áttrætt og þrotinn heilsu og kröftum. Lá hann oftast rúmfastur. Konan var um fimmtugt, mesta myndar- og gæðakona og vildi allra vandræði leysa. Hún var geðgóð og strang- heiðarleg til orðs og æðis, og lét sér mjög annt um mann sinn í veikindum hans. Þau áttu eina dóttur, og þegar hún var á tíunda ári var eg fenginn til þess að kenna henni lestur, skrift og reikning. Gekk eg þangað einn vetur og varð brátt sem einn heimamanna. Fell sérstaklega vel á með mér og gamla manninum. Sat eg löngum við rúmstokk hans og ræddum við um daginn og veginn. Að lokum er þá að geta þess mannsins, sem að mínu áliti var hin raunverulega orsök þess at- burðar, er gerðist á heimili for- eldra minna, en það var vinnu- maður þeirra Jóns og Guðrúnar. Sigurður hét hann og var sunn- lenzkur. Hann var um þrítugt, bezti drengur og lét sér mjög annt um heimilið. Varð því að vera náin samvinna milli hans og húsfrey- unnar, því að hún varð að treysta á hann til allra aðdrátta, og allra annara heimilisstarfa. Þetta misskildi gamli maðurinn algjörlega. Helt hann að samdrátt- ur væri milli þeirra og leiddi það til svo magnaðra geðofsakasta, að mæðgurnar urðu skelfdar og sóttu mig eigi ósjaldan til þess að tala um fyrir gamla manninum. Hafði eg ávalt sefandi áhrif á hann, og þakkaði hann mér jafnan fyrir, er hann hafði áttað sig. En einn at- burður er mér sérstaklega minn- isstæður. Kom þá dóttirin hágrát- andi heim til okkar og biður mig að koma fljótt, því að pabbi sinn hafi náð í gæruhníf, sem geymdur var undir súðarsperru í baðstof- unni. Eg mun hafa brugðið nokk- uð fljótt við, og er eg kom á bæ- inn, ana eg þegar inn í eldhús án þess að berja að dyrum. Guðrún var ekki í eldhúsinu, svo eg held rakleitt til baðstofu. Og um leið og eg opna baðstofuhurðina, sé eg hjónin vera að togast á um gæru- hnífinn. Þeim varð báðum hverft við og varð það til þess að Guðrún helt hnífnum. Eg ætlaði að láta eins og ekkert væri og spyr um stúlkuna og bækur hennar. Þá segir Jón gamli: „Vertu nú ekki að fela þig, Guð- mundur. Það hefir verið sent eftir þér og það var gott að þú komst, það kemur altaf eitthvað með þér, sem ég ræð ekki við. Annars var djöfullinn hérna og eg ætlaði að drepa hann“. „Heldurðu að þú hefðir getað það með busanum“, sagði eg eins og í glettni. „Eg er hræddur um að það þurfi meira til. Annars veit eg að hann er ekki hérna, og hvergi að eg held“. En það var ekki við það kom- andi að Jón vildi fallast á það, hann þóttist viss í sinni sök. Eg dvaldist hjá honum þangað til hann hafði jafnað sig nokkuð. Þá var það eitt kvöld á jólaföstu, að barið er að dyrum hjá okkur svo að allir heyra. Sigurður vinnumað- ur Jóns var þá staddur hjá okk- ur. Eg las upphátt, móðir mín spann, faðir minn var að tvinna band á snældu, en Þóranna systir mín var að gæla við köttinn á milli þess að hún saumaði í stramma. Þess má geta að myrkfælni þekkt- ist ekki á heimili okkar. Þóranna rýkur þegar til dyra, en kemur brátt aftur og segir að enginn sé úti. „Hvaða ósköp gat okkur öllum misheyrzt", sagði mamma. Eg hóf nú lesturinn að nýu, en ekki hafði eg lengi lesið er aftur var barið. Þá segir faðir minn: „Ætli eg ætti nú ekki að fara til dyra. Kannske hann vilji finna hús- bóndann", bætti hann svo við bros- andi. Hann lagði frá sér snælduna og gekk út. Þar var enginn kom- inn. Föl hafði fallið um kvöldið. Gekk því faðir minn hringinn í kringum bæinn til þess að leita að sporum, en þau voru hvergi sjáan- leg. Kom hann svo inn og sagði okkur frá þessu, og þótti öllum þetta undarlegt. Eg byrja enn að lesa og les nokkra hríð. Þá er barið í þriðja sinn. Sigurður stendur þá á fæt- ur og ætlar að ganga til dyra, en í sama bili fæ eg hugboð, sem segir mér nokkurn veginn hvað er að: Sigurðúr á að koma út, en má ekki faral

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.