Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 ið eftir einhverjs slíka atburða- mynd, heldur bara kennd, tilfinn- ingu, sem lifist aftur við ákveðin skilyrði. Slíkur var sá liðni sunnu- dagsmorgunn á Snæfellsnesi í miðj um sólmánuði, og með mér innra endurlifnar sú kennd, er ég rifja upp stökuna frábæru eftir sálma- skáldið góða frá Bægisá: „Blíður er árblær, blíð er dags koma, fylgja her.ni tónar töfrafullir árvakra fugla, sem er eyma lyst“. Þar var fínn strengur íslands- hörpunnar fagurlega sleginn. ?. Drápuhlíðarfjall dregur menn til sín, ekki sízl þá, sem safna steinum og finna augnfró í marg- litu grjóti. Svo er víðsýnt af fjall- inu í góðu skyggni. Það var því ekkert álitamál að ganga á fjallið eða að minnsta kosti í Beinadal- inn, skálina, sem er ofarlega fram- anvert í fjallshlíðinni. Við vorum þrír. Tveir okkar höfðu áður skroppið þama upp. Það var um hvítasunnuna árið áður. Vorum við þá í steinaleiðangri, og happ var með í förinni. Ég brölti víst niður með ein 20—30 kíló af marg- litum jaspisum í bakpokanum. Þeir voru gulir, rauðir og grænir og ýmiss konar breyskjur og sumir mjög harðir og fagurgljáandi. Þetta þótti góður fengur, því að það er kynleg staðreynd, sem maður rek- ur sig á eftir að hafa árum saman leitað steina, að þá er það svo stundum, að þótx komið sé á mið- in, ef svo mætti segja, þ. e. a. s. á staði, sem eiga að vera steinauð- ugir, þá finnst ekkert að gagni. Steinafundir eru mjög tilviljunar- kenndir. Þó er pað ráðlegast að leita jaspisanna í giljum á mótum líparits og basalts. Svo er og um fleiri holufyllingar, sem mynda fallega skrautsteina. Drápuhlíðartjall er ekki ein- vörðungu skemmtilegt steinaland glysgjarnra leikmanna, heldur hef- ur það löngum verið freistandi við- fangsefni lærðra náttúrufræðinga. Fyrir röskum 200 árum voru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson að príla þama, og fyrir réttum 70 árum gekk Þorvaldur Thoroddsen austanvert upp í Beinadalinn, ná- kvæmlega sömu leið og við erum að klöngrast í dag. Eggert Ólafsson telur þrjú fjöll merkilegust í Snæfellsnessýslu: Snæfellsjökul, Drápuhlíðarfjall og Fagraskógarfjall. Drápuhlíðarfjall gengur næst Snæfellsjökli sem náttúmfyrirbæri, að hans dómi. — Til fróðleiks þeim, sem ókunnir em staðháttum þarna vestra, skal tilfærð stutt lýsing Eggerts á fjall- inu: „Það er víða rómað sem fjalla auðugast af málmum og náttúm- steinum, en svo kallast þeir stein- ar, sem þjóðtrúin hefur fyrrum talið, að gæddir væra yfirnáttúm- legum krafti“. — „Drápuhlíðarf jall Tóftarteikning úr Þórsnesi, sem Jónas Hallgrímsson rissaði upp, sennilega í þessari ferð. er nokkuð mishátt, en hæðin ann- ars í meðallagi 200—300 faðmar. Ummál þess er 3 mílur. Það stend- ur einstakt í míluf jarlægð frá meg- infjallgarðinum'. — „í fjallinu hafa gerzt hin ægilegustu umbrot og jarðbyltingar, svo að það er allt einn óskapnaður, engin regla á skipan þess, heldur eru steinteg- undimar allar í einum hrærigraut. Og hvers er annars að vænta af slíku umróti í náttúmnni, þar sem loft, eldur og vatn hafa ýmist unn- ið saman eða h\ert gegn öðru til þess að sýna okkur áþreifanlega, hverjar ógnarbyltingar hafa geng- ið yfir jörð vora og hverjum breyt- ingum hún er háð“. En þetta átti annars hreint ekki að verða nein náttúmfræðiritgerð, heldur óbrotinn ferðapistill. —• Svo leggjum við á fjallið og njót- um leiðsögu Eggerts, Bjarna og Þorvaldar. — Það vantar eiginlega aðeins Jónas Haligrímsson í þenna ágæta félagsskap, því að fyrir ná- kvæmlega 120 ámm var hann hér á ferð og trúlega að svipast um í Drápuhlíðarfjalli í áfangaskrá hans yfir ferðir árið 1840 stendur við daginn 24. júlí: „Fra Breiðaból- stað over Drápuhlíð til Stikkes- holms“. Hins vegar er engin frá- sögn af þessum ieiðangri, svo að við getum ekki notið fararstjómar hans, svo gimileg sem hún þó vissulega hefði verið, einkum og sér í lagi, ef hún hefði verið í bundnu máli, í likingu við ferða- þættina í kvæðabálknum „Annes og eyjar“. — Það hefði t. d. ekki verið ónýtt að eiga vísur um Drápuhlíðarfjall t líkingu við stök- umar þrjár um ólafsvíkurennin, en efnivið í þær er talið, að hann hafi aflað sér a Breiðafjarðarfjör- um árin 1840—41, og þurfti þó sennilega ekki langferð til, svo ofarlega sem Eggert Ólafsson var honum jafnan i huga. Enda lýkur kvæðinu þannig:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.