Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Page 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 383 Álagablettir á Snœfellsnesi ÞAÐ hefir átt sér stað að menn hafi talið það ókost á jörð, sem þeir bjuggu á, ef blettur var í landi jarðarinnar, sem talið var að ekki mætti slá eða hafa aðrar nytjar af vegna álaga eða gamallar venju, sem menn vildu gjarnan virða. Það munu þó hafa verið fleiri, sem engan trúnað lögðu á gömul munnmæli og slógu þessa bletti, en undantekningarlaust urðu þess ir menn fyrir óhöppum á skepnum sínum, og var það sett í samband við nýtingu þessara friðhelgu bletta og gáfust menn svo upp við að nota þá meira. Og enn munu hafa verið nokkr- ir, en þó sennilega minnsti hóp- urinn, sem þótti vænt um þessa friðhelgu bletti náttúrunnar í landi allar þessar hörmungar? Ef til vill er svarið við þeirri spurningu önn- ur spurning: Mundi ekki vera hægt á friðartímum að stofna hjálpar- sveitir er hefði það hlutverk að hjálpa særðum og bágstöddum á stríðstímum? Þetta er tekið úr bókinni „Minn- ingar frá Solferino" eftir Henri Dunant. í lok þeirrar bókar skor- ar hann alvarlega á menn að stofna sjálfboðasveitir manna og hjúkr- unarkvenna, björgunarsveitir í stríði, viðurkenndar af öllum her- stjórnum. Þessi áskorun bar góðan ávöxt. Upp af henni spratt Rauði kross- inn, öflugasta líknarfélag í heimi, bæði í stríði og friði. Þess vegna er rétt að telja að það alheimsfélag eigi nú hundrað ára afmæli. sínu og virtu friðhelgi þeirra, létu þá jafnvel í friði þá er jarðýta og herfi byltu um hólum og þúfum í túnum þeirra. Þannig var lítill hóll í túninu í Syðri-Tungu í Staðar- sveit, sem ekki mátti slá. Hann var látinn vera kyr þegar túnið var sléttað og er þar enn. Hjá Grímsstöðum í Breiðavík rennur á sú er Sleggjubeina heitir. Gömul munnmæli segja að nálægt á þessari hafi að fornu búið kona, er Sleggja hét. Hún átti tvo sonu sem voru vanir að veiða silung í ánni, gerðu vakir á ísinn þeg- ar frost var og veiddu á færi. Einu sinni tókst svo illa til, að þeir drukknuðu í einni veiðiferðinni. Sleggja móðir þeirra mælti þá svo um að áin skyldi verða svo lítil, að enginn gæti í henni farizt og aldrei í hénni silungur veiðast og aldrei ísi leggja Þetta er að vísu rétt, að í ánni er enginn silungur og aldrei leggur hana. Á landamerkjum Laugarbrekku og Miðvalla er stór hóll eða hæð, sem heitir Háaborg, upp við fjall. Suðvestan í borginni er grösug brekka. Gömul munnmæli voru til um það að ekki mætti slá brekk- una. Um síðustu aldamót bjó við Hellna maður, sem ekki mun hafa lagt trúnað á munnmæli þessi, ef hann hefur þá nokkuð um þau vit- að. Hann sló brekkuna, en missti kú nokkru síðar. Næsta sumar slær hann staðinn aftur, og fer það á sömu leið, að hann missir kú. Sagði þá nágranni bóndans eitthvað á þá leið: „Þú slærð nú ekki þessa brekku oftar“. En bóndinn svaraði: „Ójú, kannski ég fari þá sjálfur“. En hann sló blettinn aldrei aftur og enginn hefur slegið hann síðan. Norðaustur af bænum á Malar- rifi er Svalþúfa (Þúfubjörg). Að vestanverðu við þúfuna er dálítið slægjuland. Sagnir voru til um það, að ekki mætti slá blett þennan, Fyrir síðustu aldamót sló bóndinn á Malarrifi þennan blett. Hann varð síðan fyrir svo miklum skaða á fé sínu, að fádæmi þótti. Voru fjárskaðar þessir taldir stafa af því að bletturinn var sleginn. Slægjur þessar hafa ekki verið notaðar síðan. Skammt fyrir sunnan Dritvík er Lónsdalur, en svo nefnist lending- in í Einarslóni. Sú trú var í fyrri daga, að ekki mætti róa úr daln- um fyr en bjart var af degi. Út af þessari reglu hafði þó einn óþolin- móður sjósóknari vikið, en hvorki menn né bátur sáust meira, Þetta er ekkert óeðlilegt, því lending er þarna svo vafasöm að full aðgæzla í björtu og góðu veðri er nauðsyn- leg ef vel á að fara og myrkur byrgi ekki krókótta leið. Ekki er vitað að til séu munn- mæli um það á hvern hátt þessi trú hefir til orðið á þá staði, sem hér eru taldir, að Sleggjabeinu undan- tekinni. Ekki mun koma til þess að nokk- ur maður hugsi til þess að not- færa sér þessa friðhelgu bletti framar. Flestir liggja þeir fjarn bílvegi og er sláttuvélin komin í staðinn fyrir orf og ljá, en blettir þessir nokkuð ósléttir. K. B. LANDNEMAR A ÍSLANDI I erlendu tímariti stendur þessi frétt nýlega: Sú fregn kemur frá ís- landi, að veðrátta hafi farið þar svo hlýnandi seinustu 50 árin, að jöklar hafi minnkað mjög, hafísinn horfið frá norðurströndinni, og sjö tegundir fugla, sem ekki voru þar áður, hafi nú tekið sér bólfestu þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.