Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 1
22. tbl. XXXIV. árg. im Sunnudagur 9. ágúst 1959 „Dagar vorir eru skammir, en dagur kirkjunnar langur44 Ræða herra Sigurbjörns Einarssonar biskups i samkvæmi kirkjumálaráðherra 21. júni s.l. i HERRA FORSETl ISLANDS, virðu- lega forsetafrú, herra biskup tslands hœstvirtur kirkjumálaráðherra, hátt- Virtu gestir, virðulegu brœður. Mér er skylt cg einnig ljúft að flytja þakkir fyrir mína hönd og okkar hjónanna að lyktum þessa samsætis. Hæstvirtum kirkjumála- ráðherra þakka ég þann fagnað; sem hann hefur boðið til hér í kvöld, •og fyrir hau orð, sem hann hefur hér mælt. Mér er það sér- stakt ánægjuefni að leiðir okkar skyldu liggja saman og að ég skyldi eiga honum að mæta við mín fyrstu spor á nýjum vegi. Mér er það ánægjuefni sakir fyrri kynna við hann, fornra og góðra. Friðjón Skarphé ðinsson er mér minnisstæður frá skólaárum, þótt við værum ekki bekkjarnautar. Hann var mikils metið skáld í skólá og ég leit upp til skálda, og geri enn, en þó er mér enn annað o----/-----o EINS og kunugt er var séra Sigi^rbjörn Einarsson prófessor vígður til biskups yfir íslandi hinn 21. júní sl. Við það tæki- færi flutti hann prédikun, sem birtast mun í Kirkjuritinu. Að kvöldi vígsludagsins hélt kirkju- málaráðherra samsæti, þar sem fluttar vorú margar ræður. Hefur biskupinn góðfúslega gef- ið Lesbók Morgunblaðsins heim- ild til að birta ræðuna sem hann flutti í samsætinu. Einnig hefur Gísli Sveinsson varaforseti kirkjuráðs léð Lesbók ávarpið sem hann flutti við sama tæki- færi, og birtist það á eftir ræðu biskups. hugstæðara í sambandi við hann og sérstaklega ákveðið samtal, sem við áttum á göngu saman. Ég man enn nákvæmlega hvar við skild- um, og allan blæ samtalsins, og það var hann, en ekki ég, sem prédikaði þá, og hann gerði það vel. —oOo— Forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, og /irðulegri forseta- frú, Dóru Þórhallsdóttur, þakka ég, að þau hafa heiðrað oss með viðurvist sinni í Dómkirkjunni í morgun og hér í kvöld. Mér er í fersku minni koma mín nokkur í Stjórnarráðið sumarið 1933. Ég var þá að búa mig til Svíþjóðar og átti lítilvægt erindi á þann háa stað við Lækjartorg og hitti þar for- sætisráðherrann, sem þá var Ás- geir Ásgeirsson, og hann tók mig tali næsta ljúfmannlega. Og þegar hann vissi fyrirætlanir mínar, tók hann að ræða við mig um guð- fræði og um nám mitt og hann benti mér á bók, sem hann sagði að ég skyldi lesa við fyrstu hentug- leika, hvað ég og gerði, og komst að raun um, að ég hafði þegið vit- urlegt og hollt ráð. Það var und- antekningarlaust, að þeir menn, sem ég fann í Uppsölum og kynnzt höfðu Ásgeiri Ásgeirssyni sem ung- um kandidat þar, voru miklir vin- ir íslands og reyndust mér veL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.