Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 2
406 LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS Drápuhliðarfjall. ina, sjást söngvarar þessa morguns spígspora þama um í döggvotu grasi. Það er tvöfaldur dúett, tvenn hjón, þúfutittlingar og mýrisnípur, og svo stakur spói, sem vellir við og við. í fjarska dýrrar í lóu, einhvers staðar skrik- ir stelkur, og uppi yfir okkur heyrast kyndug hljóð, sem ég kannast ekki við. Það eru þar tveir stórir fuglar á flugi. Mér sýnist í fyrstu þetta vera gæsir, en þegar betur er að gáð, kemur’ í ljós, að þar flýgur skarfapar. Áhrifamest- ur er þó undirleikur hljómsveitar- innar, en það er þróttmikið suð fiskiflugunnar, sem jafnframt slær taktinn með þvi að stangast við tjaldvegginn. Þetta er geysifjöl- breytilegur morgunkliður. Það er verið að leika hijómkviðu sumars- ins á langspil landsins. — í nótt, þegar ég sofnaði um lágnættið, var svo hljótt, að mér fannst ég'heyra fótatak jámsmiðsins, sem spássér- aði á svefnpokanum mínum. Það er enn svo árla morguns, að ég vil engan vekja Ég læðist út og stíg berum fótuni á vota jörð. Það er svalandi. Það hefur verið nátt- fall 1 nótt. Á hverju strái situr döggin í perlum. Ein perla á hverj- um strábroddi, mismunandi stór eftir gildleika stráanna. Perlur þræddar í annan endann. Sólar- ljósið brýtur á þeim, svo að sum- ar verða gylltar, aðrar bláar, rauð- ar, gular, en flestar em hvítar. Þær í forsælunni eru hvítar. Dögg- in verður aldrei svört. — Þær bláu vildi ég kalla bládögg og þær gylltu gulldögg. Þetta era falleg heiti, en hvergi nærri eins falleg og raunveraleikinn, daggarperl- umar sjálfar. Það er nefnilega ekki hægt að lýsa landslagi með orðum, jafnvel ekki á íslenzku. Orðin geta verið meitluð, markviss og hljómfögur, en þau era ekki áhrifin. Ljóð getur komizt nálægt því að lýsa íandslagi, málverk verða þó sanni nær, því að þau era „impressionin“ — áhrifin — eða „expressionin“ — túlkunin. Sumir segja, að góð tónlist lýsi landslagi bezt. — Ég er ekki skyggn á það, en þó skal játað, að ég hef séð akra bylgjast og hjarðir renna í Past- orale Beethovens og eygt svip- mikla skóga, straumþungar elfur og heillandi fegurð þúsundvatna landsins í Finlandíu Sibeliusar. Það fljúga flugur og fiðrildi um þenna perluskóg morgundaggar- innar. í þeim kynjaheimi verður jafnvel fiskiflugan falleg. Græn- blá slikjan á henni líkist litnum á kolli stokkandarsteggsins. Þarna stikar líka rauðrössuð könguló. Kannske sér hún það, sem er inni í daggarperlunum; þetta, sem okk- ur er forvitni á að sjá, en sjáum aldrei, því sólin gefur perlunum bara stundarfegurð, svo sprengir hún þær, og stráin þoma. Það er skrítið, að engin dögg sezt á bifu- kollumar. Sólin hefur þerrað ljóns- lappann, sem myndar prestakraga við hverja grásieinsklöpp. Blóð- bergið er skærrautt eftir daggar- þvottinn. Maður grípur hendi í blóðbergsskúf og stingur fáeinum lifrauðum blómhnöppum milli tanna og tyggur. Það kemur ferskt blóðbergsbragð á tungubroddinn. Svolítið morgunkul bærir fífufló- ann mjúklega og losar svifaldinin, sem flögra eitthvað út í geim og af verður dálítxl dúnmjúk fífu- drífa. Hvar skyldu þessi litlu flug- skeyti blómanna hafna? Á slíkum augnablikum verða smámunimir umhugsunarefni. Það er svo margt einkennilegt í nattúranni um óttu- skeið, á mótum draums og vöku. Til dæmis verður manni gengið með læk og skuggi manns fellur á vatnsflötinn, sem gárar skugga- myndina, og maðurinn þekkir ekki sinn eigin skugga. Sennilega þekk- ir enginn maður skuggann sinn, ekki fremur en jörðin skýin, sem sveima í kringum hana. Augnablikið, morguninn, dagur- inn, er auðvitað tími, á meðan hann er að líða. Þegar hann er lið- inn, er hann eitthvað allt annað. Sumir kalla það minningu. Vissu- lega geta liðnir dagar verið minn- ing, mynd af atviki eða mann- eskju. En svo era hinir dagamir og dagstundimar, sem hafa ekki skil-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.