Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 241 Fyrirhuguð kjördæm og kjósendatala í hverju. g norðurland 6YSTRA ioi91 kjJ*. * V* NORÖURLAND » \ VE6TRA \ SS76 UJo'í. AUSTURLAND f7i2 Qát. HIÐVESTURUND\ SUÐURUND 8SSZ kjós. RDðRTAViK____ 37603 rcykja! kj J ' ■ 12 þingmenn. Alls verða þetta 49 kjör- dæmakosnir þingmenn, en síðan skal úthlutað 11 uppbótarþingsætum sem 6ður. SLYSFARIR Sprakk olíugeymir á Hofsósi og fóru þar niður 40 smálestir af gasolíu (1.) Maður datt 6 götu í Reykjavík og fótbrotnaði (2.) Ungur maður, Gestur Gestsson frá Sandgerði, hvarf um páskana af báti sínum í Reykjavíkurhöfn (2.) Lík hans fannst síðar í höfninni (10.) Valdimar Bjarnason verkamaður í Reykjavík beið bana af slysi (4.) Ammóníaksprenging varð í Fiskiðj- unni í Vestmannaeyum, en enginn maður slasaðist (7.) Lítill trillubátur úr Garði fórst. Einn maður var á honum, Gestur Gíslason (9., 10.) Tveir hásetar á vb. Keili á Akra- nesi handleggsbrotnuðu í veiðiferð (10.) Hollenzkt flutningaskip, Henry Denny, var hætt komið í óveðri djúpt af Vestmanneyum og var talið af um hríð. Mörg skip og flugvélar leituðu þess, og seinast fann varðflugvélin Rán skipið. Kom þá veðurathugana- skipið India og dró hið laskaða skip til Vestmannaeya (16., 17., 18., 19., 22.) Kona fell af svölum á 4. hæð húss í Reykjavík, en staðnæmdist í fallinu á svölum 3. hæðar. Hún meiddist mik- ið (18.) Sigurður Kristjánsson háseti á bv. Gylli fell útbyrðis og drukknaði (25.) BÍLSLYS Bíll ók með miklum hraða aftan á annan, sem stóð kyr á götu í Reykja- vík. Báðir bílar skemmdust og einn maður slasaðist (2.) Bíll ók á ríðandi mann á Akranesi og lærbraut hann (26.) ELDSVOÐAR Eldur kom upp í hárgreiðslustofu í Reykjavík og urðu þar miklar skemmdir (2.) Gamall bíll brann á götu í Reykja- vík (2.) , Lítið nýreist hús brann í Búðar- dal (8.) Eldur kom upp í húsi á Akranesi, en var fljótt slökktur. Þar skeði það óhapp, að vatnsbuna úr dælu kom beint framan í slökkviliðsmann og skaðskemmdi í honum annað augað (14.) Stórbruni varð í Þorlákshhöfn. — Brann veiðarfærageymsluhús, með öllu er í var (15.) Kviknaði í hásetaklefa vb. Helgu i Reykjavík og urðu þar nokarar skemmdir (18.) Eldur kom upp í gömlu timburhúsi á Akureyri, en varð fljótt slökktur (21.) Vélavinnustofa í Kópavogi skemmd- ist af eldi (22.) Eyðibýlið Krókshús á Rauðasandi brann til kaldra kola (9.) Kviknaði í Ofnaverksmiðjunni í Reykjavík, en eldurinn varð fljótt slökktur (30.) BJÖRGUN Þriggja ára drengur á þríhjóli lenti inn undir veghefli á götu í Reykjavík, án þess að veghefilsstjórinn tæki eftir því. Annar veghefill var rétt á eftir. Sá sem stýrði honum, Brynjólfur Ey- ólfsson, sá að hverju fór, og með mesta snarræði og háska tókst honum að bjarga drengnum frá bráðum bana (1.) Fjögurra ára drengur fell í sjóinn í Siglufirði, en ungur maður, Jón Sveinsson, bjargaði honum með snar- ræði (18.) mannalAt Kristín Bárðardóttir ljósm., Reykja- vík (31. marz). 1. Eyólfur Jóhannsson frkvst., frá Sveinatungu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.