Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Síða 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSENS Siglufjörður og umhverfi. — Hér má sjá hvar hinn nýi vegur á að liggja milli Stráka og Hrauns. Jón er það sagt, að hann hafi eign- ast 4 laungetin börn. Giftist hann svo seinustu barnsmóður sinni, er Þuríður hét, og sigldi því næst til Kaupmannahafnar til þess að fá uppreisn hjá konungi. Var hann heldur óframfærinn og illa til fara, í slæmum íslenzkum búningi og með hettu á höfði. Af hettunni er talið að hann hafi fengið kenn- ingarnafn sitt. Þá var Kristján 4. konungur í Danmörk og var Jón að vappa í kringum höll hans og vænti þess að geta náð tali af kon- ungi er hann færi inn eða út. Kon- ung bar og þarna að, en er hann sá Jón, þóttist hann vita að þetta mundi vera einhver flækingur eða misindismaður. Gaf konungur hon- um þá rokna kinnhest og gekk síð- an inn í höllina. Þá var honum sagt að þessi maður væri fátækur prestur frá íslandi, kominn til að leita á náðir hans. Iðraðist konung- ur þá og veitti presti uppreisn gef- ins. Þetta er tekið eftir bréfi, sem Hettu-Jón skrifaði Halfdani meist- ara Einarssyni um skipti sín og konungs. Rafn Guðmundsson er kominn að Dalabæ 1620 eða fyr. Virðist hann hafa verið góður búþegn og vitmaður, því að hann var talinn göldróttur. Var það títt um vit- menn á þeirri tíð. Er sögn um það, að hann hafi orðið einum manni að bana með galdri. Hét sá Styrbjörn og bjó á Hóli í Siglufirði. Hafði hann farið aðdráttarferð til Dala og stolið úr útihúsum Rafns þungri byrði af matvöru. Ekki sá Rafn til hans, en varð þessa vísari af forneskju sinni, og sá svo um að Styrbjörn varð úti á Daíaskarði með byrðina. Rafn átti og galdra- glettur við Höskuld nokkurn í Höfn í Siglufirði, sem var rammur galdramaður, og bar seinast hærra hlut, því að kennt var Höskuldi um það er Rafn drukknaði. En betri heimilir herma, að Rafn hafi verið risnumaður mikill og drengur góður. Það vitni ber hon- um séra Guðmundur Erlendsson skáld, sem kenndur var við Fell. Hann var prestur í Grímsey 1631— 1634. Komst hann þá ei.tt sinn í hrakninga mikla. Náðu þeir landi aðeins ódauðir í Dölum og komst prestur heim að Dalabæ og vakti þar upp um miðja nótt. Voru svo hinir fluttir þangað og voru þeir þar þrjár nætur. Þessa getur Guð- munddr í Grímseyarvísum sínum: Þau fögnuðu mér með fegins gráti, faðir himnanna unni þeim og allt hið góða öðlast láti í öðrum og í þessum heim. Bið eg að þessa blessun játi bæði loftið, land og geim. Um Rafn segir svo í þjóðsögum, að hann hafi verið ríkur og veiði- maður mikill. Hafði hann marga vinnumenn og útgerð mikla. Nú var það vorið 1636 að hafís kom að landi og fylgdi honum mikill selur. Rafn sendi vinnumenn sína á sjó til seladráps, en þeir hurfu skjótt aftur og sögðu veður ískyggilegt. Þá reiddist Rafn og atyrti þá mjög fyrir gunguskap. Síðan fór hann sjálfur út í ísinn með sonum sínum þremur og einni konu. Þau drukkn- uðu öll í þeirri ferð, og sögðu þeir, sem bezt vissu, að báturinn hefði sokkið undir þeim vegna ofhleðslu, en aðrir kenndu það göldrum Höskulds í Höfn. Lík Rafns rak síðar í Ólafsfirði og var hann jarð- aður þar að Sandkirkju, sem stóð niður við sjó, en er lögð niður fyrir löngu. Eftir dauða Rafns brá svo við að skrímsl mikið sást í sjónum út af Úlfsdölum og töldu menn það Rafn afturgenginn og kölluðu skrímslið Dala-Rafn. Hafa síðan farið af því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.