Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 gildrur, að beitt er fyrir þá með úldnum dræsum, og rennur hann þá á lyktina langar leiðir. Stundum kemur það fyrir að hlébarðinn ætlar sér ekki af og ræðst á skepnur, sem eru honum ofurefli við að eiga. Er þar helzt um baboon-apana að ræða. Gamlir baboon-apar eru grimmilega sterk- ir og harðvítugir, og eru svo arma- langir, að þeir geta varnað hlébarð- anum þess, að læsa klær í sig. Oft hefir það komið fyrir, að hlébarðar hafa beðið ósigur í viðureign við þessa apa. Roosevelt segir frá því að eina nótt hafi hann heyrt öskrin í hlébarða og baboon, sem háðu einvígi. Og morguninn eftir fannst hlébarðinn aðeins með lífsmarki eftir viðureignina við apann. Stundum kemur það fyrir, að hlébarðar gerast mannætur. Er þá venjulega um að ræða gamla hlé- barða, sem eru orðnir miður sín, en hafa uppgötvað einhvern veg- inn hve auðvelt er að ráða niður- lögum manna, sérstaklega barna. En þegar þeir hafa komizt upp á bragðið á mannakjöti, vilja þeir varla sjá annað og liggja þá í leyn- um í grennd við mannabústaði. Eru Svertingjar því ákaflega hræddir við þá, því að aldrei er að vita hvar þeim kann að skjóta upp eftir að rökkva tekur. Hlébarðar eru ekki félagslyndir, eins og ljónin. Þeir fara einförum og hvolparnir fylgja ekki mæðrum sínum nema stutta hríð. Venjulega eignast hlébarðar 3—4 hvolpa. Hvar sem verður vart við þá í skógunum, hefja apar og fuglar upp viðvörunaróp. Það er vegna þess að allir óttast þá. Þó er það ekki vegna þess að hlébarðar sé ferlegir ásýndum. Þeir eru þvert á móti einhver fegurstu dýr af kattakyni. — o — Menn eru oft að bollaleggja um það, hvers vegna þetta og hitt dýr sé skapað. Til hvers hefir náttúran t. d. alið hlébarðann, sem gerir ekki neitt annað en drepa önnur dýr? Er það nauðsynlegt til þess að viðhalda jafnvægi í náttúrunnar ríki, að rándýrin drepi niður önn- ur dýr? Sumir halda því fram, að hlébarðinn sé eftirlegukind, sem að réttu lagi ætti að vera aldauða fyr- ir löngu. En svo eru aftur aðrir, sem halda því fram, að hlébarðinn sé nauðsynlegt dýr. Hann komi í veg fyrir offjölgun ýmissa dýra, sem annars mundu tímgast svo ört, að þau yrði landplága. Það er ef til vill nokkuð til í þessu, og þá ætti eiturslöngur, hlé- barðar, tígrisdýr og önnur rándýr að vera nauðsynleg til þess að varna offjölgun annarra dýra. En þó er það dálítið undarlegt, að þeir, sem halda þessu fram, miða þá oft- ast við hagsmuni mannanna. Menn taka kobra-slönguna sem dæmi. Hún er hinn mesti vágestur í Indlandi og drepur þar um 20.000 manna til jafnaðar á hverju ári. Ekki er því þó haldið fram, að þetta sé gott til þess að hefta of- f jölgun mannkynsins. Kobra-slang- an lifir aðallega á rottum, en þær flytja með sér drepsóttir og valda miklum spjöllum á ökrum. Menn segja, að ef kobra-slangan væri ekki, mundi rottunum fjölga svo óskaplega að þær yrði hálfu verri plága heldur en slöngurnar. Það er því ill nauðsyn fyrir mennina, að slöngur og hlébarðar haldist við. Kunnur náttúrufræðingur, F. W. Champion, sem dvaldist mörg ár í Indlandi, segir að þar sé önnur ásfæða til þess, að menn vilji ekki útrýma hlébörðum. Búddatrúar- mönnum í Burma þykir kjöt mjög gott, en verða að neita sér um það vegna þess að þeir mega ekki slátra neinni skepnu. En setjum nú svo, að gömul kýr ráfi inn í skóg- inn þar sem hlébarði er fyrir. Hlé- barðinn drepur kúna, og eiganda hennar ber að rétt í því. Kýrin er dauð, eigandinn hefir ekki deytt hana og hefir því hreina samvizku. Hversvegna skyldi hann þá ekki hagnýta kjötið af henni í stað þess að það fari í hlébarðann? — Það er sagt, að þessari skoðun mundu þó flestir Burmamenn mótmæla. En setjum nú svo, að hlébarðar og önnur rándýr sé til þess að halda offjölgun annarra dýra í skefjum, hvað er það þá, sem held- ur offjölgun þeirra sjálfra í skefj- um? Fæst þeirra eiga sér aðra óvini en manninn. Hér er annað viðhorf, sem ekki er auðvelt að skýra. Ef grasbítar geta óhindrað aukið kyn sitt, þá kemur að því, að beiti- löndin verða uppurin. Þá hrynja dýrin niður úr hungri og drep- sóttum. En svo ber á hitt að líta, sem veiðimaðurinn Fredrick Selous hefir bent á. Hann segir: „Áður en hvítir menn komu til Afríku, voru lífsskilyrði ljóna og hlébarða svo góð, að þeim hefði átt að fjölga svo mikið, að þau hefðu drepið öll veiðidýr og síðan orðið að veslast upp sjálf“. Þetta hefir þó aldrei komið fyrir. Áður en hvítir menn komu til Afríku, áttu rándýrin varla neina óvini, því að Svertingjarnir voru svo illa vopnum búnir, að þeir gátu ekki verið þeim hættulegir. En á þeim árum þrifust ótölulegar hjarðir allskonar dýra, innan um rándýrin. Þótt rándýrin veiddu mikið, sá ekki högg á vatni. Veiði- dýrin juku kyn sitt og þeim fjölg- aði heldur, þrátt fyrir það þótt rán- dýrin léki lausum hala og ekkert væri gert til þess að fækka þeim. Menn vita ekki hvernig á þessu stendur. Sumir segja að það stafi af miklum dauða ungviða meðal rándýranna, aðrir halda því fram að viðkoman sé svo lítil hjá þeim,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.