Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Blaðsíða 4
340 FiESBÓK MORGLTNBLAÐSINS á hendur hina löngu fero hingað til að framkvæma eða vera viðstadd- ur biskupsvígslu í dómkirkju vorri. En nú hefur þetta gerzt, í fyrsta sinn í sögunni. Mikilsvirtur danskur biskup hefur í dag tekið þátt í biskupsvígslu í dómkirkj- unni í Reykjavík. Og oss er það sér- stakt ánægjuefni, að fulltrúi hins kvenlega, og þá auðvitað einnig hins betra, helmings danska biskuparáðsins, frú Högsbro, er hér líka viðstödd. Hafið þakkir fyrir. Guð blessi kirkju Danmerkur og öll samskipti þessara tveggja bræðraþjóða í framtíðinni. —0O0—■ Því nœst ávarpaði nýi biskupinn * dr. Franklin Clark Fry á ensku: Nærvera yðar, dr. Fry, er í aug- un vor allra mjög merkilegur við- burður í sögu kirkju vorrar. Hjá yður hittum vér hina almennu kristnu kirkju með .sérstökum hætti, þannig að enginn annar ein- staklingur gæti verið betri fulltrúi hennar. Með yður berast oss heilla- óskir og blessun Sameinuðu lút- hersku kirkjunnar í Ameríku, Lútherska heimssambandsins og Alkirkjuráðsins. Ein af þremur stöðum yðar mundi nægja til þess, að þér væruð oss mikill aufúsu- gestur, og jafnvel þótt þér væruð ekki fulltrúi neins nema dr. Frys sjálfs, þá mundum vér hafa það á tilfinningunni, að ógleymanleg reynsla hefði fallið oss í skaut. Það er alkunna, að enginn sem hittir yður á sífelldum ferðalögum yð- ar um mörg lönd kemst hjá því að fá sérstakt dálæti á yður, og þér munuð áreiðanlega skilja eftir marga vini og aðdáendur þegar þér farið frá íslandi. —0O0— Biskupinn ávarpaði einnig Mr. Satterthwaite, fulltrúa erkibiskups- ins af Kantaraborg, á móðurmáli hans: Hina hugulsömu ákvörðun yfir- biskups ensku kirkjunnar, erki- biskupsins af Kantaraborg, að senda fulltrúa sinn til vígslu nýs biskups yfir íslandi metum vér af heilum huga. Það minnir oss á að vér eigum vini í Bretlandi bak við skýin sem nú varpa skugga sínum yfir sjálfa tilveru vora sem efna- hagslega sjálfstæð þjóð. Vér treystum þessum vinum og trúum, að það sem rétt er beri sigur af hólmi um það er lýkur. Það var mér persónulega mikið gleðiefni, þegar ég heyrði 'ð þér, Mr. Satt- erthwaite, ættuð að vera fulltrúi kirkju yðar við þetta tækifæri. Ég og nokkrir aðrir íslendingar höfum átt þess kost að hitta yður í heima- landi yðar, og vér vitum að þér eruð einlægur og staðfastur vinur íslands og íslenzku kirkjunnar. —0O0— Þá ávarpaöi herra Sigurbjörn Einarsson dr. Hmtvedt á norsku: Það gladdi mig að heyra norsku hér í kvöld. Ég þakka yður, dr. Haatvedt, og kirkjufélaginu sem þér eruð fulltrúi fyrir, norsku evangelísk-lúthersku kirkjunni í Ameríku, sem er oss mjög nákom- in bæði vegna sameiginlegra trú- arjátninga og gamals skyldleika sem aldrei hefur gleymzt. —0O0— Síðast ávarpaði biskupinn bræð- urna Eric og Harald Sigmar, áður en hann lauk máli sínu: Síðast en ekki sízt minnist ég forseta hins íslenzka lútherska kirkjufélags í Vesturheimi, séra Erics Sigmars, og bróður hans, séra Haralds. Ég þakka þeim bræðrum báðum, mætum fulltrú- um þeirrar kirkju annars lands, sem stendur oss næst. Við síðustu biskupsvígslu hér var faðir þeirra, dr. Haraldur Sigmar, fulltrúi, og ég hugsa til hans með virðingu og þökk um leið og ég lýsi ánægju yfir því, að synir hans tveir skuli mætast hér. Þar sem þeir eru á Dr. Franklin Clark Fry kirkja íslands eKki aðeins vini, heldur dygga, hjartahlýja og rækt- arsama sonu. —0O0— Dagur er að kvöldi liðinn. Dag- arnir eru stuttir, þeir stóru með þeim smáu. „Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki fram- ar. En miskunn Drottins varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarnanna“. Kynslóð- ir fara og kynslóðir koma. Kirkj- an er ekki fortíð og ekki heldur svipul nútíð. Hún er framtíð. Ó- V 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.