Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 16
I 352 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Andersons, eru Ijóðræns eðlis, en skrifuð á óbundnu máli. Anerson sökkti sér æ meir niður í hugleið- ingar um trúmál og siðgæði eftir( því sem leið á ævi hans, og svo virðist sem hann hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að samtal í ljóða- formi skapi ekki nauðsynlega póetiskt drama. Anderson var sí og æ að velta fyrir sér, hvert væri hlutverk bundins máls í leikritum, og hann hefur skrifað langt mál í ritgerðaformi um markmið harm- leika. Nokkrar þessara ritgerða tók hann síðar saman og gaf út í bók undir nafninu „The Essence of Tragedy and Other Footnotes and Papers.“ Maxwell Andersons verður sakn- að af öllum vinum og velunnurum nútímaleikritagerðar. Hann var mikill leikritahöfundur — sann- færður um, að leikhúsið væri virki mannsandans. Kona er aldrei jafn ánægð eins og þegar hún kaupir eitthvað, sem hún hefir ekkert við að gera, og karlmaður er aldrei ánægðari en þegar hann getur selt henni það. FISKÆTI I SKÁLHOLTI Klemens Jónsson hét bóndi er bj< í Einarshöfn á Eyrarbakka. Hann var bæði skipasmiður og formaður á eigin skipi, en auk þess hafði hann umsjór með fislci Skálholtsbiskups á Eyrar- bakka. Eitt árið (7. júlí 1728) leggur Jón biskup Árnason fyrir hann að sýna kaupmanninum á Eyrarbakka gamla fiskinn og velja eitthvað úr honum, ef hann vilji. Þar næst skuli hann láta þá Norðlendinga, sem hafi beðið sig um fisk, hvern um sig fá það, er hann hafi þeim ávísað, og það af þeim fiski, sem kaupmaður vildi ekki, en væri þó „sæmilegur fyrir ís- lenzka“. Þar á eftir handa öðrum á 5 hesta. Þennan fisk allan átti að selja fyrir 20 alnir hvert hundrað (120) fiska. En það af fiskinum, sem væri malt eða næmi ekki þessu verði, vildi biskup eiga sjálfur. Hefir sjálfsagt þótt það nógu gott í búið heima og handa flökkulýðnum, er þar var dag- lega. — (Saga Eyrarbakka). rAðherraskipti Eftir kosningarnar 1908 var Skúli Thoroddsen af ýmsum talinn sjálf- kjörinn til þess að taka við af Hann- esi Hafstein sem ráðherra. En það fór á annan veg sem kunnugt er, Björn Jónsson varð ráðherra. Þá orkti Einar Jochumsson þessa gamahvisu til frú Theodóru Thoroddsen: Heyrist grátur hár í Vonarstræti. Telur varla tárin sín Theodóra frænka mín. ÞEGAR ÖLLU ER A BOTNINN HVOLFT þá er féð, sem fer til þess að smíða nýar fallbyssur, ný herskip og nýar herflugvélar, tekið frá þeim, sem svelta og geta ekki fengið mat, þjást af kulda en fá ekkert til að klæðast, sagði Eisen- hower Bandaríkjaforseti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.