Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 14
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jarðskjálftahœfta vofir sífellt borg Nýa M A R G T er líkt með íslandi og Nýa-Sjálandi. Jarðhitinn hefir sett sinn svip á bæði löndin Hér bú- umst vér við því hvað af hverju að Katla fari að gjósa eftir 40 ára hvíld, en í Nýa-Sjálandi búast menn við stórkostlegum jarð- skjálftum hvað af hverju, og segja að þeir komi nokkurn veginn reglulega á 40 ára fresti. Það er dálítið einkennilegt þetta 40 ára tímabil, sem jarðfræðingar hafa tekið eftir bæði á íslandi og á Nýa- Sjálandi. Höfuðborgin í Nýa-Sjálandi heit- ir Wellington og stendur hún á syðsta odda nyrðri eyarinnar, ein- mitt á því svæði, þar sem jarð- skjálftahættan er allra mest. Þar er landið allt sundursprungið. Og nú á einni öld hafa orðið þar 14 meiriháttar jarðskjálftar, en þeir svæsnustu með 40 ára millibili. Og nú er búist við því að stór jarð- skjálfti sé skammt undan. í Wellington eiga heima 150.000 manna. Standa mörg húsin í snar- brattri fjallshlíð og þar er nú byggt mest. Það er engu líkara en að bæarbúar sé hvergi smeikir við jarðskjálítana, eða hafi gleymt því hver hætta vofir yfir þeim. Sumir trúa því að öld jarðskjálftanna sé lokið, en jarðskjálftafræðingar eru ekki á því. Seinasti stórjarðskjálft- inn kom þar 1914 og átti upptök sín um 150 km. fyrir norðan borg- ina. Eftir sögn jarðskjálftafræð- inga var hann fjórum árum á eftir áætlun. Nú má því á hverri stundu búast við því að annar eins jarð- skjálfti komi. Að vísu kom þar all- yfir höfuð- -S j á I a nd s snarpur jarðskjálfti 1942 og olli nokkru tjóni, en þetta var ekki einn af „stóru“ jarðskjálftunum. En þótt borgarbúarnir lifi áhyggjulausu lífi og hugsi ekkert um hættuna, sem yfir vofir, verður ekki hið sama sagt um borgar- stjórniha. Hún hefir þegar fyrir löngu gert ýmsar varúðarráðstaf- anir og falið manni, sem Wreford P. Wade heitir, að hafa með hönd- um stjórn björgunarstarfs, ef til kemur. Hann hefir gert ráðstafanir til þess, að jarðýtur sé þegar til taks að ryðja götur, þar sem hús hrynja. Hann hefir einnig gert ráð- stafanir til þess, að hægt sé að flytja frá borginni þegar í stað 20.000 konur og börn, og verða þau flutt með skipum, ef vegir út frá borginni skyldi verða ófærir. Sjálf- boðaliðasveitir hafa verið skipu- lagðar og eiga þær að hjálpa til við björgun. Er talið að þær geti verið komnar á vettvang hálfri stund eftir að jarðskjálftinn ríður á. Þess- ir sjálfboðaliðar eiga að hjálpa fólki, sem hefir orðið undir húsa- rústum, sjá um dreifingu matvæla, koma vegvilltum mönnum í húsa- skjól og stjórna brottflutningi kvenna og barna. Er allt rækilega undir það búið og meðal annars hafa þegar verið prentaðir farmið- ar handa þessu fólki! Þá hafa og verið skipulagðar hjálparsveitir lækna og hjúkrunarkvenna til þess að annast þá, sem slasast kunna. í borginni hefir verið komið upp 28 hjálparstöðvum, þar sem geymd eru matvæli og hjúkrunargögn. Allt starfslið borgarinnar, svo sem s s ) s j \ s s s s N s s s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i Vorar nú í Vonarstraeti víða sendast börn. Fugla sveimur sín með læti syndir úti á Tjörn. Rétt til hliðar rís hér borgin, reyndar allt í kring, bráðum fær að blunda sorgin bjartan sólarhring. Vetrarlangt hér vorar þó að vetur herði tök, annars staðar allt er snjóað, opin helzt þó vök, að þvj styður eðli landsins, ylur jörðu frá, engu síður upplag mannsins, öðrum hjálp að fá. ■ Haldist Tjörnin, hólminn, brúin, s hvert á sínum stað! i Hingað kemur krían, flúin \ kuldann sunnan að.* * s Hún er grimm og viðsjál vera, ( vekur líf og f jör 5 og svo þor og afl að bera , okkar þungu kjör. SIGURÐUR NORLAND s s S * Sagt er, að hún komi frá Suð- • arskautslandinu. s \ s s ) s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s > s í s s s s s s s i slökkvilið, lögregla og starfsmenn við opinberar stofnanir, verður sett undir yfirstjórn hjálparnefnd- arinnar, og sérstakar reglur hafa verið settar um alla umferð á göt- um, ef hættan dynur yfir. Allar borgir í Nýa-Sjálandi hafa leyfi til þess að gera sams konar ráðstafanir, en það er Wellington ein, sem hefir riðið á vaðið, enda á hún mest í hættunni. Og til þess að allt geti farið skipulega fram, og ekkert lendi í handaskolum, fara æfingar þar fram með stuttu millibili. I,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.