Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 1
25. tbl. JfofgmtMðtoiii Sunnudagur 6. september 1959 b&k XXXIV. árg. JARÐGÖNC TIL ÚLFSDALA SIGLUFJÖRÐUR ætti eigi aðeins að vera frægur sem síldarver, heldur einnig fyrir náttúrufegurð. Hann er með svipmestu og feg- urstu fjörðum þessa lands. Þarna gengur sjórinn líkt og hak inn á milli himingnæfandi og tígulegra tindafjaUa, en inn á milli þeirra eru grænir dalir og nær gróður víðast langt upp eftir hlíðum fjall- anna. En út í fjörðinn teygist Siglufjarðareyrí, eða Þormóðseyri eins óg hún hét upphaflega, kennd við landnámsmanninn, Þormóð hinn ramma. Hér er oft sólskin og staðviðri á sumrin og hiti mikill. Eru þá f jöllin fögur álitum, en feg- urst er þó hér þegar miðnætursólin svífur fyrir fjarðarmynnið og varpar gullinni og rauðri slikju yfir láð og lög. En á vetrum er hér oft stormasamt og stórhríðar mikl- ar og fannfergi. Þó birtir á milli með logni og heiðríkju og þá eru fjöllin jafnvel fegurst, alþakin drifhvítum fannafeldi. Og þarna er sem furðulegur töfraheimur á kvöldin, þegar tungl í fyllingu hellir þessa fannhvítu fjallakvos barmafulla af lýsigulli og geislar á stálbláum botni hennar. En Siglufjarðarumdæmi er ^ Hér byrja jarðgöngin á hinum nýa vegi. meira heldur en Siglufjörður. Það náði einu sinni yfir fjórar afmark- aðar byggðir. Austast er Héðins- fjörður og Hvanndalir. í Héðins- firði voru fimm bæir: Vík, Vatns- endi, Grundarkot, Möðruvellir og Ámá. Nú er öll þessi byggð í eyði. Hvanndalir fóru í eyði um alda- mótin. Næst kom svo Siglunes ásamt Nesdal. í dalnum var bær, sem hét Reyðará, en hann er kominn í eyði fyrir löngu. Á Siglunesi er enn byggð. Talið er að þar hafi einu sinni verið einhver stærsti torfbær á landinu, og voru þar 35 alna löng göng. Fyrir einni öld var þar þrí- býli og um 60 heimilismenn, þar af 32—35 hjú. Nú má heita að sú stétt sé liðin undir lok. Þriðja byggðin var í Siglufirði sjálfum. Þar voru þessir bæir: Staðarhóll, Ráeyri, Saurbær, Hóll, Leyningur, Skarðsdalskot, Skarðs- dalur, Höfn og Hvanneyri. Þá var lítt byggð eyrin, sem kaupstaður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.