Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 Samverjinn frá Solferino Upphaf Rauða krossins fyrir 100 árum ÞETTA er frásögn Henri Dunants sjálfs. Hann var bankamaður, f. 1828, d. 1910. Sumarið 1859 fór hann til Solferino til þess að semja við Napo- leon III um sérréttindi til viðskipta í Algier. Hann kom þangað ein- mitt þegar orustan mikla var háð, og hörmungarnar, sem þar blöstu við honum, höfðu svo djúpstæð áhrif á hann, að hann gleymdi er- indi sínu, en réðist í þess stað í það að stofna hjálparsveit til þess að hjúkra særðum mönnum. Þetta varð upphaf að stofnun Rauða krossins. EG HEFI aldrei haldið því fram, að eg hafi horft á orustuna hjá San Mertino og Solferino. Og enginn getur heldur hrósað sér af því, því að enginn getur horft á slíkar or- miklar sögur. í „Minnisverðum tíðindum" segir Magnús Stephen- sen þannig frá: „Með fáheyrðari sjónum og við- burðum tel eg sjóorm nokkurn (serpentem marinum) sem í vetur 1797 í janúar sást fyrir framan svonefnda Dalabæi milli Fljóta og Siglufjarðar á Norðurlandi, og helt sig alltaf á sama stað til marzmán- aðarloka, þá er seinast fréttist það- an. Greinilegast lýsti honum fyrir herra amtmanninum Stephani Thorarinssyni kaupmaðurinn á Siglufirði, J. P. Hemmert, og kvað hann orminn oftast halda sig. ör- grunnt og að kalla uppi við land- steina, vera mjög seinfæran, hvít- leitan á lit, sem einu sinni hefði leitt fólk til að halda þar kominn dauðan hval og fugl seztan á, er þó ekki vildi reynast svo, er vitjað var um. Gizkaði hann á að lengd ormsins, eftir því sem næst yrði komist, mundi vera hér um bil 150 faðma eður 450 danskar alnir, þótt ekki sæist hann með jafnaði allur í senn, heldur virtist að geta dreg- ið sig saman og halda stundum báðum endum til djúps, en setja ustur, menn heyra aðeins djöful- ganginn. Eg var staddur í smáborg, sem heitir Castiglione della Pieve en í nánd við hana hófst orustan 24. kryppuna upp, ellegar og vera hálf- ur í sjó. — í norðurhafinu undir Noregi hafa svipaðir sjóormar fyr sézt“. Þannig farast Magnúsi orð, og var hann þó enginn hjátrúarmaður. Ormurinn var þarna lengi eftir þetta. Jón Jóhannesson fræðimað- ur í Siglufirði segir að í æsku sinni hafi margir þótzt sjá orminn, og var svo fram um 1880. Ekki bar mönnum þó saman um útlit þess- arar kynjaveru. Sögðu sumir að þetta væri ormur með kryppu upp úr bakinu, en stundum tvær. Öðr- um sýndist þetta líkast bát á hvolfi og væri menn á kjölnum. Sögðu þeir að báturinn væri Rafn, en syn- ir hans á kjölnum. Þessar sýnir þóttu ávallt boða ill veður, og voru taldar aðvörun frá Rafni. Hefir hann þá sannan- lega haldið þarna vörð um sjómenn í 250 ár. Nú er hans þar minni þörf síðan vitinn var reistur á Sauða- nesi. En hver veit þá nema hann taki að sér að halda vörð um nýa veginn, þegar hann kemur, og að- vara bílstjórana. Ekki mun af veita. Á.Ó. júní 1859, orustan, sem kennd er við Solferino. Og eg sá aðeins skelf- ingar bardagans. Eg varð svo yfir- kominn af meðaumkun, hryllingi og samúð, að eg gerðist „Samverj- inn frá Solferino" eins og eg var þá kallaður, vegna þess að eg reyndi að hjálpa. Þennan eftirminnilega dag, 24. júní, börðust þarna rúmlega 300 þúsundir manna. Það voru Austur- ríkismenn, undir forystu Franz Jóseps keisara, og Frakkar og ítal- ir undir stjórn Napeleons III. og Viktors Emanuels konungs. Víg- völlurinn var 24 km. á lengd og þarna var barizt látlaust í fimmtán klukkustundir. En er orustunni lauk og náttmyrkrið breiddist yfir vígvöllinn, þá heyrðust þaðan „hróp og snörl og stunur“ hinna særðu manna, sem engdust sund- ur af kvölum. Og er sólin reis að morgni hins 25., blasti við hryllilegri sjón, en nokkur orð fá lýst. Valkestir þöktu vígvöllinn og allar leiðir til Solferino máttu heita ófærar vegna dauðra manna búka. Hús voru ýmist sundur skotin, fallin eða rústir einar Fólkið hafði falið sig þar í kjöllurum nær heilan sólarhring, og hafði hvorki fengið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.