Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Side 16
244 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 8 6 5 ¥ G 7 2 ♦ Á 9 6 5 3 4 9 2 4 K 10 7 2 ¥ D 10 5 3 ♦ 7 * D 8 7 3 4 Á D 4 ¥ Á K 6 ♦ K D 10 * Á 10 6 4 S sagði 3 grönd og út kom S2 og þar með hefir S átta slagi vissa og getur unnið 4 ef tiglamir duga. En S var varkár. Hann sló út T10 og gaf hana í borði. A tók með TG. Þá hafði S tryggt sigur í 3 gröndum. A var held- ur fljótur á sér. Hefði hann athugað spilin betur, mundi hann hafa séð að betra var að gefa slaginn. S varð þá að drepa annaðhvort D eða K með ásn- um í borði og þá var TG frí og S sennilega tapað spilinu, því að hann átti enga innkomu í borði. 4 G 9 3 ¥ 9 8 4 ♦ G 8 4 2 4 K G 5 Einkennileg jóladýrð. Það var á togara út af ísafjarðar- djúpi á annan í jólum: Veðrinu var nú slotað og sjórinn næstum sléttur, sem mun hafa stafað af því, að hafís hefir verið í nánd við skipið. Kafaldsmugga var og allt logaði í hrævareldum. Siglu- topparnir, gálgarnir, skorsteinninn, bómur og allir ílangir hlutir, voru eins og kerti sem á logaði dauft ljós. Ef mað ur brá hendinni með vettlingi á loft, logaði á totunni. Ég hafði aldrei séð hrævareld áður og stóð sem bergnum- inn og horfði á þetta undarlega fyrir- brigði. Eg tók vettlinginn af hægri hendi, og á svipstundu loguðu I jós, eitt á hverjum fingri. Karlarnir voru þyrj- aðir að vinna á dekkinu. Það logaði Ijós á kolli þeirra, og þeir höfðu bók- staflega geislabaug um höfuðið Það var einkennileg jóladýrð. Um tuttugu soltn HRAFNISTA — Dvalarheimili aldraðra sjómanna hefir nú reist hús til kvik- myndasýninga, og verður það nefnt Laugarásbíó. Munu sýningar hefjast þar innan skamms. Þetta kvikmyndahús verður frábrugðið öðrum kvikmyndahús- um hér að því leyti, að þar verða aðeins sýndar þrívíddar myndir. Hér á myndinni sést kvikmyndahúsið vinstra megin við aðalbyggingu Hrafnistu, en á bak.við hana gnæfir annað háhýsið, sem reist hafa verið á Laugarásnum norð- arlega. (Ljósm. Ól. K. Magnússon), ir og veðurbarðir sjómenn gengu um dekkið og loguðu eins og tólgarkerti. Þrátt fyrir þessa ljósadýrð var nokkuð skuggsýnt, því að hrævareldar bera enga birtu. Raflögnin til þilfarsins var biluð, svo að rafljós voru ekki og eng- in önnur lýsing tiltækileg. (Frásögn Sæmundar Ólafssonar) Varúð. Ef hrafn flýgur á móti þér, þá þú ferð að heiman, eða hátt uppi yfir þér í loftinu, það merkir, að þér mun illa ganga og þér er bezt að snúa heim aftur og lesa góðar bænir og fara svo fram þinn veg í nafni drottins. — (Hndr. í Lbs.) Draumur fyrir afla. Þetta gerðist í Vestmannaeyjum fyr- ir aldamótin, meðan enn var róið á opnum bátum: — Nú var komin síðasta vika góu og aldrei róið, ekkert nema ein'æg austanátt og stormar. Þó að treglega gengi, enn sem komið var, dró formaðurinn enga dul á það, að hann ætlaði sér að fiska, — kvað sig hafa dreymt þannig, að ekki mundi vanta mikið á níu hundruð í hlut um lokin. En slíkur hlutur hafði þá ekki þekkst hér í manna minnum, því að þetta var fyrsta eða annað árið, sem lóð var hér almennt notuð. Ekld var trútt um að hent væri gaman að skipshöfninni á „ísak” og að glósur heyrðust um það, að mál mundi vera fyrir okkur að fara að „reka í” fyrsta hundraðið fyrir góu- lokin. — En spádómur formannsins rættist fyllilega, því að 984 mun ver- tíðarhlutur okkar hafa orðið. (Sögn Agústs Árnasonar). Lífið meltist úr þeim í annálum segir frá því, að árið 1692 hafi verið stolið stórmiklu úr Kefla- víkurbúðum. Urðu uppvísir að því Sæmundur Jónsson, Jón Pétursson, Runólfur sonur hans, Jón Gunnlaugs- son, Þorsteinn Sveinsson mágur hans, allir úr Garði, og Ketill Valdason, sem árið áður hafði stolið úr Básendabúð- um og verið strýktur fyrir. Fyrir þetta var þeim öllum refsað í héraði, nema Jóni Gunnlaugssyni, sem strauk. En Olaf Jensson Klow, sem áður hafði verið fógetafulltrúi á Bessastöðum, en nú var orðinn kaupmaður í Keflavík, þótti þetta ekki nóg. Fekk hann því ráðið, að þessir fimm menn voru send- ir utan með Básendaskipi þá um haust- ið. Þegar út kom gerðist Runólfur her- maður, en hinir voru settir á Brimar- holm, og þar meltist lífið úr þeim öll- um um veturinn, eins og tekið er til orða. — Er þetta eitt dæmi þess hvern- ig farið var með fanga á Brimarhólmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.