Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 2
378
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
inn stendur nú á, aðeins verslunar-
hús og nokkrir moldarkofar.
Fjórða byggðin var Úlfsdalir, yzt
á nesinu vestan fjarðar. Þar voru
þrír bæir: Engidalur, Dalabær og
Máná, en þeir eru nú allir í eyði.
Þessi byggð fylgdi Skagafjarðar-
sýslu og taldist til Fljótanna fram
að 1827, en var þá lögð undir
Hvanneyrarprestakall.
Hvert þessara byggðarlaga var
afskekkt og algjörlega einangrað,
því að ófært mátti kalla milli
þeirra á landi, vegna þess að bratt-
ar skriður og há fjöll ganga alls
staðar fram í sjó á milli þeirra. Á
einstaka stað var hægt að komast
yfir fjöllin, en þeir vegir voru
hættulegir og oft ófærir með öllu.
Hafa þar orðið mörg slys, en hið
mesta var þó í Nesskriðum árið
1613. Þá var sóknarkirkjan enn á
Siglunesi og ætlaði allt fólk úr
Siglufirði að fara þangað til aftan-
söngs á aðfangadagskvöld. En er
það kom í skriðurnar, sem eru
snarbrattar og veglausar, fell á það
snjóflóð, og fórust þar 50 menn.
Þetta varð til þess, að kirkjustað-
urinn var fluttur til Hvanneyrar
árið eftir og var þar síðan þangað
til kirkjan var reist á Siglufjarðar-
eyri.
Frá upphafi íslandsbyggðar hef-
ir aðeins verið ein landleið til
Siglufjarðar um Siglufjarðarskarð.
Þar var efst á fjallinu klettabrík
há og þunn sem saumhögg. Höfðu
fornmenn brotið þar skarð eða dyr
í gegnum klettinn, til þess að leið-
in væri fær. Voru þessi göng um
fjórar hestlengdir og vel klyfja-
frí á breidd. En sá annmarki var
þarna á, að illkynjaður andi helt
þar til frá heiðni, og steyptist sem
kolsvartur skýstrokkur yfir þá,
sem fóru um skarðið, og lá allt
dautt fyrir honum, menn, hestar
og hundar. Svo ramt kvað að þess-
um ófögnuði, að Steinn biskup fekk
séra Þorleif Skaftason í Múla
(stjúpföður Skúla Magnússonar
landfógeta) til þess að koma þess-
ari illvætt burtu. Fór Þorleifur
þangað með nokkra presta og
hlóðu þeir altari annars vegar í
skarðinu. Síðan helt Þorleifur þar
messugjörð með vígslu og stefndi
burt hinum illu öndum. Varð
þeirra ekki vart í skarðinu eftir
það.
Á árunum 1875—79 var fyrst
ruddur vegur fyrir menn og hesta
yfir Siglufjarðarskarð, og jafn-
framt var þá póstleiðin lengd
þangað, en áður hafði hún aðeins
náð til Hofsóss. Jafnframt var og
um sama leyti ákveðið að strand-
ferðaskip skyldu koma við á Siglu-
firði, og má því segja að á þessum
árum yrði tímamót í samgöngu-
málum Siglufjarðar.
Eftir aldamótin fer að rísa upp
kauptún á Siglufjarðareyri og
fjölgar fólki þar stöðugt á næstu
árum, og allt er þar í uppgangi.
En þegar bílarnir komu og akfær-
ir vegir um landið, fundu Siglfirð-
ingar mjög til þess að þeir höfðu
ekkert samband við vegakerfi
landsins. Var þá ráðist í að gera
bílfæran veg yfir Siglufjarðar-
skarð, þótt margir spáðu illa fyrir
þeirri framkvæmd.
Þessi vegur hefir orðið Siglfirð-
ingum að miklu gagni, en þó að-
eins um hásumarið. Vegurinn er
sjaldnast fær bifreiðum nema svo
sem tvo mánuði á ári, vegna hins
mikla fannkyngis, sem þar er.
Með aukinni tækni, snjóýtum og
snjóbílum, hefir þó tekizt að halda
veginum opnum lengur, en verður
alltaf dýrt og eigi fullnægjandi.
— o —
Um það leyti sem verið var að
ráðgera vegargerð yfir skarðið,
mun hafa komið fram sú hugmynd,
að betra væri að fara með veginn
út fyrir nesið og gera þar jarðgöng
í gegnum fjallið. Sú hugmynd var
f
J
þó lögð á hylluna. En af þeirri
reynslu sem fekkst af veginum yfir
skarðið, skaut þessari hugmynd
upp aftur, og nú hefir þegar verið
hafizt handa um að framkvæma
hana. Byrjað er á vegargerð yfir
Almenninga að vestan, út frá
Hrauni í Fljótum, og annar vegur
hefir verið gerður frá Siglufjarðar-
kaupstað út græna hlíðina vestan
megin f jarðarins, eins langt og hún
nær, eða út að svo kölluðum Lands-
enda, þar sem þverhnýptir klettar
ganga í sjó fram. Þar sem þessi
vegur endar mun hann vera kom-
inn í 80—100 metra hæð yfir sjáv-
armál. Þar hafa nú verið gerð 12
metra löng göng inn í fjallið til
þess að ganga úr skugga um hvort'
fært muni að grafa í gegnum fjall-
ið. Þessi göng eru í daglegu tali á
Siglufirði kölluð „gatið“, en gat er
það ekki enn, því að fjallið mun
vera þarna um 1 kílómeter á
breidd. Líkist þetta mannvirki
frekar stórum helli. Er ærið fúlt
þar inni, því að bergið er allt sund-
ursprungið í smá mola og lekur
drjúgum vatn niður úr hvelfing-
unni, eða síðast fram úr veggjun-
um.
Á þeirri byrjun, sem þarna hefir
verið gerð, geta verkfróðir menn
séð hvað kosta muni að gera göng
í gegnum fjallið, og verktakar
miða svo tilboð sín við það. Allir
vita að þetta verður mjög dýrt.
Ráðgert er því að leggja skatt á
alla bíla, sem um göngin fara í
framtíðinni.
Fjallið, sem nú á að bora í gegn-
um, líkt og þegar Óðinn lét Bauga
bora Hnitbjörg, er kallað Strákar,
en mun upphaflega hafa heitið
Strókar og dregið nafn af strókum
nokkrum, sem eru nyrzt á því.
Annar munni jarðganganna verður
svo í Úlfsdölum.
ÚLFSDALIR
Sá er nefndur Úlfur víkingur, er
I