Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Page 6
382
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
vott né þurrt. Nú fór það að skríða
upp úr rústunum lamað af skelf-
ingu.
Særðu mennirnir, sem verið var
*að safna saman allan daginn, voru
úrvinda og eins og dauðinn upp-
málaður. Komin var ígerð í sár
sumra og höfðu þeir ekkert viðþol
fyrir kvölum. Þeir grátbáðu menn
um að stytta eymdarstundir sínar.
í Castiglione fylltust skjótlega
sjúkrahúsið, kirkjurnar, klaustrið
og hermannaskálar af særðum
mönnum. Það voru Austurríkis-
menn og Frakkar, og var þeim
hrúgað þar saman í eina bendu,
en ekki höfðu þeir annað en hálm
til að liggja á.
Hinir særðu menn voru einnig
fluttir inn á heimili manna, og
hinir efnaðri tóku vel við þeim og
gerðu allt fyrir þá sem þeir gátu.
Sumir æddu um göturnar og köll-
uðu hástöfum á lækna handa særð-
um mönnum, sem hjá þeim voru.
Enn aðrir ráfuðu um göturnar,
eirðarlausir og ráðalausir, og báðu
um að þeir væri losaðir við dauða
menn.
Þegar á daginn leið jókst svo
flutningur særðra manna til þorps-
ins, að yfirvöldin, borgararnir og
hermennirnir vissu ekki sitt rjúk-
andi ráð. Það voru engin tök á að
hlynna að hinum særðu. Matur og
drykkur var til í þorpinu, en þó
dóu margir sárir menn úr hungri
og þorsta, vegna þess að enginn gat
sinnt þeim. Nóg var til af sjúkra-
bómull, en engir til þess að leggja
hana á sárin.
Hér þurfti að koma á einhverri
skipulagðri hjálparstarfsemi, en
það var ekki hlaupið að því í slík-
um glundroða. Vagnar hlaðnir
særðum mönnum, streymdu án
afláts til þorpsins, en enginn var
til að taka á móti þeim.
Menn frá mörgum þjóðum lágu
hlið við hlið á steingólfum kirkn-
anna. Þeir gátu sig ekki hreyft
vegna sára og þrengsla.
„Ó, herra minn, eg hefi ekkert
viðþol fyrir kvölum“. sögðu marg-
ir þeirra við mig, „við erum yfir-
gefnir í hörmungum okkar, og þó
börðumst við hraustlega". Þeir
gátu hvergi hvílst og fengu ekkert
húsaskjól. Þeir hrópuðu á hjálp,
báðu um lækni, fengu svo krampa
og dóu eftir ógurlegar þjáningar.
Hvert einasta hús hafði þó verið
gert að sjúkraskýli, og heimafólk
gerði allt sem það gat til þess að
hlynna að sjúklingunum. Það hafði
nóg að gera. Þó tókst mér næsta
morgun, sem var sunnudagur, að
smala saman nokkrum konum til
þess að stunda særða menn. Hér
var ekki um neina læknishjálp að
ræða, heldur að færa þeim mat og
drykk, binda um sár og þvo ó-
hreinindin af þeim. Þetta var ekki
geðslegt starf, loftið var þrungið
ódaun og allt um kring kváðu við
stunur, vein og kvalahljóð.
Áður en langt um leið fekk eg
nokkra sjálfboðaliða. Eg reyndi að
láta hjálpina koma þar niður sem
verst var ástandið, og sinna þeim
fyrst er hæst hljóðuðu (en það
voru ekki alltaf þeir, sem mest
þjáðust). Eg valdi fyrst eina af
kirkjunum fyrir hjálparstarfið. Þar
lágu inni fimm hundruð særðir
hermenn, en nokkur hundruð lágu
á hálmi úti fyrir og var strigi
breiddur yfir þá, til þess að hlífa
þeim við sólskininu. Konurnar
gengu þarna mann frá manni með
vatn í kerjum og skálum, dreyptu
því á skrælnaðar varir þeirra, eða
þvoðu sár þeirra. Nokkrar af þess-
um konum voru ungar og fallegar
stúlkur. Öll framkoma þeirra, hlý-
leiki og meðaumkun, hafði góð
áhrif á sjúklingana. Ungir drengir
voru á sífeldum hlaupum milli
kirkjunnar og vatnsbólanna, til
þess að sækja vatn.
Eftir það var sjúklingunum gef-
in súpa eða kjötseyði, sem fengið
var í eldhúsum hersins. Höfðu
matreiðslumenn þar fengið skipun
um að elda nóg af slíku. Stórum
haugum af sárabómull var komið
fyrir hingað og þangað og mátti
hver sem vildi taka þar af, en sára-
bindi og nærföt voru ekki til.
Blessaðar konurnar komu með
öll þau léreft sem þær áttu til, og
þær gátu fengið keyptar allmargar
nýar skyrtur fyrir mig. Og á mánu-
daginn sendi eg svo ökumann til
Brescia til þess að kaupa nýar
birgðir. Hann kom bráðlega aftur
með vagninn fullan af ýmsum
nauðsynjum, svo sem hægðalyfj-
um, sáralyfjum, ávöxtum, sykri,
skyrtum, svömpum, sjúkrabindum,
nælum, vindlum og tóbaki.
Nú gátum við gefið sjúklingun-
um hressandi ávaxtadrykki, þveg-
ið sár þeirra úr sótthreinsandi efn-
um, bundið um sárin og fært sjúkl-
ingana í hreinar skyrtur.
Ekki get eg lýst tilfinningum
mínum meðan á þessu stóð og eg
fann að viðfangsefnið var mér al-
gjörlega ofurefli, að í þessum ógur-
legu raunum gat eg aðeins hjálpað
þeim fáu, sem næst mér voru.
Undir slíkum kringumstæðum get-
ur maður varla hreyft sig, hvert
sem maður snýr sér er fjöldi
manna, sem biður að líkna sér.
Og þá spyr maður sjáfan sig: „Til
hvers er það að snúa sér til hægri,
þegar til vinstri er þessi fjöldi
manna, sem enginn hugsar um,
ekki svo mikið að þeir fái vafns-
dropa til þess að slökkva brennandi
þorstann?“
Það er siðferðileg skylda að
reyna að bjarga mannslífum, að
reyna að lina þjáningar annarra og
hughreysta þá með vingjarnlegum
orðum. Og þegar allir kalla í einu
á hjálp, þá verður maður að ham-
ast og hjálpa eins mörgum og
unnt er.
En hvers vegna er eg að tala um